Mikið fjármagn til Vestfjarða sem njóti nýjustu jarðganganna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2023 15:01 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, tekur undir með forstjóra Kerecis um að gera megi betur í uppbyggingu vegakerfisins á Vestfjörðum en segir þó að töluverðum fjármunum hafi verið varið þar í uppbyggingu. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir rétt að gera þurfi betur í vegagerð á Vestfjörðum. Þó sé gert ráð fyrir töluverðri uppbyggingu í landshlutanum í núverandi samgönguáætlun. Mikla uppbyggingu á Suðurlandi í samanburði við aðra landshluta líkt og Vesturland megi skýra með því að fjármagni hafi verið forgangsraðað eftir umferðarþunga. Tilefnið er umsögn lækningavörufyrirtækisins Kerecis, en undir hana ritar Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins nafn sitt. Þar er lýst er yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun sem Sigurður Ingi kynnti í júní. Í umsögninni segir að Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í áætluninni, en landshlutinn þurfi að njóta forgangs þar sem vegakerfi þeirra sé það lang lakasta á landinu. Samgöngur til Ísafjarðar eigi að vera sambærilegar þeim til Akureyrar og lífsnauðsynlegt að forgangsraða fjármunum til samgönguuppbyggingar til Vestfjarða á kostnað annarra landshluta. Miklar áskoranir framundan Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir töluverðu fjármagni í vegagerð á Vestfjörðum í nýrri samgönguáætlun en rétt sé að gera þurfi betur. „Það eru miklar áskoranir framundan. Við erum með býsna metnaðarfulla jarðgangaáætlun í þessari samgönguáætlun og þar á meðal eru þó nokkuð mörg jarðgöng á Vestfjörðum. En það er alveg rétt að við þurfum að gera enn betur til þess að koma sem flestum vegum í það að vera láglendisvegir.“ Umferðarþungi mestur á Suðurlandi Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að veita mismiklu fjármagni til vegagerðar á milli landshluta, meðal annars af Magnúsi Magnússyni, ritstjóra staðarmiðilsins Skessuhorns á Vesturlandi. Magnús segir nánast enga peninga áætlaða í nýframkvæmdir í vegagerð á Vesturlandi á næstu fimm árum en töluvert meira á Suðurlandi til samanburðar. „Við höfum ákveðið að forgangsraða framkvæmdum eftir umferðarþunga og settum í síðustu samgönguáætlunum áherslu á að aðskilja aksturstefnu á þessum vegum sem eru umferðarþyngstir og þar sem alvarlegustu slysin verða, það er að segja á Reykjanesbrautinni, Suðurlandsvegi og á Kjalarnesi og það er kannski ástæðan fyrir því,“ segir Sigurður Ingi „Auðvitað er líka umferðarþunginn langmestur á Suðurlandi, fyrir utan þessa vegi þarna. En síðan höfum við verið með verulegt átak í uppbyggingu á Vestfjörðum. Það eru gríðarlega miklir fjármunir í gangi á suðurleiðinni og síðustu göngin sem voru gerð voru Dýrafjarðargöngin. En já já, það væri gott að geta gert betur. Ég vildi gjarnan hafa meiri peninga til þess að geta gert enn betur.“ Samgöngur Ísafjarðarbær Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Tilefnið er umsögn lækningavörufyrirtækisins Kerecis, en undir hana ritar Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri fyrirtækisins nafn sitt. Þar er lýst er yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samgönguáætlun sem Sigurður Ingi kynnti í júní. Í umsögninni segir að Vestfirðir verði áfram jaðarsettir í áætluninni, en landshlutinn þurfi að njóta forgangs þar sem vegakerfi þeirra sé það lang lakasta á landinu. Samgöngur til Ísafjarðar eigi að vera sambærilegar þeim til Akureyrar og lífsnauðsynlegt að forgangsraða fjármunum til samgönguuppbyggingar til Vestfjarða á kostnað annarra landshluta. Miklar áskoranir framundan Sigurður Ingi segir að gert sé ráð fyrir töluverðu fjármagni í vegagerð á Vestfjörðum í nýrri samgönguáætlun en rétt sé að gera þurfi betur. „Það eru miklar áskoranir framundan. Við erum með býsna metnaðarfulla jarðgangaáætlun í þessari samgönguáætlun og þar á meðal eru þó nokkuð mörg jarðgöng á Vestfjörðum. En það er alveg rétt að við þurfum að gera enn betur til þess að koma sem flestum vegum í það að vera láglendisvegir.“ Umferðarþungi mestur á Suðurlandi Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að veita mismiklu fjármagni til vegagerðar á milli landshluta, meðal annars af Magnúsi Magnússyni, ritstjóra staðarmiðilsins Skessuhorns á Vesturlandi. Magnús segir nánast enga peninga áætlaða í nýframkvæmdir í vegagerð á Vesturlandi á næstu fimm árum en töluvert meira á Suðurlandi til samanburðar. „Við höfum ákveðið að forgangsraða framkvæmdum eftir umferðarþunga og settum í síðustu samgönguáætlunum áherslu á að aðskilja aksturstefnu á þessum vegum sem eru umferðarþyngstir og þar sem alvarlegustu slysin verða, það er að segja á Reykjanesbrautinni, Suðurlandsvegi og á Kjalarnesi og það er kannski ástæðan fyrir því,“ segir Sigurður Ingi „Auðvitað er líka umferðarþunginn langmestur á Suðurlandi, fyrir utan þessa vegi þarna. En síðan höfum við verið með verulegt átak í uppbyggingu á Vestfjörðum. Það eru gríðarlega miklir fjármunir í gangi á suðurleiðinni og síðustu göngin sem voru gerð voru Dýrafjarðargöngin. En já já, það væri gott að geta gert betur. Ég vildi gjarnan hafa meiri peninga til þess að geta gert enn betur.“
Samgöngur Ísafjarðarbær Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira