Innlent

Mikið fjármagn til Vestfjarða sem njóti nýjustu jarðganganna

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, tekur undir með forstjóra Kerecis um að gera megi betur í uppbyggingu vegakerfisins á Vestfjörðum en segir þó að töluverðum fjármunum hafi verið varið þar í uppbyggingu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, tekur undir með forstjóra Kerecis um að gera megi betur í uppbyggingu vegakerfisins á Vestfjörðum en segir þó að töluverðum fjármunum hafi verið varið þar í uppbyggingu. Vísir/Vilhelm

Inn­viða­ráð­herra segir rétt að gera þurfi betur í vegagerð á Vest­fjörðum. Þó sé gert ráð fyrir tölu­verðri upp­byggingu í lands­hlutanum í nú­verandi sam­göngu­á­ætlun. Mikla upp­byggingu á Suður­landi í saman­burði við aðra lands­hluta líkt og Vestur­land megi skýra með því að fjár­magni hafi verið for­gangs­raðað eftir um­ferðar­þunga.

Til­efnið er um­sögn lækninga­vöru­fyrir­tækisins Kerecis, en undir hana ritar Guð­mundur Fer­tram Sigur­jóns­son, for­stjóri fyrir­tækisins nafn sitt. Þar er lýst er yfir miklum von­brigðum með fyrir­liggjandi sam­göngu­á­ætlun sem Sigurður Ingi kynnti í júní.

Í um­sögninni segir að Vest­firðir verði á­fram jaðar­settir í á­ætluninni, en lands­hlutinn þurfi að njóta for­gangs þar sem vega­kerfi þeirra sé það lang lakasta á landinu. Sam­göngur til Ísa­fjarðar eigi að vera sam­bæri­legar þeim til Akur­eyrar og lífs­nauð­syn­legt að for­gangs­raða fjár­munum til sam­göngu­upp­byggingar til Vest­fjarða á kostnað annarra lands­hluta.

Miklar á­skoranir fram­undan

Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir tölu­verðu fjár­magni í vegagerð á Vest­fjörðum í nýrri sam­göngu­á­ætlun en rétt sé að gera þurfi betur.

„Það eru miklar á­skoranir fram­undan. Við erum með býsna metnaðar­fulla jarð­ganga­á­ætlun í þessari sam­göngu­á­ætlun og þar á meðal eru þó nokkuð mörg jarð­göng á Vest­fjörðum. En það er alveg rétt að við þurfum að gera enn betur til þess að koma sem flestum vegum í það að vera lág­lendi­svegir.“

Umferðarþungi mestur á Suðurlandi

Stjórn­völd hafa verið gagn­rýnd fyrir að veita mis­miklu fjár­magni til vegagerðar á milli lands­hluta, meðal annars af Magnúsi Magnús­syni, rit­stjóra staðar­miðilsins Skessu­horns á Vestur­landi. Magnús segir nánast enga peninga á­ætlaða í ný­fram­kvæmdir í vega­gerð á Vestur­landi á næstu fimm árum en tölu­vert meira á Suður­landi til saman­burðar.

„Við höfum á­kveðið að for­gangs­raða fram­kvæmdum eftir um­ferðar­þunga og settum í síðustu sam­göngu­á­ætlunum á­herslu á að að­skilja akstur­stefnu á þessum vegum sem eru um­ferðar­þyngstir og þar sem al­var­legustu slysin verða, það er að segja á Reykja­nes­brautinni, Suður­lands­vegi og á Kjalar­nesi og það er kannski á­stæðan fyrir því,“ segir Sigurður Ingi

„Auð­vitað er líka um­ferðar­þunginn lang­mestur á Suður­landi, fyrir utan þessa vegi þarna. En síðan höfum við verið með veru­legt átak í upp­byggingu á Vest­fjörðum. Það eru gríðar­lega miklir fjár­munir í gangi á suður­leiðinni og síðustu göngin sem voru gerð voru Dýra­fjarðar­göngin. En já já, það væri gott að geta gert betur. Ég vildi gjarnan hafa meiri peninga til þess að geta gert enn betur.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×