Lét vinskap við dómara hafa áhrif á notkun VAR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 10:30 Mike Dean hætti að dæma í deildinni eftir 2021-22 og gerðist myndbandadómari. Getty/Richard Heathcote Mike Dean er hættur að dæma en 28 ára ferli hans lauk eftir síðasta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt að vinskapur hans við annan dómara kom í veg fyrir afskipti myndbandsdómara í leik í ensku úrvalsdeildinni. Dean var myndbandsdómari í 2-2 jafntefli Chelsea og Tottenham í ágúst 2022. Dómari leiksins var góðvinur hans, Anthony Taylor. Rétt áður en Harry Kane jafnaði leikinn og tryggði Tottenham stigið þá fannst Chelsea að liðið ætti að fá vítaspyrnu. Cristian Romero togaði þá í hár Marc Cucurella. Aumkunarvert Dean hefur viðurkennt að það var virkilega slæm ákvörðun hjá honum að láta Taylor ekki skoða atvikið á skjá. Mike Dean declined to use VAR to save Anthony Taylor from grief: I missed the stupid hair pull at Chelsea versus Tottenham which was pathetic from my point of view.It's one of them where if I had my time again, what would I do? I'd send Anthony [Taylor] to the screen. I think pic.twitter.com/1zvWOx2jAt— Football Talk (@FootballTalkHQ) August 25, 2023 „Ég missti af þessu fáránlega hártogi í leik Chelsea og Tottenham sem var aumkunarvert,“ sagði Mike Dean í viðtali í hlaðvarpsþætti Simon Jordan sem heitir „Up Front“. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Þetta er eitt af þessum skiptum sem ég vildi að ég gæti endurtekið. Ég hefði þá sent Anthony [Taylor] í skjáinn,“ sagði Dean en hann taldi sig vera að passa upp á dómarann með því að skipta sér ekki af þessu. Það hafði gengið mikið á í leiknum og báðir knattspyrnustjórarnir voru komnir með gult spjald. Hann er líka vinur minn „Ég sagði við Anthony eftir leikinn: Ég vildi ekki senda þig í skjáinn vegna þess sem hafði gengið á áður í leiknum,“ sagði Dean. Not a great week for Mike Dean admits he allowed the hair pull Spurs goal at Chelsea to stand last season to save his mate Anthony Taylor grief and insists Alexis Mac Allister s red card was correct #LFC #CFC pic.twitter.com/CW5L38HQRx— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) August 25, 2023 „Ég vildi ekki senda hann í skjáinn af því að hann er líka vinur minn og ég vildi ekki koma honum í meiri vandræði í leiknum,“ sagði Dean. Dean varð myndbandsdómari í fyrravetur eftir að hafa hætt að dæma eftir 2021-22 tímabilið. Hann dæmdi á sínum tíma yfir fimm hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann entist hins vegar ekki lengi í myndbandsdómgæslunni því hann hætti aðeins tveimur mánuðum eftir þennan umdeilda leik á Stamford Bridge. Voru stór mistök „Þetta voru stór mistök. Ef þeir hefðu ekki jafnað metin þá hefði þetta ekki orðið að eins stóru máli. Ég vissi það strax þá að ég fengi ekki verkefni vikuna eftir. Ég bað líka um að fá frí því þetta var bara ekki fyrir mig,“ sagði Dean. „Ég var vanur að setjast inn í bíl á föstudögum og kveið fyrir laugardeginum. Ég hugsaði: Vonandi gerist ekkert. Ég sat skíthræddur í bílnum,“ viðurkenndi Dean. I actually can t believe Mike Dean has willingly admitted this under his own steam. It s bonkers. pic.twitter.com/xdwKNmMNdr— HLTCO (@HLTCO) August 25, 2023 Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Dean var myndbandsdómari í 2-2 jafntefli Chelsea og Tottenham í ágúst 2022. Dómari leiksins var góðvinur hans, Anthony Taylor. Rétt áður en Harry Kane jafnaði leikinn og tryggði Tottenham stigið þá fannst Chelsea að liðið ætti að fá vítaspyrnu. Cristian Romero togaði þá í hár Marc Cucurella. Aumkunarvert Dean hefur viðurkennt að það var virkilega slæm ákvörðun hjá honum að láta Taylor ekki skoða atvikið á skjá. Mike Dean declined to use VAR to save Anthony Taylor from grief: I missed the stupid hair pull at Chelsea versus Tottenham which was pathetic from my point of view.It's one of them where if I had my time again, what would I do? I'd send Anthony [Taylor] to the screen. I think pic.twitter.com/1zvWOx2jAt— Football Talk (@FootballTalkHQ) August 25, 2023 „Ég missti af þessu fáránlega hártogi í leik Chelsea og Tottenham sem var aumkunarvert,“ sagði Mike Dean í viðtali í hlaðvarpsþætti Simon Jordan sem heitir „Up Front“. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Þetta er eitt af þessum skiptum sem ég vildi að ég gæti endurtekið. Ég hefði þá sent Anthony [Taylor] í skjáinn,“ sagði Dean en hann taldi sig vera að passa upp á dómarann með því að skipta sér ekki af þessu. Það hafði gengið mikið á í leiknum og báðir knattspyrnustjórarnir voru komnir með gult spjald. Hann er líka vinur minn „Ég sagði við Anthony eftir leikinn: Ég vildi ekki senda þig í skjáinn vegna þess sem hafði gengið á áður í leiknum,“ sagði Dean. Not a great week for Mike Dean admits he allowed the hair pull Spurs goal at Chelsea to stand last season to save his mate Anthony Taylor grief and insists Alexis Mac Allister s red card was correct #LFC #CFC pic.twitter.com/CW5L38HQRx— Kevin Palmer (@RealKevinPalmer) August 25, 2023 „Ég vildi ekki senda hann í skjáinn af því að hann er líka vinur minn og ég vildi ekki koma honum í meiri vandræði í leiknum,“ sagði Dean. Dean varð myndbandsdómari í fyrravetur eftir að hafa hætt að dæma eftir 2021-22 tímabilið. Hann dæmdi á sínum tíma yfir fimm hundruð leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann entist hins vegar ekki lengi í myndbandsdómgæslunni því hann hætti aðeins tveimur mánuðum eftir þennan umdeilda leik á Stamford Bridge. Voru stór mistök „Þetta voru stór mistök. Ef þeir hefðu ekki jafnað metin þá hefði þetta ekki orðið að eins stóru máli. Ég vissi það strax þá að ég fengi ekki verkefni vikuna eftir. Ég bað líka um að fá frí því þetta var bara ekki fyrir mig,“ sagði Dean. „Ég var vanur að setjast inn í bíl á föstudögum og kveið fyrir laugardeginum. Ég hugsaði: Vonandi gerist ekkert. Ég sat skíthræddur í bílnum,“ viðurkenndi Dean. I actually can t believe Mike Dean has willingly admitted this under his own steam. It s bonkers. pic.twitter.com/xdwKNmMNdr— HLTCO (@HLTCO) August 25, 2023
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira