Svara ekki hvort starfsfólki ráðuneyta fækki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. ágúst 2023 14:32 Ráðherrar hafa aldrei verið fleiri og allir eru með tvo aðstoðarmenn. Vísir/Vilhelm Óvíst er hvort að starfsfólki ráðuneyta fækki í niðurskurðaráætlunum ríkisstjórnarinnar. Rúmlega 700 manns starfa nú í ráðuneytunum, sem hafa aldrei verið fleiri og allir ráðherrar komnir með tvo aðstoðarmenn. „Á næstu vikum munu ráðuneyti og stofnanir vinna að útfærslu aðgerða þannig að sett markmið um afkomu ríkisins fái staðist,“ er svarið sem sex upplýsingafulltrúar ráðuneyta svöruðu við fyrirspurn Vísis um hvort að stöðugildum yrði fækkað í ráðuneytunum og ef svo um hversu mörg. Einnig er ekki gefið upp hver aðhaldskrafan sé á hvaða stofnun sem heyri undir ráðuneytin. Samkvæmt upplýsingafulltrúunum ríkir trúnaður um þetta fram að framlagningu fjárlagafrumvarps, þann 12. september næstkomandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur tilkynnt um 17 milljarða króna aðhald og niðurskurð ríkisins. Þar af á að skera niður um 5 milljarða í launakostnað. Ekki er tilgreint hvar niðurskurðarhnífurinn á að lenda, nema að framlínustarfsfólki verði hlíft. Óvíst er hvort ráðherrarnir skeri niður á skrifstofum sínum, sem hafa bólgnað á undanförnum árum, meðal annars vegna fjölgunar pólitískra aðstoðarmanna. Ráðuneytin bólgnað Við talningu í vor kom í ljós að 724 manns starfa nú í ráðuneytunum. Hefur þeim fjölgað töluvert í tíð núverandi ríkisstjórnar og stjórnarinnar þar á undan. Árið 2012 störfuðu 532 í ráðuneytunum. Þetta er fjölgun um 36 prósent. Mesta fjölgunin hefur verið í utanríkisráðuneytinu á undanförnum árum. Árið 2017 störfuðu þar 105 en nú 141, fjölgun um 36 starfsmenn. Þá hefur einnig verið mikil fjölgun í dómsmálaráðuneytinu, úr 45 í 56 starfsmenn. Allir með tvo aðstoðarmenn Fyrir um tólf árum síðan var ráðherrum heimilt að hafa tvo aðstoðarmenn og nú er svo komið að allir ráðherrar velja sér að nýta þá heimild. Bjarni Benediktsson, var um tíma með einn aðstoðarmann en hann bætti öðrum við á þessu ári. Eftir síðustu kosningar, árið 2021, var ráðuneytunum fjölgað og eru þau nú jafn mörg og þau voru á hrunárunum, það er tólf. Eftir hrun var þeim fækkað úr tólf í níu. Ástæða fjölgunarinnar var talin vera til þess að meðal annars auka vægi Framsóknarflokksins eftir kosningasigur. Hinir flokkarnir hafi ekki viljað gefa eftir ráðherrastóla. Kostnaðurinn við breytinguna hljóp á hundruð milljónum króna. Stjórnsýsla Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. 25. ágúst 2023 12:14 Ríflega sjö hundruð manns starfa í ráðuneytunum Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum. 6. maí 2023 16:39 Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
„Á næstu vikum munu ráðuneyti og stofnanir vinna að útfærslu aðgerða þannig að sett markmið um afkomu ríkisins fái staðist,“ er svarið sem sex upplýsingafulltrúar ráðuneyta svöruðu við fyrirspurn Vísis um hvort að stöðugildum yrði fækkað í ráðuneytunum og ef svo um hversu mörg. Einnig er ekki gefið upp hver aðhaldskrafan sé á hvaða stofnun sem heyri undir ráðuneytin. Samkvæmt upplýsingafulltrúunum ríkir trúnaður um þetta fram að framlagningu fjárlagafrumvarps, þann 12. september næstkomandi. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur tilkynnt um 17 milljarða króna aðhald og niðurskurð ríkisins. Þar af á að skera niður um 5 milljarða í launakostnað. Ekki er tilgreint hvar niðurskurðarhnífurinn á að lenda, nema að framlínustarfsfólki verði hlíft. Óvíst er hvort ráðherrarnir skeri niður á skrifstofum sínum, sem hafa bólgnað á undanförnum árum, meðal annars vegna fjölgunar pólitískra aðstoðarmanna. Ráðuneytin bólgnað Við talningu í vor kom í ljós að 724 manns starfa nú í ráðuneytunum. Hefur þeim fjölgað töluvert í tíð núverandi ríkisstjórnar og stjórnarinnar þar á undan. Árið 2012 störfuðu 532 í ráðuneytunum. Þetta er fjölgun um 36 prósent. Mesta fjölgunin hefur verið í utanríkisráðuneytinu á undanförnum árum. Árið 2017 störfuðu þar 105 en nú 141, fjölgun um 36 starfsmenn. Þá hefur einnig verið mikil fjölgun í dómsmálaráðuneytinu, úr 45 í 56 starfsmenn. Allir með tvo aðstoðarmenn Fyrir um tólf árum síðan var ráðherrum heimilt að hafa tvo aðstoðarmenn og nú er svo komið að allir ráðherrar velja sér að nýta þá heimild. Bjarni Benediktsson, var um tíma með einn aðstoðarmann en hann bætti öðrum við á þessu ári. Eftir síðustu kosningar, árið 2021, var ráðuneytunum fjölgað og eru þau nú jafn mörg og þau voru á hrunárunum, það er tólf. Eftir hrun var þeim fækkað úr tólf í níu. Ástæða fjölgunarinnar var talin vera til þess að meðal annars auka vægi Framsóknarflokksins eftir kosningasigur. Hinir flokkarnir hafi ekki viljað gefa eftir ráðherrastóla. Kostnaðurinn við breytinguna hljóp á hundruð milljónum króna.
Stjórnsýsla Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. 25. ágúst 2023 12:14 Ríflega sjö hundruð manns starfa í ráðuneytunum Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum. 6. maí 2023 16:39 Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. 25. ágúst 2023 12:14
Ríflega sjö hundruð manns starfa í ráðuneytunum Alls starfa ríflega sjö hundruð manns í ráðuneytum ríkisstjórnar Íslands í dag. Starfsmannafjöldinn er mestur í utanríkisráðuneytinu. Erfitt er að bera saman starfsmannafjölda í öllum ráðuneytum milli ára sökum uppstokkunar á ráðuneytum. 6. maí 2023 16:39
Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. 30. júní 2023 15:19