Hætt kominn þegar hann lét sig „húrra fram af“ Litla-Hrúti með svifvæng Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2023 08:44 Eldgosið við Litla-Hrút sem hófst 10. júlí er mikið sjónarspil og leggja margir mikið á sig til að sjá það með berum augum. vísir/vilhelm Tvær þyrlur lentu á fjallinu Litla-Hrúti í gærkvöldi og mátti litlu muna að illa færi þegar erlendur ferðamaður lét sig „húrra fram af fjallinu“ með svifvæng, að sögn lögreglu. Litli-Hrútur er á skilgreindu hættusvæði og almenningi því óheimilt að fara á fjallið. Gönguleiðir að eldgosinu verða opnar til klukkan 18 í dag og er opið inn á svæðið frá Suðurstrandavegi. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að umræddur ferðamaður hafi flogið fram af Litla-Hrúti og verið nálægt því að slasa sig þegar hann lenti. „Hann komst svona þokkalega frá því en það mátti ekki miklu muna.“ Hann veit ekki til þess að fólk hafi reynt þetta áður við gosið en annað gildir um hegðun þyrluflugmanna. „Ég geri ráð fyrir að þyrlan hafi nú gert þetta áður en það er ákveðið vandamál að þyrluflugmenn skuli ekki virða reglur þarna inni á svæðinu. Það er eiginlega bara óboðlegt að mínu mati,“ segir Úlfar í samtali við fréttastofu. Gönguleiðum var lokað klukkan 18 í gær og gekk lokunin almennt vel, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu en að venju þurftu nokkrir ferðamenn á aðstoð að halda. Í dag er spáð fimm til tíu metrum á sekúndu á svæðinu og gert ráð fyrir því að gosmengunin berist til suðurs og suðausturs. Á göngukortinu má sjá merkt hættusvæði sem er bannsvæði samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra.Lögreglan Áfram bannað að fara á Keili og Litla-Hrút Að sögn lögreglu er almenningi sem fyrr skylt að hlýða fyrirmælum og halda sig frá skilgreindu hættusvæði, en innan þeirra eru til að mynda fjöllin Litli-Hrútur og Keilir. Lögregla mælir með því að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldum og fari ekki með börn á svæðið vegna hugsanlegrar gasmengunar og reyks frá gróðureldum. Hið sama eigi við um þungaðar konur og fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma. „Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið. Ganga þarf um 18 km leið fram og til baka. Gönguferðin hentar því alls ekki öllum. Gangan fram og til baka getur tekið 5 til 7 klukkustundir. Aðrar merktar gönguleiðir eru jafnframt opnar. Meradalaleið (leið E) var opnuð daginn eftir að gos hófst. Leiðin liggur til norðausturs frá bílastæði í Stóra Leirdal í átt að útsýnisstað á Hraunsels – Vatnsfelli,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þá vekur lögreglustjóri athygli á því að gönguleið A sé mun erfiðari gönguleið en leið E og ekki sjáist til gosstöðvanna á leið A. Aðstæður geti breyst skyndilega Lögreglumenn, landverðir og sjúkraflutningamenn verða á svæðinu í dag og björgunarsveitir kallaðar til ef sinna þarf útköllum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.“ Fólk er beðið um að leggja bílum á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við lögreglustjóra. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að umræddur ferðamaður hafi flogið fram af Litla-Hrúti og verið nálægt því að slasa sig þegar hann lenti. „Hann komst svona þokkalega frá því en það mátti ekki miklu muna.“ Hann veit ekki til þess að fólk hafi reynt þetta áður við gosið en annað gildir um hegðun þyrluflugmanna. „Ég geri ráð fyrir að þyrlan hafi nú gert þetta áður en það er ákveðið vandamál að þyrluflugmenn skuli ekki virða reglur þarna inni á svæðinu. Það er eiginlega bara óboðlegt að mínu mati,“ segir Úlfar í samtali við fréttastofu. Gönguleiðum var lokað klukkan 18 í gær og gekk lokunin almennt vel, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu en að venju þurftu nokkrir ferðamenn á aðstoð að halda. Í dag er spáð fimm til tíu metrum á sekúndu á svæðinu og gert ráð fyrir því að gosmengunin berist til suðurs og suðausturs. Á göngukortinu má sjá merkt hættusvæði sem er bannsvæði samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra.Lögreglan Áfram bannað að fara á Keili og Litla-Hrút Að sögn lögreglu er almenningi sem fyrr skylt að hlýða fyrirmælum og halda sig frá skilgreindu hættusvæði, en innan þeirra eru til að mynda fjöllin Litli-Hrútur og Keilir. Lögregla mælir með því að fólk noti rykgrímur til að forðast mengun frá gróðureldum og fari ekki með börn á svæðið vegna hugsanlegrar gasmengunar og reyks frá gróðureldum. Hið sama eigi við um þungaðar konur og fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma. „Að mati lögreglustjóra er ekki forsvaranlegt að halda gönguleiðum opnum allan sólarhringinn. Af öryggisástæðum verður gönguleiðum frá Suðurstrandarvegi því lokað daglega kl. 18, eða fyrr eða seinna eftir atvikum, þegar opið er. Sú ákvörðun gildir á meðan gos stendur yfir við fjallið Litla Hrút. Vigdísarvallavegi verður lokað samhliða lokun gönguleiða,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. „Leið upp að gosstöðvunum er það sem viðbragðsaðilar kalla Meradalaleið. Ganga þarf um 18 km leið fram og til baka. Gönguferðin hentar því alls ekki öllum. Gangan fram og til baka getur tekið 5 til 7 klukkustundir. Aðrar merktar gönguleiðir eru jafnframt opnar. Meradalaleið (leið E) var opnuð daginn eftir að gos hófst. Leiðin liggur til norðausturs frá bílastæði í Stóra Leirdal í átt að útsýnisstað á Hraunsels – Vatnsfelli,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þá vekur lögreglustjóri athygli á því að gönguleið A sé mun erfiðari gönguleið en leið E og ekki sjáist til gosstöðvanna á leið A. Aðstæður geti breyst skyndilega Lögreglumenn, landverðir og sjúkraflutningamenn verða á svæðinu í dag og björgunarsveitir kallaðar til ef sinna þarf útköllum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum.“ Fólk er beðið um að leggja bílum á merktum stæðum við Suðurstrandarveg en ekki í vegkanti Suðurstrandarvegar. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við lögreglustjóra.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira