Spáir stjórnarslitum á aðventunni Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2023 14:36 Oddný Harðardóttir telur Samfylkinguna græða á ríkisstjórnarsamstarfinu. Stöð 2/Egill Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fylgi Vinstri grænna muni fara í skrúfuna haldi flokkurinn ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk og Framsókn til streitu. Þá spáir hún því að stjórnin springi á næstu aðventu. Þetta kom fram í máli Oddnýar á Sprengisandi í morgun. Þar mætti hún Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Umræðuefnið var eins og gefur að skilja pólitíkin í dag og þá sérstaklega dræmt fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum og ríkisstjórnarsamstarfið. Ósammála um stöðu Bjarna Svo virðist sem mikil óánægja kraumi undir niðri innan Sjálfstæðisflokksins með flokksforystuna. Framámenn í flokknum hafa hver á fætur öðrum lýst yfir óánægju sinni og fylgi flokksins mælist undir tuttugu prósentum, en það hefur ekki gerst lengi. Diljá Mist segist þó telja stöðu Bjarna Benediktssonar sterka og að eðlilegt sé að flokksfélagar geri kröfu um betra samtal við forystuna. Kjörnir fulltrúar flokksins taki það einnig til sín. Oddný segist hins vegar halda að það sé ekki rétt mat. „Ég held að hann standi veikur fyrir og til dæmis er bankasölumálið ekki útkljáð enn þá. Enn er umboðsmaður Alþingis að skoða hvernig hann gætti að hæfi sínu.“ Mikill vandi hjá Vinstri grænum Oddný segir að það sé ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem er í vanda staddur heldur Vinstri græn líka. Þar telur hún að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn dragi verulega úr fylgi þeirra og sömuleiðis stuðningi grasrótarinnar, sem sé óþekkari en grasrót Sjálfstæðisflokksins. „Mér sem jafnaðarmanneskju, sem er vinstri sinnuð, finnst það ekki gott fyrir vinstri pólitík í landinu ef VG fer alveg í skrúfuna sem, því miður, ég held að gerist ef þau halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi.“ Þó segir hún að það gagnist jafnaðarmönnum að ríkisstjórnarsamstarfið haldi sem lengst. Það muni sjást í skoðanakönnunum þegar fram líður. Að lokum spurði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi samstarfskonurnar hverjar þeirra spár um ríkisstjórnina væru og hvort hún muni lifa út árið. Diljá sagðist ekki sjá neitt sem benti til annars en að sama ríkisstjórn yrði eftir áramót en samstarfsflokkarnir þyrftu að vanda sig. „Nú ætla ég að spá. Ég spái því að á aðventunni muni þessi ríkisstjórn springa,“ sagði Oddný. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39 Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32 Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Oddnýar á Sprengisandi í morgun. Þar mætti hún Diljá Mist Einarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks. Umræðuefnið var eins og gefur að skilja pólitíkin í dag og þá sérstaklega dræmt fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum og ríkisstjórnarsamstarfið. Ósammála um stöðu Bjarna Svo virðist sem mikil óánægja kraumi undir niðri innan Sjálfstæðisflokksins með flokksforystuna. Framámenn í flokknum hafa hver á fætur öðrum lýst yfir óánægju sinni og fylgi flokksins mælist undir tuttugu prósentum, en það hefur ekki gerst lengi. Diljá Mist segist þó telja stöðu Bjarna Benediktssonar sterka og að eðlilegt sé að flokksfélagar geri kröfu um betra samtal við forystuna. Kjörnir fulltrúar flokksins taki það einnig til sín. Oddný segist hins vegar halda að það sé ekki rétt mat. „Ég held að hann standi veikur fyrir og til dæmis er bankasölumálið ekki útkljáð enn þá. Enn er umboðsmaður Alþingis að skoða hvernig hann gætti að hæfi sínu.“ Mikill vandi hjá Vinstri grænum Oddný segir að það sé ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem er í vanda staddur heldur Vinstri græn líka. Þar telur hún að samstarf við Sjálfstæðisflokkinn dragi verulega úr fylgi þeirra og sömuleiðis stuðningi grasrótarinnar, sem sé óþekkari en grasrót Sjálfstæðisflokksins. „Mér sem jafnaðarmanneskju, sem er vinstri sinnuð, finnst það ekki gott fyrir vinstri pólitík í landinu ef VG fer alveg í skrúfuna sem, því miður, ég held að gerist ef þau halda áfram í þessu stjórnarsamstarfi.“ Þó segir hún að það gagnist jafnaðarmönnum að ríkisstjórnarsamstarfið haldi sem lengst. Það muni sjást í skoðanakönnunum þegar fram líður. Að lokum spurði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi samstarfskonurnar hverjar þeirra spár um ríkisstjórnina væru og hvort hún muni lifa út árið. Diljá sagðist ekki sjá neitt sem benti til annars en að sama ríkisstjórn yrði eftir áramót en samstarfsflokkarnir þyrftu að vanda sig. „Nú ætla ég að spá. Ég spái því að á aðventunni muni þessi ríkisstjórn springa,“ sagði Oddný.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir „Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39 Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32 Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Við í Framsókn erum sultuslök“ Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra virðist ekki kippa sér mikið upp við yfirlýsingar um titring innan ríkisstjórnarinnar. Þau í Framsóknarflokknum séu róleg og ánægð með samstarfið í ríkisstjórninni. 3. ágúst 2023 16:39
Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. 3. ágúst 2023 12:32
Þriðjungur segist styðja ríkisstjórnina Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur dregist lítillega saman, samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Litlar breytingar hafa þó orðið á fylgi flokka undanfarinn mánuð. 2. ágúst 2023 11:57