Viðskipti innlent

Verðbólgan aftur á uppleið

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Verð á fötum og húsgögnum hækkaði í síðastliðnum mánuði, á meðan flugfargjöld lækkuðu.
Verð á fötum og húsgögnum hækkaði í síðastliðnum mánuði, á meðan flugfargjöld lækkuðu. Vísir/Vilhelm

Verðbólga mælist 7,7 prósent miðað við verðlag í ágúst og hækkar í fyrsta sinn milli mánaða eftir samfellda lækkun frá mælingu í apríl. 

Samkvæmt tilkynningu frá Hagstofunni er vísitala neysluverðs er 597,8 stig  og hækkar um 0,34 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 494,5 stig og hækkar um 0,49 prósent frá júlí 2023.

„Sumarútsölum er að ljúka og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,8% og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækkaði um 4,5% (0,10%). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 8,4%,“ segir í tilkynningu hagstofunnar.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,7% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,6%.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×