Lögreglustöð 1 sem nær yfir Miðborg, Vesturbæ, Austurbæ og Seltjarnarnes bárust nokkrar tilkynningar um innbrot og þjófnað. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þau innbrot.
Þá var einstaklingur handtekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna eftir að hafa lent í umferðaróhappi. Ökumaðurinn reyndist vera réttindalaus.
Í miðborginni barst tilkynning um grunsamlegan mann með ryksugu. Þegar ryksugumaðurinn varð var við þann sem tilkynnti málið henti hann ryksugunni frá sér og lét sig hverfa. Einnig barst tilkynning um slagsmál í miðborginni.
Það kviknaði sinubruni í hverfi 220 í Hafnarfirðinum. Slökkvistarf gekk hratt og greiðlega fyrir sig. Einnig varð þar umferðarslys en engar upplýsingar liggja fyrir um það.
Í miðbæ Kópavogs barst tilkynning um innbrot og í Kórahverfinu var tilkynnt um líkamsárás og rás. Þá barst einnig tilkynning um æstan mann í Breiðholtinu en ekki segir hvernig sá æsingur endaði.