Kynbundinn launamunur kom framkvæmdastjóranum á óvart Árni Sæberg skrifar 11. ágúst 2023 14:01 Kristín S. Hjálmtýsdóttir er framkvæmdastjóri Rauða krossins. Vísir/Baldur Kærunefnd jafnréttismála komst nýverið að þeirri niðurstöðu að Rauði krossinn hefði gerst sekur um kynbundinn launamun gagnvart konu sem starfaði sem talsmaður hælisleitenda. Heimildir herma að það hafi gerst í fleiri tilvikum. Kristín S. Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Rauða Krossins, segir að úrskurður kærunefndarinnar hafi komið sér á óvart. Samtökin hafi lagt sig í líma til að tryggja jöfn laun kynjanna lengi. „Á þessum tíma árið 2011 þegar við vorum að innleiða jafnlaunavottun, þá er niðurstaða fyrstu vottunarinnar að óútskýrður launamunur kynjanna hjá Rauða krossinum var þrjú prósent, sem er langt undir landsmeðaltali á þessum tíma, og nú höfum við farið í gegnum vottunina þrisvar án athugasemda. Þannig að auðvitað kom þetta okkur á óvart þessi úrskurður,“ segir hún. Ætlar að hafa samband við hinar tvær Heimildir fréttastofu herma að tvær aðrar konur í sömu deild hafi einnig orðið fyrir barðinu á kynbundnum launamun í störfum sínum fyrir rauða krossinn. „Við erum náttúrlega að skoða þetta mál núna og það sem ég mun gera eftir helgi er að hafa samband við þessa starfsmenn, fara yfir málin með þeim. Komast að því hvað það er sem út af stendur eftir þeirra starfsfólk. Við erum bara að skoða þetta núna af því að, í rauninni, það séu fleiri sem eru ósáttir við starfslok hjá Rauða krossinum, fyrir að verða tveimur árum, það kom mér töluvert á óvart.“ segir Kristín. Sambandið hafi alltaf verið gott Þá herma heimildir að konurnar tvær hafi ekki treyst sér til þess að fara með málið til kærunefndar jafnréttismála og þær hafi hvorki fengið afturvirka leiðréttingu né afsökunarbeiðni. Kristín segist ekki geta rætt mál einstakra starfsmanna „Samband okkar við starfsfólkið var alltaf mjög gott, við kvöddumst í gleði þegar samningnum lauk við dómsmálaráðuneytið. Þess vegna hættu fimmtán manns úr þessum talsmannahópi.“ Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, baðst undan viðtali vegna málsins. Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Kristín S. Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Rauða Krossins, segir að úrskurður kærunefndarinnar hafi komið sér á óvart. Samtökin hafi lagt sig í líma til að tryggja jöfn laun kynjanna lengi. „Á þessum tíma árið 2011 þegar við vorum að innleiða jafnlaunavottun, þá er niðurstaða fyrstu vottunarinnar að óútskýrður launamunur kynjanna hjá Rauða krossinum var þrjú prósent, sem er langt undir landsmeðaltali á þessum tíma, og nú höfum við farið í gegnum vottunina þrisvar án athugasemda. Þannig að auðvitað kom þetta okkur á óvart þessi úrskurður,“ segir hún. Ætlar að hafa samband við hinar tvær Heimildir fréttastofu herma að tvær aðrar konur í sömu deild hafi einnig orðið fyrir barðinu á kynbundnum launamun í störfum sínum fyrir rauða krossinn. „Við erum náttúrlega að skoða þetta mál núna og það sem ég mun gera eftir helgi er að hafa samband við þessa starfsmenn, fara yfir málin með þeim. Komast að því hvað það er sem út af stendur eftir þeirra starfsfólk. Við erum bara að skoða þetta núna af því að, í rauninni, það séu fleiri sem eru ósáttir við starfslok hjá Rauða krossinum, fyrir að verða tveimur árum, það kom mér töluvert á óvart.“ segir Kristín. Sambandið hafi alltaf verið gott Þá herma heimildir að konurnar tvær hafi ekki treyst sér til þess að fara með málið til kærunefndar jafnréttismála og þær hafi hvorki fengið afturvirka leiðréttingu né afsökunarbeiðni. Kristín segist ekki geta rætt mál einstakra starfsmanna „Samband okkar við starfsfólkið var alltaf mjög gott, við kvöddumst í gleði þegar samningnum lauk við dómsmálaráðuneytið. Þess vegna hættu fimmtán manns úr þessum talsmannahópi.“ Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, baðst undan viðtali vegna málsins.
Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira