Innlent

Á­kvörðun um gæslu­varð­hald í skútu­máli tekin eftir helgi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Arnar

Lög­regla segir að rann­sókn á smygli 160 kílóa af hassi í skútu hingað til lands í júní gangi vel. Þrír eru í gæslu­varð­haldi vegna málsins en það rennur út á mánu­dag.

Grímur Gríms­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá mið­lægri rann­sóknar­deild lög­reglu, segir í sam­tali við Vísi að á­kvörðun um það hvort lög­regla muni fara fram á fram­lengingu gæslu­varð­halds mannanna verði tekin á mánu­dag. Hann segir ekki hægt að gefa upp að svo stöddu hvort það verði gert.

Áður hefur komið fram að tveir voru hand­teknir um borð í skútunni í lok júní en sá þriðji í landi. Sá elsti er fæddur árið 1970 en sá yngsti árið 2002 og eru mennirnir af er­lendu bergi brotnir.

Rann­sókn málsins er unnin í sam­vinnu við dönsk og græn­lensk lög­reglu­yfir­völd. Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu fer með rann­sóknina.

Grímur hefur áður sagt í sam­tali við Vísi að langt væri síðan lög­regla hefði lagt hald á við­líka magn af hassi og í þessu máli. Mennirnir voru hand­teknir í um­fangs­miklum að­gerðum lög­reglu vestar­lega við suður­strönd Ís­lands og naut lið­sinnis toll­gæslu, lög­reglunnar á Suður­nesjum og sér­sveitar ríkis­lög­reglu­stjóra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×