Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Starfshópur matvælaráðherra telur mögulegt að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum en óvíst hvort þær úrbætur sem gripið hefur verið til dugi til þess. Þingmaður Sjálfstæðisflokks telur að matvælaráherra framlengi ekki hvalveiðibann. Fjallað verður um nýja skýrslu um hvalveiðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við nefndarmann í fagráði dýra í beinni útsendingu.

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna samþykktu afar ólíkar ályktanir um hvalveiðar og flóttamannamál um helgina. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, kemur í settið og fer yfir viðkvæma stöðu í ríkisstjórninni.

Höfuðborgarsvæðið er of stórt fyrir hefðbundið strætisvagnakerfi að mati framkvæmdastjóra Betri samgangna. Við kynnum okkur stöðu borgarlínunnar en Sjálfstæðismenn kalla eftir endurskoðun samgöngusáttmálans.

Þá verður rætt við sérfræðing í skaðaminnkun sem telur að meðferðarúrræðin hér á landi séu úrelt og við kíkjum á bónda sem nýtur þess að ganga berfættur um sveitina. 

Í sportpakkanum hittum við fyrrverandi landsliðsmarkvörð sem hefur tekið hanskana af hillunni. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×