Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því ástandi sem hefur skapast á bráðamóttöku Landspítalans eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. Hjúkrunarfræðingur segir heimsóknum á bráðamóttöku vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð hafa fjölgað mikið frá því úrræðinu var lokað fyrir hálfu ári. Einn einstaklingur hafi á þeim tíma leitað hundrað sinnum á bráðamóttökuna.

Við fjöllum áfram um hátt vaxtastig en formaður Neytendasamtakanna segir tilfellum fara fjölgandi þar sem fólk á á sextugs og sjötugsaldri leiti til samtakanna vegna smálánaskulda sem það hefur neyðst til að taka til að láta enda ná saman.

Umhverfisráðherra telur ljóst að þörf sé á meiri grænni orku, ef Ísland ætli að eiga möguleika á því að standa við loftslagsmarkmið sín. Hann segir umræðu um græna orku hér á landi undarlega, og ekki í takt við það sem þekkist annars staðar. Í dag var greint frá því að samkvæmt raforkuspá Landsnets muni markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050.

Vladimír Pútín hefur vottað fjölskyldum þeirra sem fórust eftir að flugvél hrapaði skammt frá Moskvu í gær samúð sína, en Jevgení Prígósjín, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, er á meðal þeirra sem talin eru af. Úkraínuforseti sakaði Pútín í dag óbeint um að standa að baki því að flugvélin fórst.

Og við verðum í beinni frá ilmsánu í Mosfellsbæ, en hátíðin Í túninu heima fer fram í bænum um þessar mundir.

Þetta, og fleira, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan hálf sjö á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×