Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 11. desember 2021 11:10 Við breytingar í Stjórnarráðinu fjölgar ráðuneytum úr tíu í tólf og ráðherrum fjölgar um einn. Vísir / Vilhelm Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga forsætisráðherra um breytingar á fjölda og heitum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands en breytingarnar voru kynntar þegar nýja ríkisstjórnin var opinberuð þann 28.nóvember síðastliðinn. Áætlað er að launakostnaður, rekstrarkostnaður og kostnaður vegna húsnæðis séu um 190 milljónir á ári vegna stofnunar nýs ráðuneytis. Í tillögunni er þó tekið fram að þó ráðuneytum sé núna fjölgað um tvö sé kostnaður skipulagsbreytinganna minna en tvöfaldur sá kostnaður þar sem ráðherrum fjölgi aðeins um einn. Tillagan felur í sér umtalsverðar breytingar sem tíundaðar eru í tillögunni. Þar er skrifað að eftir efnahagshrunið hafi komið fram að skort hafi á samhæfingu og samvinnu stjórnvalda sem fóru með skyld verkefni. Á grundvelli fyrirhugaðra breytinga megi ætla að Stjórnarráðið búi nú yfir aukinni stefnulipurð og auknum sveigjanleika sem nauðsynlegur er til þess að innleiða breytingar hratt og vel með sem minnstri röskun á starfsemi stjórnsýslunnar. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir Bjarni Benediktsson treysti sér ekki til að setja nákvæma tölu á kostnaðinn.Vísir/Vilhelm Á föstudaginn tókust þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á í umræðum á Alþingi en þar spurði Sigmundur að því hver kostnaðurinn væri við breytingarnar sem áformaðar eru. Bjarni sagðist ekki treysta sér til að setja nákvæma tölu á það en sagði ljóst að kostnaðurinn gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna. Gert er ráð fyrir að breytingar í Stjórnarráðinu taki gildi 1.febrúar á næsta ári og að endanlegt mat á kostnaði vegna skipulagsbreytinganna komi fram í umræðum um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta. 9. desember 2021 19:30 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga forsætisráðherra um breytingar á fjölda og heitum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands en breytingarnar voru kynntar þegar nýja ríkisstjórnin var opinberuð þann 28.nóvember síðastliðinn. Áætlað er að launakostnaður, rekstrarkostnaður og kostnaður vegna húsnæðis séu um 190 milljónir á ári vegna stofnunar nýs ráðuneytis. Í tillögunni er þó tekið fram að þó ráðuneytum sé núna fjölgað um tvö sé kostnaður skipulagsbreytinganna minna en tvöfaldur sá kostnaður þar sem ráðherrum fjölgi aðeins um einn. Tillagan felur í sér umtalsverðar breytingar sem tíundaðar eru í tillögunni. Þar er skrifað að eftir efnahagshrunið hafi komið fram að skort hafi á samhæfingu og samvinnu stjórnvalda sem fóru með skyld verkefni. Á grundvelli fyrirhugaðra breytinga megi ætla að Stjórnarráðið búi nú yfir aukinni stefnulipurð og auknum sveigjanleika sem nauðsynlegur er til þess að innleiða breytingar hratt og vel með sem minnstri röskun á starfsemi stjórnsýslunnar. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir Bjarni Benediktsson treysti sér ekki til að setja nákvæma tölu á kostnaðinn.Vísir/Vilhelm Á föstudaginn tókust þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á í umræðum á Alþingi en þar spurði Sigmundur að því hver kostnaðurinn væri við breytingarnar sem áformaðar eru. Bjarni sagðist ekki treysta sér til að setja nákvæma tölu á það en sagði ljóst að kostnaðurinn gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna. Gert er ráð fyrir að breytingar í Stjórnarráðinu taki gildi 1.febrúar á næsta ári og að endanlegt mat á kostnaði vegna skipulagsbreytinganna komi fram í umræðum um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2022.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta. 9. desember 2021 19:30 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar tókust á um hugsjónir og mannaveiðar Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn góðan í mannaveiðum en dregur í efa að margir séu eftir í flokknum sem kenna megi við hugmyndafræði hans. Hann spurði fjármálaráðherra á Alþingi í dag um kostnaðinn við fjölgun ráðuneyta. 9. desember 2021 19:30