Innlent

Komin heim þremur dögum á eftir á­ætlun

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ferðalag Evu hefur loksins tekið enda. 
Ferðalag Evu hefur loksins tekið enda.  Aðsend

Eva Rún Guðmundsdóttir, sem fljúga átti til Íslands frá Osló á sunnudag er nú komin til landsins, þremur dögum eftir áætlaða heimferð. Hún segist mjög fegin að vera loksins komin heim. 

Á sunnudag var Evu, systur hennar og móður, tjáð að flugi þeirra frá Osló hefð verið aflýst. Eva var í hópi tíu farþega sem útnefndir voru til þess að fljúga til Amsterdam og taka flug þaðan heim.

Í gær var Evu tjáð að flugi hennar frá Amsterdam hefði verið aflýst. Í samtali við Vísi sagðist hún ekki vita hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar hún heyrði þær fréttir. Ferð hennar til Noregs stóð yfir í þrjár nætur. Jafnmargar nætur liðu frá fyrirhugaðri heimferð til eiginlegrar heimferðar Evu. 

„Þetta gekk bara vel í dag,“ segir Eva í samtali við Vísi. Hún segir Icelandair þegar hafa haft samband við hana í tengslum við að fá tjónið bætt. 


Tengdar fréttir

Tíminn á flugvöllum orðinn jafn langur og ferðalagið

Flugi Evu Rúnar Guðmundsdóttir frá Amsterdam til Íslands, sem átti að vera komin til Íslands með flugi Icelandair á sunnudag, hefur verið aflýst. Hún vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar ástæða aflýsingarinnar var gefin upp.

Mar­tröð mæðgna sem áttu að koma til Ís­lands á sunnu­dag

Þrjár íslenskar konur, systur og móðir þeirra, sem reiknuðu með að vera komnar heim til Íslands með flugi Icelandair frá Osló á sunnudagskvöld eru enn ókomnar heim. Þær hafa þurft að yfirgefa flugvél sem var á leiðinni í loftið, bíða í fjórtán klukkustundir á flugvelli og segja upplýsingagjöf í öllu ferlinu hafa verið ábótavant. Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar óþægindin sem farþegar hafa lent í vegna frestana og aflýsinga á flugferðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×