Elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild kominn heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. ágúst 2023 17:00 Hilmar Thorarensen með Hönnu ST-49. Vísir/Einar Elsti bátur landsins með fiskveiðiheimild, sem er jafnframt sá minnsti, er kominn aftur til Reykjavíkur eftir að hafa verið á Ströndum í meira en sex áratugi. Eigandinn hefur rakið sögu bátsins til 1899, en telur að hann gæti verið enn eldri. Hanna ST-49 á langa sögu. Hún á 60 ára sögu í Reykjavík og hátt í 65 ára sögu norður á Ströndum. Nú er báturinn kominn aftur heim til Reykjavíkur. Báturinn var byggður í Noregi, en eigandi hans hefur rakið sögu hans á Íslandi aftur til ársins 1899, og telur hann sennilega hafa verið byggðan einu til tveimur árum fyrr. Sá sem þá hafi átt bátinn hafi verið Guðmundur Jónsson frá Helgastöðum í Reykjavík. Í kringum 1950 hafi báturinn verið dreginn á land í Örfirisey. Nokkrum árum síðar hafi faðir Hilmars Thorarensen, eiganda bátsins, verið fenginn til að færa vélina úr bátnum og í annan, og fengið Hönnu að launum. Þá fór báturinn norður á Gjögur. „Pabbi gerði síðan bátinn upp, hækkaði hann um eitt borð og setti á hann hvalbak og húsið, og dró borðstokkana inn sem ekki var áður,“ segir Hilmar Frá Ströndum hafi reglulega verið róið til fiskjar, en Hanna er elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild. Hilmar hefur farið á strandveiðar frá Norðurfirði undanfarin ár, en hann erfði bátinn árið 1996. „Ég var á strandveiðum í sumar, reyndar svolítið stopult. Maður elskar sjálfan sig og fjölskyldu sína, og var þá ekkert að nýta alla dagana. En ég fékk 6,4 tonn. Ég hef verið að fá 10, 12 tonn á strandveiðunum þegar ég hef stundað þetta bærilega.“ „Það er nú eiginlega eingöngu þorskur þarna, sem maður fær. Maður fær í soðið af ýsu og stöku lok, en maður verður nú að sleppa þeim,“ segir Hilmar. Reynir að fá fisk í soðið Nú er báturinn hins vegar kominn til Reykjavíkur, og framhaldið er óráðið. „Svona gamlir menn geta nú ekki planað mikið, en ég hef hug á því að koma bátnum á flot hérna núna, og vita hvort ég fæ fisk í soðið.“ Ekki sé öruggt að báturinn haldist innan ættarinnar eftir daga Hilmars, en hann á tvo syni. „Þeir hafa nú verið með mér á sjónum en þeir eru bara í öðrum hlutverkum, og þeir hafa ekki sýnt neinn lit í því að ætla að taka við þessu. Það verður bara að segjast eins og er,“ segir Hilmar hlæjandi, og virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu öllu saman. Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Hanna ST-49 á langa sögu. Hún á 60 ára sögu í Reykjavík og hátt í 65 ára sögu norður á Ströndum. Nú er báturinn kominn aftur heim til Reykjavíkur. Báturinn var byggður í Noregi, en eigandi hans hefur rakið sögu hans á Íslandi aftur til ársins 1899, og telur hann sennilega hafa verið byggðan einu til tveimur árum fyrr. Sá sem þá hafi átt bátinn hafi verið Guðmundur Jónsson frá Helgastöðum í Reykjavík. Í kringum 1950 hafi báturinn verið dreginn á land í Örfirisey. Nokkrum árum síðar hafi faðir Hilmars Thorarensen, eiganda bátsins, verið fenginn til að færa vélina úr bátnum og í annan, og fengið Hönnu að launum. Þá fór báturinn norður á Gjögur. „Pabbi gerði síðan bátinn upp, hækkaði hann um eitt borð og setti á hann hvalbak og húsið, og dró borðstokkana inn sem ekki var áður,“ segir Hilmar Frá Ströndum hafi reglulega verið róið til fiskjar, en Hanna er elsti og minnsti bátur landsins með fiskveiðiheimild. Hilmar hefur farið á strandveiðar frá Norðurfirði undanfarin ár, en hann erfði bátinn árið 1996. „Ég var á strandveiðum í sumar, reyndar svolítið stopult. Maður elskar sjálfan sig og fjölskyldu sína, og var þá ekkert að nýta alla dagana. En ég fékk 6,4 tonn. Ég hef verið að fá 10, 12 tonn á strandveiðunum þegar ég hef stundað þetta bærilega.“ „Það er nú eiginlega eingöngu þorskur þarna, sem maður fær. Maður fær í soðið af ýsu og stöku lok, en maður verður nú að sleppa þeim,“ segir Hilmar. Reynir að fá fisk í soðið Nú er báturinn hins vegar kominn til Reykjavíkur, og framhaldið er óráðið. „Svona gamlir menn geta nú ekki planað mikið, en ég hef hug á því að koma bátnum á flot hérna núna, og vita hvort ég fæ fisk í soðið.“ Ekki sé öruggt að báturinn haldist innan ættarinnar eftir daga Hilmars, en hann á tvo syni. „Þeir hafa nú verið með mér á sjónum en þeir eru bara í öðrum hlutverkum, og þeir hafa ekki sýnt neinn lit í því að ætla að taka við þessu. Það verður bara að segjast eins og er,“ segir Hilmar hlæjandi, og virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu öllu saman.
Sjávarútvegur Reykjavík Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira