Fótbolti

Þver­tekur fyrir orð­róma: „Ég er ekki á förum“

Aron Guðmundsson skrifar
Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta
Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta Vísir/Getty

Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, ætlar sér að starfa út samninginn sinn við enska knattspyrnusambandið sem gildir til ársins 2025. Frá þessu greindi hún í viðtali við BBC.

Wi­eg­man hefur verið að gera frá­bæra hluti með enska lands­liðið sem varð Evrópu­meistari á heima­velli í fyrra og er nú komið í úr­slita­leik heims­meistara­mótsins og mætir þar Spán­verjum á sunnu­daginn.

En með góðum árangri fylgir líka um­tal og at­hygli. Wi­eg­man hefur undan­farna daga verið orðuð við lands­liðs­þjálfara­stöðuna hjá banda­ríska kvenna­lands­liðinu sem er í leit að nýjum þjálfara eftir dapurt gengi á HM.

Mark Bulling­ham, fram­kvæmda­stjóri enska knatt­spyrnu­sam­bandsins hefur látið hafa það eftir sér að öllum til­boðum í Wi­eg­man verði hafnað og Wi­eg­man segist ekkert á förum.

„Ég nýt min virki­lega vel í þessu til­tekna starfi og hef það á til­finningunni að fólk sé á­nægt með mín störf. Ég er ekki á förum þrátt fyrir þessa orð­róma sem ég hef heyrt.“

Hún muni sitja út nú­verandi samning sinn hið minnsta

„Ég er mjög á­nægð hér og er með samning til ársins 2025.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×