Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri sem fjármálaráðherra kynnti í dag, en meðal þeirra eru uppsagnir hjá hinu opinbera. Við heyrum frá ráðherra og leitum viðbragða í beinni útsendingu.

Eins fjöllum við um mál ungs manns frá Túnis sem hefur verið hér á landi í fimm ár en hefur nú fengið endanlega synjun um dvöl hér á landi. Hann býr í úrræði ríkislögreglustjóra, en þarf að fara þaðan eftir þrjá daga. Hann segist meiri Íslendingur en Túnisbúi, enda hafi hann gengið hér í skóla og eignast vini.

Fjallað verður um mál Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem var handtekinn og ákærður fyrir tilraun til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í Georgíuríki. Fangamynd sem tekin var af honum og birt opinberlega hefur vakið mikla athygli.

Þá verðum við í beinni úr Laugardalslaug, þar sem stærðarinnar sundbíó fer fram í kvöld, og Magnús Hlynur segir okkur frá ráðvilltri langvíu í Vestmannaeyjum, sem á þann draum heitastan að vera lundi.

Þetta og fleira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, í beinni útsendingu á Bylgjunni og Stöð 2 klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×