Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
kvöldfréttir stöðvar 2 telma tómas

Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við slökkvilið í beinni útsendingu.

Bankastjóri Íslandsbanka ætlar að gera sitt besta til að endurheimta traust hjá þeim viðskiptavinum sem hafa snúið baki við bankanum. Ekki sé þó að vænta frekari breytinga á næstunni á stjórn eða starfsmannahaldi. Við ræðum við bankastjórann og forseta ASÍ en hann segir lögbrot bankans mjög alvarleg og því hafi samtökin ákveði að hætta viðskiptum við hann.

Íslenskt stórfyrirtæki, þar sem erlent starfsfólk er í miklum meirihluta, býður því upp á íslenskukennslu með gervigreind. Við kynnum okkur tæknina og heyrum í forstjóra fyrirtækisins sem segir markmiðið að efla sjálfstraust og gleði starfsmanna.

Við verðum einnig í beinni frá Hafnarfirði og kíkjum á framkvæmdir sem valda því að bæjarfélagið verður heitavatnslaust í rúman sólarhring auk þess sem við förum á rúntinn á sérsmíðaðri rafskútu um Vestmannaeyjar með Magnúsi Hlyni.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×