Langþreytt á eitraðri bjarnarkló eftir að tvö barnabörn brenndust Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2023 21:40 Þegar tólf ára barnabarn Ingibjargar brann á höndum árið 2017 þekkti fjölskyldan ekki til þess hve hættuleg bjarnarklóin getur verið. Síðan hefur lítið gerst og bjarnarklóin enn til trafala. Íbúi í vesturbæ Reykjavíkur segist vera orðin langþreytt á bjarnarkló sem gert hefur sig heimakomna í garðinum hennar. Barnabarn hennar brenndist á fótum við garðvinnu en sex ár eru síðan annað barnabarn hennar brenndist illa á höndum vegna plöntunnar. Hún segist þreytt á því sem hún segir slæma umhirðu bensínstöðvarinnar N1 um lóð fyrirtækisins, þaðan sem hún segir bjarnarklóna koma. „Ég verð bara að segja það alveg eins og er að mér varð illa brugðið. Að barnabörnin mín særist síendurtekið af þessu og það er eins og þeir hjá N1 hafi engan áhuga á að bæta úr málunum,“ segir Ingibjörg Dalberg, íbúi við Hofsvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Að sögn Ingibjargar er lóð nærliggjandi bensínstöðvar undirlögð af plöntunni. Sextán ára barnabarn hennar var að hjálpa henni við garðvinnu í gær, íklædd hlífðarfatnaði en brá sér í örskamma stund í stuttbuxur vegna hitans. Hún hafi vitað af bjarnarklónni og því farið að öllu með gát, en allt kom fyrir ekki. Sextán ára barnabarn Ingibjargar brenndist á fótum eftir stutta stund í stuttbuxum. Ingibjörg Dalberg „Ætli þetta hafi ekki verið rétt rúmlega tíu mínútur. Hún losaði sláttuvélina í pokann og þá hefur eitthvað greinilega snert á henni hnéin og þá kemur þetta daginn eftir,“ segir Ingibjörg. Hún segist hafa rætt málið við forsvarsmenn N1 sem ekki hafi gefið málinu neinn gaum. „Ég hef farið á hverju einasta ári í að minnsta kosti tíu ár að ræða þetta við þá. Eða sent þeim bréf í höfuðstöðvarnar og ætla þeim ekkert illt en þeir segjast alltaf ætla að skoða þetta en svo gerist ekkert. Það er allt blómstrandi hjá þeim og fýkur svo inn á lóðina hjá mér.“ Ingibjörg segist vera orðin langþreytt á nokkurra ára baráttu við bjarnarklóna. Saknar þess að borgin sinni málunum Eftir að brunasár 12 ára gamals barnabarns Ingibjargar á höndum komust í fréttirnar árið 2017 skar Reykjavíkurborg upp herör gegn bjarnarklónni, líkt og fréttastofa greindi frá á sínum tíma. Ingibjörg segist sakna þess að borgin sinni málunum. „Það er allt í kafi í þessu við strætóskýlið sem er hér rétt hjá. Það er erfitt fyrir okkur íbúa að fyrirtæki líkt og N1 og borgin komist upp með það að gera ekkert í málunum þannig að þetta smitast svona á milli. Þegar svona planta kemst inn á lóðina að þá festist hún í jarðvegnum. Ætli grasflötin mín sé ekki orðin 80 prósent plantan og 20 prósent gras, þannig að garðurinn er alveg undirlagður af þessari plöntu.“ Ingibjörg segist af illri nauðsyn stundum hafa gripið til sinna eigin ráða og farið inn á lóð N1 og klippt blómin af plöntunni til að koma í veg fyrir að hún dreifi sér frekar. „Ég hef ekki haft neitt val, vegna þess að þeir hlusta ekkert. Þeir hafa stundum sent garðyrkjumenn síðustu ár en þeir taka aldrei upp rótina, sem nær lengst niður í jörðina. Skrúðgarðameistari sem við höfum rætt við hefur sagt okkur að það þurfi að skipta algjörlega um jarðveg, skipta um allt saman.“ Ingibjörg segir forsvarsmenn N1 ekki hafa gert neitt í bjarnarklónni á lóð sinni í vesturbæ. Ingibjörg Dalberg Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Ég verð bara að segja það alveg eins og er að mér varð illa brugðið. Að barnabörnin mín særist síendurtekið af þessu og það er eins og þeir hjá N1 hafi engan áhuga á að bæta úr málunum,“ segir Ingibjörg Dalberg, íbúi við Hofsvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur, í samtali við Vísi. Að sögn Ingibjargar er lóð nærliggjandi bensínstöðvar undirlögð af plöntunni. Sextán ára barnabarn hennar var að hjálpa henni við garðvinnu í gær, íklædd hlífðarfatnaði en brá sér í örskamma stund í stuttbuxur vegna hitans. Hún hafi vitað af bjarnarklónni og því farið að öllu með gát, en allt kom fyrir ekki. Sextán ára barnabarn Ingibjargar brenndist á fótum eftir stutta stund í stuttbuxum. Ingibjörg Dalberg „Ætli þetta hafi ekki verið rétt rúmlega tíu mínútur. Hún losaði sláttuvélina í pokann og þá hefur eitthvað greinilega snert á henni hnéin og þá kemur þetta daginn eftir,“ segir Ingibjörg. Hún segist hafa rætt málið við forsvarsmenn N1 sem ekki hafi gefið málinu neinn gaum. „Ég hef farið á hverju einasta ári í að minnsta kosti tíu ár að ræða þetta við þá. Eða sent þeim bréf í höfuðstöðvarnar og ætla þeim ekkert illt en þeir segjast alltaf ætla að skoða þetta en svo gerist ekkert. Það er allt blómstrandi hjá þeim og fýkur svo inn á lóðina hjá mér.“ Ingibjörg segist vera orðin langþreytt á nokkurra ára baráttu við bjarnarklóna. Saknar þess að borgin sinni málunum Eftir að brunasár 12 ára gamals barnabarns Ingibjargar á höndum komust í fréttirnar árið 2017 skar Reykjavíkurborg upp herör gegn bjarnarklónni, líkt og fréttastofa greindi frá á sínum tíma. Ingibjörg segist sakna þess að borgin sinni málunum. „Það er allt í kafi í þessu við strætóskýlið sem er hér rétt hjá. Það er erfitt fyrir okkur íbúa að fyrirtæki líkt og N1 og borgin komist upp með það að gera ekkert í málunum þannig að þetta smitast svona á milli. Þegar svona planta kemst inn á lóðina að þá festist hún í jarðvegnum. Ætli grasflötin mín sé ekki orðin 80 prósent plantan og 20 prósent gras, þannig að garðurinn er alveg undirlagður af þessari plöntu.“ Ingibjörg segist af illri nauðsyn stundum hafa gripið til sinna eigin ráða og farið inn á lóð N1 og klippt blómin af plöntunni til að koma í veg fyrir að hún dreifi sér frekar. „Ég hef ekki haft neitt val, vegna þess að þeir hlusta ekkert. Þeir hafa stundum sent garðyrkjumenn síðustu ár en þeir taka aldrei upp rótina, sem nær lengst niður í jörðina. Skrúðgarðameistari sem við höfum rætt við hefur sagt okkur að það þurfi að skipta algjörlega um jarðveg, skipta um allt saman.“ Ingibjörg segir forsvarsmenn N1 ekki hafa gert neitt í bjarnarklónni á lóð sinni í vesturbæ. Ingibjörg Dalberg
Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent