„Þetta verður algjör umbylting fyrir bæinn“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. júlí 2023 19:18 Viðbyggingin kostar um sex milljarða króna. Stórum áfanga nýrrar viðbyggingar við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði lauk í dag. Um sex milljarða króna verkefni er að ræða og eru áætluð verklok eftir tvö og hálft ár. Hafnfirðingar vinna nú að því að stækka verslunarkjarna sinn, Fjörðinn. Verður þar hægt að finna bókasafn, matvöruverslun og lúxusíbúðir. Í dag lauk fyrsta áfanga verkefnisins þegar klárað var að steypa botnplötu viðbyggingarinnar. Viðbyggingin verður níu þúsund fermetrar en þegar verkinu er lokið verður hægt að finna þar bílakjallara, lúxusíbúðir, hótelíbúðir, almenningsgarð, matvöruverslun og fleira. Í Firðinum verður meðal annars hægt að komast í matvörubúð og almenningsgarð. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir mikla eftirspurn hafa verið eftir þessari viðbyggingu. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir góðu verslunar og þjónusturými hér í miðbænum undanfarin ár. Með þessari framkvæmd er verið að fullnægja þeirri þörf af mörgu leyti. Það er mikið tilhlökkunarefni, það verður mikil umbylting fyrir Hafnarfjarðarbæ og alla þegar þetta verður risið og komið í notkun,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir/Arnar Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins, tekur undir með Rósu. „Við erum fyrst og fremst að reyna að byggja miðbæ Hafnarfjarðar. Það hefur til dæmis vantað matvöruverslun í miðbæinn. Bærinn sjálfur er að stækka ört og við ætlum að koma með alla þá þjónustu sem Hafnfirðingar og aðrir gestir vilja sækja,“ segir Guðmundur. Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins.Vísir/Arnar Verklok eru áætluð eftir tvö og hálft ár og er gert ráð fyrir að viðbyggingin muni kosta sex milljarða króna. „Við hlökkum mjög mikið til að þetta verði komið upp og komið í notkun. Þetta verður algjör umbylting fyrir bæinn,“ segir Rósa að lokum. Hafnarfjörður Verslun Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Hafnfirðingar vinna nú að því að stækka verslunarkjarna sinn, Fjörðinn. Verður þar hægt að finna bókasafn, matvöruverslun og lúxusíbúðir. Í dag lauk fyrsta áfanga verkefnisins þegar klárað var að steypa botnplötu viðbyggingarinnar. Viðbyggingin verður níu þúsund fermetrar en þegar verkinu er lokið verður hægt að finna þar bílakjallara, lúxusíbúðir, hótelíbúðir, almenningsgarð, matvöruverslun og fleira. Í Firðinum verður meðal annars hægt að komast í matvörubúð og almenningsgarð. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir mikla eftirspurn hafa verið eftir þessari viðbyggingu. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir góðu verslunar og þjónusturými hér í miðbænum undanfarin ár. Með þessari framkvæmd er verið að fullnægja þeirri þörf af mörgu leyti. Það er mikið tilhlökkunarefni, það verður mikil umbylting fyrir Hafnarfjarðarbæ og alla þegar þetta verður risið og komið í notkun,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir/Arnar Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins, tekur undir með Rósu. „Við erum fyrst og fremst að reyna að byggja miðbæ Hafnarfjarðar. Það hefur til dæmis vantað matvöruverslun í miðbæinn. Bærinn sjálfur er að stækka ört og við ætlum að koma með alla þá þjónustu sem Hafnfirðingar og aðrir gestir vilja sækja,“ segir Guðmundur. Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins.Vísir/Arnar Verklok eru áætluð eftir tvö og hálft ár og er gert ráð fyrir að viðbyggingin muni kosta sex milljarða króna. „Við hlökkum mjög mikið til að þetta verði komið upp og komið í notkun. Þetta verður algjör umbylting fyrir bæinn,“ segir Rósa að lokum.
Hafnarfjörður Verslun Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira