„Sestu niður og þegiðu“ Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 08:01 Keane með heilræði, að hans mati, til Mohamed Salah Vísir/Getty Athæfi egypska sóknarmannsins Mohamed Salah, leikmanns enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er hann var tekinn af velli í leik Chelsea og Liverpool í 1.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær hefur vakið athygli. Téður Salah var auðsjáanlega allt annað en sáttur er honum var skipt af velli í stöðunni 1-1 á 77.mínútu fyrir Harvey Elliot og athæfi hans fór í taugarnar á harðhausnum Roy Keane sem á að baki langan feril í ensku úrvalsdeildinni. „Það er í lagi að vera í uppnámi en ekki halda áfram á þessari braut yfir lengri tíma,“ sagði Keane á Sky Sports eftir jafntefli Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í gær. „Í kjölfarið á þessu situr hann á varamannabekknum, hristir hausinn og veifar höndunum út í loftið af pirringi. Sestu niður og þegiðu. Þú verður bara að taka þessu.“ The first time Mo get angry for getting subbed off. Personally I think that was a dreadful decision by jurgen Klopp, salah is a treat on goal any time. pic.twitter.com/3zk0V3I3s5— Salah Szn (@kpresz24) August 13, 2023 Sjálfur var Salah að eltast við met er sneri að flestum skoruðu mörkum hjá leikmanni í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi nú ekki gera mikið úr viðbrögðum leikmannsins er hann var spurður út í þau í viðtali eftir leik. „Við erum hér til þess að vinna leiki og Mo er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur en við verðum hins vegar að taka ákvarðanir. Við þurftum að fá ferskar lappir inn á völlinn.“ Fjörugur leikur Leikur Chelsea og Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu Luis Díaz kom Liverpool yfir í upphafi leiks eftir laglegan undirbúning frá Salah. Nokkrum mínútum seinna var Salah svo aftur á ferðinni og skoraði sjálfur en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Chelsea menn létu þessa byrjun engan veginn slá sig útaf laginu og jöfnuðu á 37. mínútu þar sem Axel Disasi var réttur maður á réttum stað eftir að Liverpool tókst ekki að hreinsa hornspyrnu almennilega frá. Chelsea skoraði svo annað mark nánast strax í kjölfarið þar sem vörn Liverpool virtist vera steinsofandi en Chilwell var rækilega rangstæður. Seinni hálfleikurinn var markalaus en fjörugur og virðast liðin bæði koma vel undan sumri. Þetta var sjöunda viðureign þessara liða í röð sem endar með jafntefli. Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Téður Salah var auðsjáanlega allt annað en sáttur er honum var skipt af velli í stöðunni 1-1 á 77.mínútu fyrir Harvey Elliot og athæfi hans fór í taugarnar á harðhausnum Roy Keane sem á að baki langan feril í ensku úrvalsdeildinni. „Það er í lagi að vera í uppnámi en ekki halda áfram á þessari braut yfir lengri tíma,“ sagði Keane á Sky Sports eftir jafntefli Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í gær. „Í kjölfarið á þessu situr hann á varamannabekknum, hristir hausinn og veifar höndunum út í loftið af pirringi. Sestu niður og þegiðu. Þú verður bara að taka þessu.“ The first time Mo get angry for getting subbed off. Personally I think that was a dreadful decision by jurgen Klopp, salah is a treat on goal any time. pic.twitter.com/3zk0V3I3s5— Salah Szn (@kpresz24) August 13, 2023 Sjálfur var Salah að eltast við met er sneri að flestum skoruðu mörkum hjá leikmanni í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi nú ekki gera mikið úr viðbrögðum leikmannsins er hann var spurður út í þau í viðtali eftir leik. „Við erum hér til þess að vinna leiki og Mo er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur en við verðum hins vegar að taka ákvarðanir. Við þurftum að fá ferskar lappir inn á völlinn.“ Fjörugur leikur Leikur Chelsea og Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu Luis Díaz kom Liverpool yfir í upphafi leiks eftir laglegan undirbúning frá Salah. Nokkrum mínútum seinna var Salah svo aftur á ferðinni og skoraði sjálfur en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Chelsea menn létu þessa byrjun engan veginn slá sig útaf laginu og jöfnuðu á 37. mínútu þar sem Axel Disasi var réttur maður á réttum stað eftir að Liverpool tókst ekki að hreinsa hornspyrnu almennilega frá. Chelsea skoraði svo annað mark nánast strax í kjölfarið þar sem vörn Liverpool virtist vera steinsofandi en Chilwell var rækilega rangstæður. Seinni hálfleikurinn var markalaus en fjörugur og virðast liðin bæði koma vel undan sumri. Þetta var sjöunda viðureign þessara liða í röð sem endar með jafntefli.
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira