Innlent

Bruninn ekki rann­sakaður sem saka­mál

Atli Ísleifsson skrifar
Slökkvistarfi lauk snemma í morgun.
Slökkvistarfi lauk snemma í morgun. Vísir/Vilhelm

Eldsvoðinn á Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði er ekki rannsakaður sem sakamál. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en rannsókn tæknideildar lögreglu á eldsupptökum stendur enn yfir.

„Málið er ekki rannsakað sem sakamál, en það var niðurstaðan að lokinni frumathugun á vettvangi.

Íbúar í húsnæðinu voru þrettán talsins eftir því sem næst verður komist, en þeir náðu allir að forða sér út.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni. 

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um brunann rétt eftir klukkan 13 í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði þar sem einnig var ósamþykkt búseta. Fjöldi fólks var inni í húsinu sofandi er eldurinn kviknaði en tókst að koma öllum út í tæka tíð.


Tengdar fréttir

Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni

Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni. 

Myndir frá vett­vangi brunans við Hval­eyra­r­braut

Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×