Fréttastofa hefur fylgst með stemningunni í miðborginni í dag. Eins og myndbandið hér að neðan ber með sér var nóg um að vera í dag og skemmtu gestir sér konunglega.
Meðal annars má sjá stórkostlega takta lúðrasveita sem tóku þátt í Monthlemminum við Hörpu, Dóru og Döðlurnar spila fyrir mannskarann í Þingholtunum, trylltan dans á Ingólfstorgi og borgarstjóra baka vöfflur handa gestum og gangandi í heimahúsi.