Sat á þremur og hálfu kílói af kókaíni Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2023 14:04 Maðurinn kom til landsins í með flugi frá Spáni og í við skoðun mátti sjá litlar pakkningar í slöngunum á dekkjum hjólastólsins. Laurent Georges Pascal Ruaud, 59 ára gamall Dóminíki, hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti þrjú og hálft kíló af kókaíni til landsins í dekkjum og rörum hjólastóls sem hann notaðist við á leiðinni til landsins. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 4. ágúst en birtur nýverið, er hvorki aldur né þjóðerni mannsins tiltekið en í frétt DV frá því í júní kemur bæði fram. Í dómnum segir að við skoðun á hjólastólnum, sem maðurinn kom til landsins í með flugi frá Spáni, hafi mátt sjá litlar pakkningar í slöngunum á dekkjunum. Tekið hafi verið forpróf sem benti til þess að í pakkningunum hafi verið kókaín og heróín. Kókaín í öllum rörum „Efnið barst okkur í bláum hjólastól en talið var að búið væri að koma fyrir fíkniefnum í stólnum. Við rannsókn á stólnum kom í ljós að búið var að koma fyrir efnum í dekkjum þ.e. slöngum og sparra en það er hringurinn sem notaður er til að ýta sér áfram og voru þetta samtals 192 einingar. Þá var einnig búið að fela efni í grind stólsins og reyndist vera efni í nær öllum rörum stólsins, samtals 101 stk heilar einingar ásamt mulningi sem myndaðist þegar verið var að ná efninu út samtals 293 heilar einingar og mulningur,“ segir í skýrslu tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Í málinu lá fyrir matsgerð rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja-og eiturefnafræði þar sem sagði að efnið hafi verið kókaín af styrkleika 52 til 82 prósent. Sagðist nota hjólastól vegna bifhjólaslyss Ruaud gaf skýrslu hjá lögreglu í mars þessa árs þar sem meðal annars er haft eftir honum að hann hafi lent í vélhjólaslysi sjö til átta mánuðum áður. og þurfi hjólastól því hann geti ekki gengið. Hann hafði komið með tvo síma með sér til landsins og veitt lögreglu leyfi til þess að skoða innihald þeirra. Í öðrum þeirra fundust tíu ljósmyndir dagsettar í lok janúar þessa ár sem sýna hann standandi. Kannaðist ekkert við efnið Fyrir dómi sagðist Ruaud ekkert kannast við efnin sem fundust í hjólastólnum. Hann kvaðst hafa komið til landsins til þess að taka ljósmyndir og hafa ákveðið að fara í ferðina með einnar eða tveggja vikna fyrirvara. Vinur hans hefði borgað fyrir ferðina þar sem hann hafi ekki verið með greiðslukort á sér þegar hann ákvað að skella sér til Íslands. Þegar hann var inntur eftir því hvernig hann teldi efnin hafa komist í stólinn sagði hann að hann hefði farið í tveggja vikna ferðalag í mars og þá skilið stólinn eftir á hóteli. Hann kvaðst telja tvo möguleika fyrir hendi, annað hvort hefði einhver skipt á stólum eða að „fíkniefnin hafi ekki átt að fara til Íslands hefur hafi átt að senda þau til [...]“. Hann hefði ekki þá haft þá áætlun að fara til Íslands. Þá sagði hann að hann hefði ekki verið að pæla í smáatriðum og að hjólastóll væri eins og hver annar stóll. Þess vegna hafi hann ekki tekið eftir því að stólnum hefði verið skipt út. Skýringar fjarstæðukenndar og með ósennileikablæ Í niðurstöðukafla dómsins reifar dómari þá möguleika sem Ruaud sagði vera fyrir hendi til að skýra efnin í stólnum. Annars vegar að einhver þriðji maður hafi skipt stólnum hans út fyrir stól fullan af kókaíni og hins vegar að einhver hefði fyllt stól hans af kókaíni á meðan hann var í geymslu á hóteli. Fyrri skýringuna segir dómarinn vera „fjarstæðukennda“. Sú seinni sé sennilegri en þó með miklum „ósennileikablæ“. „Þykir óhjákvæmilegt að leggja til grundvallar að þegar ákærði fluttihjólastólinn til Íslands hafi hann vitað eða hlotið að vita að í honum væru fíkniefni. Flutti hann stólinn engu að síður til landsins og í ljósi framanritaðs er hann sannur að sök samkvæmt ákæru og hefur unnið sér til refsingar,“ segir í dóminum. Ruaud var því dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsis og til greiðslu alls sakarkostnaður, um 3,6 milljónir króna. Dómsmál Fíkniefnabrot Dóminíska lýðveldið Smygl Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 4. ágúst en birtur nýverið, er hvorki aldur né þjóðerni mannsins tiltekið en í frétt DV frá því í júní kemur bæði fram. Í dómnum segir að við skoðun á hjólastólnum, sem maðurinn kom til landsins í með flugi frá Spáni, hafi mátt sjá litlar pakkningar í slöngunum á dekkjunum. Tekið hafi verið forpróf sem benti til þess að í pakkningunum hafi verið kókaín og heróín. Kókaín í öllum rörum „Efnið barst okkur í bláum hjólastól en talið var að búið væri að koma fyrir fíkniefnum í stólnum. Við rannsókn á stólnum kom í ljós að búið var að koma fyrir efnum í dekkjum þ.e. slöngum og sparra en það er hringurinn sem notaður er til að ýta sér áfram og voru þetta samtals 192 einingar. Þá var einnig búið að fela efni í grind stólsins og reyndist vera efni í nær öllum rörum stólsins, samtals 101 stk heilar einingar ásamt mulningi sem myndaðist þegar verið var að ná efninu út samtals 293 heilar einingar og mulningur,“ segir í skýrslu tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Í málinu lá fyrir matsgerð rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja-og eiturefnafræði þar sem sagði að efnið hafi verið kókaín af styrkleika 52 til 82 prósent. Sagðist nota hjólastól vegna bifhjólaslyss Ruaud gaf skýrslu hjá lögreglu í mars þessa árs þar sem meðal annars er haft eftir honum að hann hafi lent í vélhjólaslysi sjö til átta mánuðum áður. og þurfi hjólastól því hann geti ekki gengið. Hann hafði komið með tvo síma með sér til landsins og veitt lögreglu leyfi til þess að skoða innihald þeirra. Í öðrum þeirra fundust tíu ljósmyndir dagsettar í lok janúar þessa ár sem sýna hann standandi. Kannaðist ekkert við efnið Fyrir dómi sagðist Ruaud ekkert kannast við efnin sem fundust í hjólastólnum. Hann kvaðst hafa komið til landsins til þess að taka ljósmyndir og hafa ákveðið að fara í ferðina með einnar eða tveggja vikna fyrirvara. Vinur hans hefði borgað fyrir ferðina þar sem hann hafi ekki verið með greiðslukort á sér þegar hann ákvað að skella sér til Íslands. Þegar hann var inntur eftir því hvernig hann teldi efnin hafa komist í stólinn sagði hann að hann hefði farið í tveggja vikna ferðalag í mars og þá skilið stólinn eftir á hóteli. Hann kvaðst telja tvo möguleika fyrir hendi, annað hvort hefði einhver skipt á stólum eða að „fíkniefnin hafi ekki átt að fara til Íslands hefur hafi átt að senda þau til [...]“. Hann hefði ekki þá haft þá áætlun að fara til Íslands. Þá sagði hann að hann hefði ekki verið að pæla í smáatriðum og að hjólastóll væri eins og hver annar stóll. Þess vegna hafi hann ekki tekið eftir því að stólnum hefði verið skipt út. Skýringar fjarstæðukenndar og með ósennileikablæ Í niðurstöðukafla dómsins reifar dómari þá möguleika sem Ruaud sagði vera fyrir hendi til að skýra efnin í stólnum. Annars vegar að einhver þriðji maður hafi skipt stólnum hans út fyrir stól fullan af kókaíni og hins vegar að einhver hefði fyllt stól hans af kókaíni á meðan hann var í geymslu á hóteli. Fyrri skýringuna segir dómarinn vera „fjarstæðukennda“. Sú seinni sé sennilegri en þó með miklum „ósennileikablæ“. „Þykir óhjákvæmilegt að leggja til grundvallar að þegar ákærði fluttihjólastólinn til Íslands hafi hann vitað eða hlotið að vita að í honum væru fíkniefni. Flutti hann stólinn engu að síður til landsins og í ljósi framanritaðs er hann sannur að sök samkvæmt ákæru og hefur unnið sér til refsingar,“ segir í dóminum. Ruaud var því dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsis og til greiðslu alls sakarkostnaður, um 3,6 milljónir króna.
Dómsmál Fíkniefnabrot Dóminíska lýðveldið Smygl Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent