Búið að hreinsa eitruðu Bjarnarklóna af lóð N1 Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 22:05 Framkvæmdastjóri N1 segir að sér þyki miður að ekki hafi verið brugðist fyrr við á lóð fyrirtækisins í vesturbæ Reykjavíkur. Flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 hreinsaði eitraða plöntu, Bjarnakló, af lóð fyrirtækisins í Vesturbæ í morgun. Íbúi í hverfinu hefur árum saman kallað eftir aðgerðum en það var ekki fyrr en málið rataði í fjölmiðla að forsvarsmenn brugðust við. Ingibjörg Dalberg, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur er orðin langþreytt á eitraðri plöntu sem hefur eyðilagt garð hennar og valdið bruna á húð tveggja barnabarna. Líkt og Vísir hefur greint frá er lóð nærliggjandi bensínstöðvar N1 undirlögð af plöntunni sem dreifir sér í garðana í kring. Ingibjörg segir að þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki brugðist við hingað til. „Á hverju einasta ári kem ég og ræði við þá, annað hvort sendi ég tölvupóst eða kem og ræði við forsvarsmenn. En ég hef annað að gera í lífinu en að standa í þessu.“ Í gærkvöldi setti Ingibjörg inn færslu á íbúasíðu Vesturbæjar þar sem hún greindi frá raunum sínum og í kjölfarið birtist viðtal við hana á Vísi. Það varð til þess að flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 mættu í morguin og tóku til við að hreinsa lóðina af Bjarnarklóni. „Auðvitað gleðst ég yfir því, frábært, gott. Við eigum auðvitað bara að leysa þetta saman, við, N1 og Reykjavíkurborg, vinna á þessum óþverra,“ segir Ingibjörg. Leitt að ábendingar hafi ekki skilað sér Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1 sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að forsvarsmönnum N1 þyki miður að ábendingar Ingibjargar hafi ekki skilað sér. „Plantan hefur lengi verið til trafala á lóðinni og við töldum að með aðgerðum síðustu ára hefði okkur tekist að halda henni í skefjum, en svo virðist augljóslega ekki vera,“ segir Ýmir. „Eftir að við heyrðum um raunir Ingibjargar settum við okkur í samband við hana og höfum beðið hana innilega afsökunar, auk þess sem flokkur garðyrkjumanna réðst til atlögu gegn plöntunni í morgun. Vonir okkar standa til að með lífrænum lausnum og reglulegum inngripum okkar garðyrkjumana náum við að halda þessum vágesti í skefjum.“ Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Ingibjörg Dalberg, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur er orðin langþreytt á eitraðri plöntu sem hefur eyðilagt garð hennar og valdið bruna á húð tveggja barnabarna. Líkt og Vísir hefur greint frá er lóð nærliggjandi bensínstöðvar N1 undirlögð af plöntunni sem dreifir sér í garðana í kring. Ingibjörg segir að þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki brugðist við hingað til. „Á hverju einasta ári kem ég og ræði við þá, annað hvort sendi ég tölvupóst eða kem og ræði við forsvarsmenn. En ég hef annað að gera í lífinu en að standa í þessu.“ Í gærkvöldi setti Ingibjörg inn færslu á íbúasíðu Vesturbæjar þar sem hún greindi frá raunum sínum og í kjölfarið birtist viðtal við hana á Vísi. Það varð til þess að flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 mættu í morguin og tóku til við að hreinsa lóðina af Bjarnarklóni. „Auðvitað gleðst ég yfir því, frábært, gott. Við eigum auðvitað bara að leysa þetta saman, við, N1 og Reykjavíkurborg, vinna á þessum óþverra,“ segir Ingibjörg. Leitt að ábendingar hafi ekki skilað sér Ýmir Örn Finnbogason, framkvæmdastjóri N1 sagði í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að forsvarsmönnum N1 þyki miður að ábendingar Ingibjargar hafi ekki skilað sér. „Plantan hefur lengi verið til trafala á lóðinni og við töldum að með aðgerðum síðustu ára hefði okkur tekist að halda henni í skefjum, en svo virðist augljóslega ekki vera,“ segir Ýmir. „Eftir að við heyrðum um raunir Ingibjargar settum við okkur í samband við hana og höfum beðið hana innilega afsökunar, auk þess sem flokkur garðyrkjumanna réðst til atlögu gegn plöntunni í morgun. Vonir okkar standa til að með lífrænum lausnum og reglulegum inngripum okkar garðyrkjumana náum við að halda þessum vágesti í skefjum.“
Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira