Hægri popúlisti vann sigur í argentínsku forkosningunum Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2023 07:18 Javier Milei er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. AP Argentínski hægri popúlistinn Javier Milei hlaut í gær flest atkvæði í forkosningunum þar sem landsmenn kusu hverjir munu verða á kjörseðlinum í argentínsku forsetakosningunum sem fram fara í haust. Þegar búið var að telja um 90 prósent atkvæða var Milei með um 30,5 prósent atkvæða. Skylda er fyrir Argentínumenn að kjósa í forkosningunum sem er af mörgum lýst sem generalprufu fyrir sjálfar forsetakosningarnar sem fram fara þann 22. október. Niðurstaða forkosninganna þykir þannig gefa mjög góða vísbendingu um hver sé líklegastur til að verða næsti forseti landsins. Niðurstaðan er talin vera mikið áfall fyrir vinstrihreyfingu Peronista, sem hlutu 27 prósent atkvæða, og sömuleiðis bandalag íhaldsmanna, sem hlaut 28 prósent. Alls var hægt að greiða atkvæði um 22 frambjóðendur og er nú ljóst að þeir þrír sem verða í framboði í október eru Javier Milei, Patricia Bullrich sem er frambjóðandi bandalags mið- og hægriflokka og svo Sergio Massa, efnahagsmálaráðherra í núverandi ríkisstjórn mið- og vinstriflokka. Argentínumenn glíma nú við gríðarleg efnahagsleg vandamál þar sem verðbólga mælist 116 prósent, auk þess sem framfærslukostnaður hefur hækkað mikið og leitt til þess að fjórir af hverjum tíu lifa nú undir fátæktarmörkum. Javier Milei hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum utangarðsmanni. Hann er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, styður hugmyndir um að leggja niður seðlabanka Argentínu, telur loftslagsbreytingar vera blekkingu og vill sömuleiðis heimila sölu líffæra. Þá vill hann losa um hömlur á skotvopnaeign og skipta út gjaldmiðli landsins og að tekinn verði upp bandaríkjadalur. Hinn 52 ára Milei hefur átt sæti í neðri deild argentíska þingsins frá árinu 2021. Núverandi forseti landsins, Alberto Fernandez, jefur glímt við miklar óvinsældir og tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Fréttin hefur verið uppfærð. Argentína Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Þegar búið var að telja um 90 prósent atkvæða var Milei með um 30,5 prósent atkvæða. Skylda er fyrir Argentínumenn að kjósa í forkosningunum sem er af mörgum lýst sem generalprufu fyrir sjálfar forsetakosningarnar sem fram fara þann 22. október. Niðurstaða forkosninganna þykir þannig gefa mjög góða vísbendingu um hver sé líklegastur til að verða næsti forseti landsins. Niðurstaðan er talin vera mikið áfall fyrir vinstrihreyfingu Peronista, sem hlutu 27 prósent atkvæða, og sömuleiðis bandalag íhaldsmanna, sem hlaut 28 prósent. Alls var hægt að greiða atkvæði um 22 frambjóðendur og er nú ljóst að þeir þrír sem verða í framboði í október eru Javier Milei, Patricia Bullrich sem er frambjóðandi bandalags mið- og hægriflokka og svo Sergio Massa, efnahagsmálaráðherra í núverandi ríkisstjórn mið- og vinstriflokka. Argentínumenn glíma nú við gríðarleg efnahagsleg vandamál þar sem verðbólga mælist 116 prósent, auk þess sem framfærslukostnaður hefur hækkað mikið og leitt til þess að fjórir af hverjum tíu lifa nú undir fátæktarmörkum. Javier Milei hefur lýst sjálfum sér sem pólitískum utangarðsmanni. Hann er mikill aðdáandi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, styður hugmyndir um að leggja niður seðlabanka Argentínu, telur loftslagsbreytingar vera blekkingu og vill sömuleiðis heimila sölu líffæra. Þá vill hann losa um hömlur á skotvopnaeign og skipta út gjaldmiðli landsins og að tekinn verði upp bandaríkjadalur. Hinn 52 ára Milei hefur átt sæti í neðri deild argentíska þingsins frá árinu 2021. Núverandi forseti landsins, Alberto Fernandez, jefur glímt við miklar óvinsældir og tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Fréttin hefur verið uppfærð.
Argentína Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira