Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 14:26 Fánunum var flaggað við bæjarskrifstofurnar í gær. Arnar Jónsson Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir málið afar leitt. Hún segir að nýjum fánum verði flaggað seinna í dag. „Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að halda þessari baráttu á lofti,“ segir Regína í samtali við Vísi. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Egill Heiðar Reyr Ágústsson, sem rekur fyrirtækið Á. Óskarsson, flaggaði hinsegin fána á fánastöng fyrirtækisins á sunnudag. Við honum blasti leiðinleg sjón í morgun þegar búið var að skera niður fánann. „Bandið á stönginni var tekið niður líka, þannig að það var erfitt að flagga nýjum fána, við þurftum að taka stöngina niður til þess,“ segir Heiðar. Hópurinn Saman við stöndum, sem Heiðar tilheyrir, ætlar að vera með vagn í gleðigöngunni á laugardaginn. Heiðar segir hópinn hafa ætlað að skreyta vagninn með fánanum því hann væri óvenju stór og fallegur. Nú sé það ekki hægt vegna þess að hann var tekinn. Að sögn Heiðars hefur atvikið verið kært til lögreglu, en engar upplýsingar var að fá frá lögreglunni í tengslum við málið. Ófá dæmi Það sama gerðist á dögunum þegar hinsegin fánar voru skornir niður við bensínstöð Orkunnar við Bústaðaveg. „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga um málið. „Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Þá var hinseginfáni við bensínstöð Orkunnar við Suðurfell sömuleiðis skorinn niður í fyrra. Á sunnudaginn greindi Vísir frá því að poka fullum af hundaskít hafði verið komið fyrir undir hinseginfána í Sandgerði. Regnbogagata máluð í gær Í gær, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, var regnbogagata máluð fyrir framan félagsheimilið Hlégarð af bæjarfulltrúum í tilefni hinsegin daga og afmælisins. „Síðustu misseri hefur orðið vart bakslags í þeirri mannréttindabaráttu sem hinsegin samfélagið hefur leitt og á það sérstaklega við um málefni og hagsmuni trans fólks,“ segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Bæjarráð hvetur íbúa til þess að sýna mannréttindabaráttu hinsegin fólks mikilvægan stuðning með því að taka þátt í dagskrá hinsegin daga. Mosfellsbær Hinsegin dagar hófust á mánudaginn. Fjölbreytt dagskrá hefur verið síðan þá og á laugardaginn klukkan tvö verður gleðigangan gengin í 23. skiptið. Fréttin hefur verið uppfærð. Hinsegin Mosfellsbær Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir málið afar leitt. Hún segir að nýjum fánum verði flaggað seinna í dag. „Þetta sýnir okkur mikilvægi þess að halda þessari baráttu á lofti,“ segir Regína í samtali við Vísi. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.Vísir/Egill Heiðar Reyr Ágústsson, sem rekur fyrirtækið Á. Óskarsson, flaggaði hinsegin fána á fánastöng fyrirtækisins á sunnudag. Við honum blasti leiðinleg sjón í morgun þegar búið var að skera niður fánann. „Bandið á stönginni var tekið niður líka, þannig að það var erfitt að flagga nýjum fána, við þurftum að taka stöngina niður til þess,“ segir Heiðar. Hópurinn Saman við stöndum, sem Heiðar tilheyrir, ætlar að vera með vagn í gleðigöngunni á laugardaginn. Heiðar segir hópinn hafa ætlað að skreyta vagninn með fánanum því hann væri óvenju stór og fallegur. Nú sé það ekki hægt vegna þess að hann var tekinn. Að sögn Heiðars hefur atvikið verið kært til lögreglu, en engar upplýsingar var að fá frá lögreglunni í tengslum við málið. Ófá dæmi Það sama gerðist á dögunum þegar hinsegin fánar voru skornir niður við bensínstöð Orkunnar við Bústaðaveg. „Það jákvæða er að við sjáum að það er engan bilbug að finna á þeim aðilum sem eru að mála götur og flagga. Þessir fánar fara jafnharðan upp aftur og málningarvinna er löguð,“ sagði Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga um málið. „Við þurfum bara að halda áfram að taka á þessu bakslagi saman.“ Á síðasta ári var málað yfir hinsegin fána á gangstétt fyrir utan Grafarvogskirkju og regnbogafáni fyrir utan Hjallakirkju var sömuleiðis rifinn niður stuttu eftir hinsegin daga. Þá var hinseginfáni við bensínstöð Orkunnar við Suðurfell sömuleiðis skorinn niður í fyrra. Á sunnudaginn greindi Vísir frá því að poka fullum af hundaskít hafði verið komið fyrir undir hinseginfána í Sandgerði. Regnbogagata máluð í gær Í gær, á 36 ára afmælisdegi Mosfellsbæjar, var regnbogagata máluð fyrir framan félagsheimilið Hlégarð af bæjarfulltrúum í tilefni hinsegin daga og afmælisins. „Síðustu misseri hefur orðið vart bakslags í þeirri mannréttindabaráttu sem hinsegin samfélagið hefur leitt og á það sérstaklega við um málefni og hagsmuni trans fólks,“ segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Bæjarráð hvetur íbúa til þess að sýna mannréttindabaráttu hinsegin fólks mikilvægan stuðning með því að taka þátt í dagskrá hinsegin daga. Mosfellsbær Hinsegin dagar hófust á mánudaginn. Fjölbreytt dagskrá hefur verið síðan þá og á laugardaginn klukkan tvö verður gleðigangan gengin í 23. skiptið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hinsegin Mosfellsbær Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent