Fótbolti

Ís­lendinga­liðin öll í bar­áttu um sæti í úr­vals­deildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Brynjólfur Andersen og félagar hans í Kristiansund töpuðu á heimavelli í dag.
Brynjólfur Andersen og félagar hans í Kristiansund töpuðu á heimavelli í dag. Kristiansund

Fjölmargir Íslendingar komu við sögu þegar heil umferð var leikin í norsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Júlíus Magnússon og samherjar hans í Fredrikstad í eru með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar eftir góðan 2-1 útisigur á Kongsvinger í dag. Júlíus var í byrjunarliði Fredrikstad og lék allan leikinn fyrir liðið en um var að ræða algjöran toppslag enda liðin efst og jöfn að stigum í tveimur efstu sætunum fyrir leikinn.

Þegar tíu leikir eru eftir af deildinni er Fredrikstad með 41 stig á toppnum og er með sjö stiga forystu á KFUM Oslo sem er í þriðja sæti. Tvö efstu lið deildarinnar fara upp í úrvalsdeild.

Brynjólfur Andersen Willumson var í byrjunarliði Kristiansund sem tapaði á heimavelli fyrir Sandnes Ulf. Brynjólfur var tekinn af velli á 71. mínútu í stöðunni 1-0 fyrir Sandnes Ulf en það urðu lokatölur leiksins. Kristiansund er í 6. sæti deildarinnar eftir tapið.

Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Sogndal sem tapaði 3-0 á útivelli gegn Raufoss. Jónatan Ingi Jónsson lék allan leikinn en Valdimar Þór Ingimundarson var tekinn af velli á 63. mínútu. Þá var Óskar Borgþórsson sömuleiðis í byrjunarliðinu og fór af velli þremur mínútum fyrir leikslok. Óskar er nýgenginn til liðs við Sogndal frá Fylki.

Sogndal er í 5. sæti deildarinnar og í baráttu um að komast upp í efstu deild.

Bjarni Mark Antonsson var í liði Start sem vann 1-0 sigur á Åsene á heimavelli. Start er í fjórða sæti deildarinnar en liðin í sætum þrjú til sex spila umspilsleiki um sæti í efstu deild. Fimm stig munar á Start og Kongsvinger í öðru sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×