Fréttir

For­dóma­laus vinnu­staður sé eftir­sóttur vinnu­staður

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Einar

Ölgerðin vinnur nú að því að verða íslenska fyrirtækið til að hljóta vottun Samtakanna '78 sem hinseginvænn vinnustaður. Forstjórinn segir heilmikla vinnu framundan sem muni skila sér í eftirsóttum vinnustað. 

Í morgun hringdu Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Kauphallarbjöllunni í nafni fjölbreytileikans á regnbogagötunni við Skólavörðustíg.

Tilefnið er upphaf hinsegin daga, en Ölgerðin vinnur nú að því að verða fyrsta íslenska fyrirtækið til að hljóta vottun Samtakanna 78 sem hinseginvænn vinnustaður.

„Við stefnum af því að hafa hér vinnustað sem er án fordóma, er með umburðarlyndi og tekur vel á móti öllum, segir Andri Þór, aðspurður um hvað feli í sér að hljóta vottun sem hinseginvænn vinnustaður.

“Við höfum lagt mikla áherslu á fjölbreytileika og við trúum því að með fjölbreyttum hópi starfsmanna þá tökum við betri ákvarðanir.”

Hvaða skref eruð þið að taka til að hljóta þessa vottun?

„Við erum fyrst og fremst að greina stöðuna með könnunum. Svo fer í hönd fræðsla, endalaus fræðsla, og við munum sömuleiðis skerpa á öllum stefnum, skilgreiningum og markmiðum. Þannig að það er heilmikil vinna framundan og við stefnum að því að ljúka þessari vinnu um áramótin.”

Mikil lærdómur fólginn í ferlinu

Andri segist stoltur af því að leiða fyrsta fyrirtækið sem vinni þetta mikilvæga verkefni með samtökunum '78.

„Við erum að læra rosalega mikið. Samtökin eru sömuleiðis að læra hvernig þau innleiða þetta sem best, í sem vonandi sem allra flest fyrirtæki á Íslandi.“

Að hans mati sé fordómalaus vinnustaður eftirsóttur vinnustaður.

Við viljum draga til okkar hæfasta starfsfólkið og við viljum að hjarta Ölgerðarinnar slái í takt við hjarta þjóðarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×