Elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild kominn heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. ágúst 2023 17:00 Hilmar Thorarensen með Hönnu ST-49. Vísir/Einar Elsti bátur landsins með fiskveiðiheimild, sem er jafnframt sá minnsti, er kominn aftur til Reykjavíkur eftir að hafa verið á Ströndum í meira en sex áratugi. Eigandinn hefur rakið sögu bátsins til 1899, en telur að hann gæti verið enn eldri. Hanna ST-49 á langa sögu. Hún á 60 ára sögu í Reykjavík og hátt í 65 ára sögu norður á Ströndum. Nú er báturinn kominn aftur heim til Reykjavíkur. Báturinn var byggður í Noregi, en eigandi hans hefur rakið sögu hans á Íslandi aftur til ársins 1899, og telur hann sennilega hafa verið byggðan einu til tveimur árum fyrr. Sá sem þá hafi átt bátinn hafi verið Guðmundur Jónsson frá Helgastöðum í Reykjavík. Í kringum 1950 hafi báturinn verið dreginn á land í Örfirisey. Nokkrum árum síðar hafi faðir Hilmars Thorarensen, eiganda bátsins, verið fenginn til að færa vélina úr bátnum og í annan, og fengið Hönnu að launum. Þá fór báturinn norður á Gjögur. „Pabbi gerði síðan bátinn upp, hækkaði hann um eitt borð og setti á hann hvalbak og húsið, og dró borðstokkana inn sem ekki var áður,“ segir Hilmar Frá Ströndum hafi reglulega verið róið til fiskjar, en Hanna er elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild. Hilmar hefur farið á strandveiðar frá Norðurfirði undanfarin ár, en hann erfði bátinn árið 1996. „Ég var á strandveiðum í sumar, reyndar svolítið stopult. Maður elskar sjálfan sig og fjölskyldu sína, og var þá ekkert að nýta alla dagana. En ég fékk 6,4 tonn. Ég hef verið að fá 10, 12 tonn á strandveiðunum þegar ég hef stundað þetta bærilega.“ „Það er nú eiginlega eingöngu þorskur þarna, sem maður fær. Maður fær í soðið af ýsu og stöku lok, en maður verður nú að sleppa þeim,“ segir Hilmar. Reynir að fá fisk í soðið Nú er báturinn hins vegar kominn til Reykjavíkur, og framhaldið er óráðið. „Svona gamlir menn geta nú ekki planað mikið, en ég hef hug á því að koma bátnum á flot hérna núna, og vita hvort ég fæ fisk í soðið.“ Ekki sé öruggt að báturinn haldist innan ættarinnar eftir daga Hilmars, en hann á tvo syni. „Þeir hafa nú verið með mér á sjónum en þeir eru bara í öðrum hlutverkum, og þeir hafa ekki sýnt neinn lit í því að ætla að taka við þessu. Það verður bara að segjast eins og er,“ segir Hilmar hlæjandi, og virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu öllu saman. Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Hanna ST-49 á langa sögu. Hún á 60 ára sögu í Reykjavík og hátt í 65 ára sögu norður á Ströndum. Nú er báturinn kominn aftur heim til Reykjavíkur. Báturinn var byggður í Noregi, en eigandi hans hefur rakið sögu hans á Íslandi aftur til ársins 1899, og telur hann sennilega hafa verið byggðan einu til tveimur árum fyrr. Sá sem þá hafi átt bátinn hafi verið Guðmundur Jónsson frá Helgastöðum í Reykjavík. Í kringum 1950 hafi báturinn verið dreginn á land í Örfirisey. Nokkrum árum síðar hafi faðir Hilmars Thorarensen, eiganda bátsins, verið fenginn til að færa vélina úr bátnum og í annan, og fengið Hönnu að launum. Þá fór báturinn norður á Gjögur. „Pabbi gerði síðan bátinn upp, hækkaði hann um eitt borð og setti á hann hvalbak og húsið, og dró borðstokkana inn sem ekki var áður,“ segir Hilmar Frá Ströndum hafi reglulega verið róið til fiskjar, en Hanna er elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild. Hilmar hefur farið á strandveiðar frá Norðurfirði undanfarin ár, en hann erfði bátinn árið 1996. „Ég var á strandveiðum í sumar, reyndar svolítið stopult. Maður elskar sjálfan sig og fjölskyldu sína, og var þá ekkert að nýta alla dagana. En ég fékk 6,4 tonn. Ég hef verið að fá 10, 12 tonn á strandveiðunum þegar ég hef stundað þetta bærilega.“ „Það er nú eiginlega eingöngu þorskur þarna, sem maður fær. Maður fær í soðið af ýsu og stöku lok, en maður verður nú að sleppa þeim,“ segir Hilmar. Reynir að fá fisk í soðið Nú er báturinn hins vegar kominn til Reykjavíkur, og framhaldið er óráðið. „Svona gamlir menn geta nú ekki planað mikið, en ég hef hug á því að koma bátnum á flot hérna núna, og vita hvort ég fæ fisk í soðið.“ Ekki sé öruggt að báturinn haldist innan ættarinnar eftir daga Hilmars, en hann á tvo syni. „Þeir hafa nú verið með mér á sjónum en þeir eru bara í öðrum hlutverkum, og þeir hafa ekki sýnt neinn lit í því að ætla að taka við þessu. Það verður bara að segjast eins og er,“ segir Hilmar hlæjandi, og virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu öllu saman.
Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira