Langþreytt á eitraðri bjarnarkló eftir að tvö barnabörn brenndust Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2023 21:40 Þegar tólf ára barnabarn Ingibjargar brann á höndum árið 2017 þekkti fjölskyldan ekki til þess hve hættuleg bjarnarklóin getur verið. Síðan hefur lítið gerst og bjarnarklóin enn til trafala. Íbúi í vesturbæ Reykjavíkur segist vera orðin langþreytt á bjarnarkló sem gert hefur sig heimakomna í garðinum hennar. Barnabarn hennar brenndist á fótum við garðvinnu en sex ár eru síðan annað barnabarn hennar brenndist illa á höndum vegna plöntunnar. Hún segist þreytt á því sem hún segir slæma umhirðu bensínstöðvarinnar N1 um lóð fyrirtækisins, þaðan sem hún segir bjarnarklóna koma. „Ég verð bara að segja það alveg eins og er að mér varð illa brugðið. Að barnabörnin mín særist síendurtekið af þessu og það er eins og þeir hjá N1 hafi engan áhuga á að bæta úr málunum,“ segir Ingibjörg Dalberg, íbúi við Hofsvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Að sögn Ingibjargar er lóð nærliggjandi bensínstöðvar undirlögð af plöntunni. Sextán ára barnabarn hennar var að hjálpa henni við garðvinnu í gær, íklædd hlífðarfatnaði en brá sér í örskamma stund í stuttbuxur vegna hitans. Hún hafi vitað af bjarnarklónni og því farið að öllu með gát, en allt kom fyrir ekki. Sextán ára barnabarn Ingibjargar brenndist á fótum eftir stutta stund í stuttbuxum. Ingibjörg Dalberg „Ætli þetta hafi ekki verið rétt rúmlega tíu mínútur. Hún losaði sláttuvélina í pokann og þá hefur eitthvað greinilega snert á henni hnéin og þá kemur þetta daginn eftir,“ segir Ingibjörg. Hún segist hafa rætt málið við forsvarsmenn N1 sem ekki hafi gefið málinu neinn gaum. „Ég hef farið á hverju einasta ári í að minnsta kosti tíu ár að ræða þetta við þá. Eða sent þeim bréf í höfuðstöðvarnar og ætla þeim ekkert illt en þeir segjast alltaf ætla að skoða þetta en svo gerist ekkert. Það er allt blómstrandi hjá þeim og fýkur svo inn á lóðina hjá mér.“ Ingibjörg segist vera orðin langþreytt á nokkurra ára baráttu við bjarnarklóna. Saknar þess að borgin sinni málunum Eftir að brunasár 12 ára gamals barnabarns Ingibjargar á höndum komust í fréttirnar árið 2017 skar Reykjavíkurborg upp herör gegn bjarnarklónni, líkt og fréttastofa greindi frá á sínum tíma. Ingibjörg segist sakna þess að borgin sinni málunum. „Það er allt í kafi í þessu við strætóskýlið sem er hér rétt hjá. Það er erfitt fyrir okkur íbúa að fyrirtæki líkt og N1 og borgin komist upp með það að gera ekkert í málunum þannig að þetta smitast svona á milli. Þegar svona planta kemst inn á lóðina að þá festist hún í jarðvegnum. Ætli grasflötin mín sé ekki orðin 80 prósent plantan og 20 prósent gras, þannig að garðurinn er alveg undirlagður af þessari plöntu.“ Ingibjörg segist af illri nauðsyn stundum hafa gripið til sinna eigin ráða og farið inn á lóð N1 og klippt blómin af plöntunni til að koma í veg fyrir að hún dreifi sér frekar. „Ég hef ekki haft neitt val, vegna þess að þeir hlusta ekkert. Þeir hafa stundum sent garðyrkjumenn síðustu ár en þeir taka aldrei upp rótina, sem nær lengst niður í jörðina. Skrúðgarðameistari sem við höfum rætt við hefur sagt okkur að það þurfi að skipta algjörlega um jarðveg, skipta um allt saman.“ Ingibjörg segir forsvarsmenn N1 ekki hafa gert neitt í bjarnarklónni á lóð sinni í vesturbæ. Ingibjörg Dalberg Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
„Ég verð bara að segja það alveg eins og er að mér varð illa brugðið. Að barnabörnin mín særist síendurtekið af þessu og það er eins og þeir hjá N1 hafi engan áhuga á að bæta úr málunum,“ segir Ingibjörg Dalberg, íbúi við Hofsvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Að sögn Ingibjargar er lóð nærliggjandi bensínstöðvar undirlögð af plöntunni. Sextán ára barnabarn hennar var að hjálpa henni við garðvinnu í gær, íklædd hlífðarfatnaði en brá sér í örskamma stund í stuttbuxur vegna hitans. Hún hafi vitað af bjarnarklónni og því farið að öllu með gát, en allt kom fyrir ekki. Sextán ára barnabarn Ingibjargar brenndist á fótum eftir stutta stund í stuttbuxum. Ingibjörg Dalberg „Ætli þetta hafi ekki verið rétt rúmlega tíu mínútur. Hún losaði sláttuvélina í pokann og þá hefur eitthvað greinilega snert á henni hnéin og þá kemur þetta daginn eftir,“ segir Ingibjörg. Hún segist hafa rætt málið við forsvarsmenn N1 sem ekki hafi gefið málinu neinn gaum. „Ég hef farið á hverju einasta ári í að minnsta kosti tíu ár að ræða þetta við þá. Eða sent þeim bréf í höfuðstöðvarnar og ætla þeim ekkert illt en þeir segjast alltaf ætla að skoða þetta en svo gerist ekkert. Það er allt blómstrandi hjá þeim og fýkur svo inn á lóðina hjá mér.“ Ingibjörg segist vera orðin langþreytt á nokkurra ára baráttu við bjarnarklóna. Saknar þess að borgin sinni málunum Eftir að brunasár 12 ára gamals barnabarns Ingibjargar á höndum komust í fréttirnar árið 2017 skar Reykjavíkurborg upp herör gegn bjarnarklónni, líkt og fréttastofa greindi frá á sínum tíma. Ingibjörg segist sakna þess að borgin sinni málunum. „Það er allt í kafi í þessu við strætóskýlið sem er hér rétt hjá. Það er erfitt fyrir okkur íbúa að fyrirtæki líkt og N1 og borgin komist upp með það að gera ekkert í málunum þannig að þetta smitast svona á milli. Þegar svona planta kemst inn á lóðina að þá festist hún í jarðvegnum. Ætli grasflötin mín sé ekki orðin 80 prósent plantan og 20 prósent gras, þannig að garðurinn er alveg undirlagður af þessari plöntu.“ Ingibjörg segist af illri nauðsyn stundum hafa gripið til sinna eigin ráða og farið inn á lóð N1 og klippt blómin af plöntunni til að koma í veg fyrir að hún dreifi sér frekar. „Ég hef ekki haft neitt val, vegna þess að þeir hlusta ekkert. Þeir hafa stundum sent garðyrkjumenn síðustu ár en þeir taka aldrei upp rótina, sem nær lengst niður í jörðina. Skrúðgarðameistari sem við höfum rætt við hefur sagt okkur að það þurfi að skipta algjörlega um jarðveg, skipta um allt saman.“ Ingibjörg segir forsvarsmenn N1 ekki hafa gert neitt í bjarnarklónni á lóð sinni í vesturbæ. Ingibjörg Dalberg
Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira