Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
margrét tís

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri-Ásum við Skaftá segir vatnavöxtinn hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun.

Við ræðum við sérfræðing á Veðurstofu Íslands í beinni um stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Matvælaráðherra ætlar að hækka veiðigjöld, auka gagnsæi í sjávarútvegi og leggur til auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Við heyrum í talsmanni samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem gagnrýnir fyrirhugaða hækkun harðlega og segir ráðherrann veitast að meðalstórum útgerðarfyrirtækjum.

Svandís Svavarsdóttir sætir gagnrýni úr fleiri áttum. Sjálfstæðismenn telja hana hafa brotið stjórnsýslulög með hvalveiðibanninu og búast jafnvel við vantrauststillögu. Við heyrum í þingmönnum stjórnarandstöðunnar um átök innan ríkisstjórnarinnar.

Í nýrri skýrslu um viðskiptabankana segir að gjaldtaka þeirra sé ógagnsæ og verðskráin flókin. Við fáum viðskiptaráðherra í settið til þess að fara yfir helstu niðurstöður og mögulegar aðgerðir. Þá verður rætt við yfirlækni Livio um harða gagnrýni á starfshætti fyrirtækisins og við kíkjum í heimsókn í Snæfellsbæ þar sem nemendur læra svokallaða átthagafræði og fræðast um nærumhverfi sitt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×