„Við höfum áhyggjur af krökkunum“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 16:45 Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, hvetur fólk til að fara varlega á morgun en njóta alls sem Menningarnótt býður upp á, dagurinn verði stórkostlegur. Vísir/Arnar Stærsti dagur ársins hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Menningarnótt, er handan við hornið. Lögregla hefur áhyggjur af unglingadrykkju og verður með mikið eftirlit til að sporna við slíku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn brýnir fyrir gestum að njóta þessa stórkostlega dags og komast heil heim. „Þetta er nú eiginlega allt hefðbundið þannig lagað. Þetta er tuttugasta og áttunda hátíðin, þannig að okkar verklag snýst næstum um að skipta um dagsetningu, ár og nöfnin á þeim lögreglumönnum sem mæta,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, spurður um viðbúnað lögreglu á menningarnótt. „En fyrir það fyrsta þá er það þessi lokun í miðbænum. Það er engin að fara á neinum ökutækjum inn fyrir lokanir þannig að fólk ætti að vera öruggt í miðbænum,“ segir Skúli. Hann minnir að Strætó verður með skutlþjónustu frá Laugardalnum upp á Skólavörðuholt og hvetur gesti til að nýta sér hana. „Svo verður fólk bara að finna stæði, það er nóg af þeim í útjaðrinum öllum, þó það þurfi að labba kílómeter eða tvo, það skemmir ekki neitt. Eða koma á reiðhjólum.“ Tími fjölskyldunnar Menningarnótt er stærsti dagur ársins hjá lögreglunni en Skúli segir að það verði nóg af lögregluþjónum í miðbænum á morgun til taks. „Við höfum áhyggjur af krökkunum. Það er alltaf þessi tími núna frá grunnskóla og yfir í menntaskóla, þar sem þau einhvernvegin sleppa sér.“ Skúli minnir á að útivistarreglur gildi á morgun líkt og aðra daga. „Og mín skilaboð til krakkanna eru að þau að það sé nægur tími í framtíðinni til að huga að þessum hlutum, ekki skemma það núna.“ Menningarnótt er tími fjölskyldunnar, verum saman, gleðjumst og komum heil heim. Aðspurður um skilaboð til höfuðborgarbúa og gesta hvetur Skúli fólk til að fara varlega en njóta alls sem menningarnótt bjóði upp á, dagurinn verði stórkostlegur. „Það eru náttúrulega tugir þúsunda hérna í miðbænum um kvöldið þegar þetta nær hápunkti. En það er aldrei vandamál að manna vaktir á menningarnótt og við erum klár í slaginn.“ Lögreglan Reykjavík Menningarnótt Menning Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
„Þetta er nú eiginlega allt hefðbundið þannig lagað. Þetta er tuttugasta og áttunda hátíðin, þannig að okkar verklag snýst næstum um að skipta um dagsetningu, ár og nöfnin á þeim lögreglumönnum sem mæta,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, spurður um viðbúnað lögreglu á menningarnótt. „En fyrir það fyrsta þá er það þessi lokun í miðbænum. Það er engin að fara á neinum ökutækjum inn fyrir lokanir þannig að fólk ætti að vera öruggt í miðbænum,“ segir Skúli. Hann minnir að Strætó verður með skutlþjónustu frá Laugardalnum upp á Skólavörðuholt og hvetur gesti til að nýta sér hana. „Svo verður fólk bara að finna stæði, það er nóg af þeim í útjaðrinum öllum, þó það þurfi að labba kílómeter eða tvo, það skemmir ekki neitt. Eða koma á reiðhjólum.“ Tími fjölskyldunnar Menningarnótt er stærsti dagur ársins hjá lögreglunni en Skúli segir að það verði nóg af lögregluþjónum í miðbænum á morgun til taks. „Við höfum áhyggjur af krökkunum. Það er alltaf þessi tími núna frá grunnskóla og yfir í menntaskóla, þar sem þau einhvernvegin sleppa sér.“ Skúli minnir á að útivistarreglur gildi á morgun líkt og aðra daga. „Og mín skilaboð til krakkanna eru að þau að það sé nægur tími í framtíðinni til að huga að þessum hlutum, ekki skemma það núna.“ Menningarnótt er tími fjölskyldunnar, verum saman, gleðjumst og komum heil heim. Aðspurður um skilaboð til höfuðborgarbúa og gesta hvetur Skúli fólk til að fara varlega en njóta alls sem menningarnótt bjóði upp á, dagurinn verði stórkostlegur. „Það eru náttúrulega tugir þúsunda hérna í miðbænum um kvöldið þegar þetta nær hápunkti. En það er aldrei vandamál að manna vaktir á menningarnótt og við erum klár í slaginn.“
Lögreglan Reykjavík Menningarnótt Menning Börn og uppeldi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira