Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Telma Tómasson segir fréttir í kvöld.
Telma Tómasson segir fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta um 0,5 prósentustig. Um er að ræða 14. hækkunina í röð, en stýrivextir eru um það bil tólf sinnum hærri í dag en þeir voru fyrir tveimur árum. 

Við ræðum við Seðlabankastjóra, en verkalýðsfélög og hagsmunasamtök hafa fordæmt hækkunina. Þá leitum við viðbragða hjá Hagsmunasamtökum heimilanna í beinni útsendingu.

Við gerum þá skil fundi félagsmálaráðherra með 23 félagasamtökum um stöðu flóttafólks sem hefur verið svipt þjónustu hér á landi. Dómsmálaráðherra var boðið, en virðist ekki hafa mætt.

Þá segjum við frá því að leiðtogi málaliðahópsins sem gerði uppreisn í Rússlandi í júní fórst í flugslysi, en málaliðarnir segja flugvél hans hafa verið skotna niður af rússnesku loftvarnakerfi. Við rýnum sömuleiðis í nýja fylgiskönnun Maskínu sem sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst lægri, og að ríkisstjórnin hefur ekki verið með minna fylgi frá því kosið var í september 2021.

Okkar maður Magnús Hlynur var þá viðstaddur þegar afsteypa af verki Nínu Sæmundsson var afhjúpað á Hvolsvelli, en það var forseti Íslands sem gerði það með dyggri aðstoð leikskólabarna af svæðinu.

Þetta, og fleira, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×