„Þetta verður algjör umbylting fyrir bæinn“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. júlí 2023 19:18 Viðbyggingin kostar um sex milljarða króna. Stórum áfanga nýrrar viðbyggingar við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði lauk í dag. Um sex milljarða króna verkefni er að ræða og eru áætluð verklok eftir tvö og hálft ár. Hafnfirðingar vinna nú að því að stækka verslunarkjarna sinn, Fjörðinn. Verður þar hægt að finna bókasafn, matvöruverslun og lúxusíbúðir. Í dag lauk fyrsta áfanga verkefnisins þegar klárað var að steypa botnplötu viðbyggingarinnar. Viðbyggingin verður níu þúsund fermetrar en þegar verkinu er lokið verður hægt að finna þar bílakjallara, lúxusíbúðir, hótelíbúðir, almenningsgarð, matvöruverslun og fleira. Í Firðinum verður meðal annars hægt að komast í matvörubúð og almenningsgarð. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir mikla eftirspurn hafa verið eftir þessari viðbyggingu. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir góðu verslunar og þjónusturými hér í miðbænum undanfarin ár. Með þessari framkvæmd er verið að fullnægja þeirri þörf af mörgu leyti. Það er mikið tilhlökkunarefni, það verður mikil umbylting fyrir Hafnarfjarðarbæ og alla þegar þetta verður risið og komið í notkun,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir/Arnar Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins, tekur undir með Rósu. „Við erum fyrst og fremst að reyna að byggja miðbæ Hafnarfjarðar. Það hefur til dæmis vantað matvöruverslun í miðbæinn. Bærinn sjálfur er að stækka ört og við ætlum að koma með alla þá þjónustu sem Hafnfirðingar og aðrir gestir vilja sækja,“ segir Guðmundur. Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins.Vísir/Arnar Verklok eru áætluð eftir tvö og hálft ár og er gert ráð fyrir að viðbyggingin muni kosta sex milljarða króna. „Við hlökkum mjög mikið til að þetta verði komið upp og komið í notkun. Þetta verður algjör umbylting fyrir bæinn,“ segir Rósa að lokum. Hafnarfjörður Verslun Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Hafnfirðingar vinna nú að því að stækka verslunarkjarna sinn, Fjörðinn. Verður þar hægt að finna bókasafn, matvöruverslun og lúxusíbúðir. Í dag lauk fyrsta áfanga verkefnisins þegar klárað var að steypa botnplötu viðbyggingarinnar. Viðbyggingin verður níu þúsund fermetrar en þegar verkinu er lokið verður hægt að finna þar bílakjallara, lúxusíbúðir, hótelíbúðir, almenningsgarð, matvöruverslun og fleira. Í Firðinum verður meðal annars hægt að komast í matvörubúð og almenningsgarð. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir mikla eftirspurn hafa verið eftir þessari viðbyggingu. „Það hefur verið mikil eftirspurn eftir góðu verslunar og þjónusturými hér í miðbænum undanfarin ár. Með þessari framkvæmd er verið að fullnægja þeirri þörf af mörgu leyti. Það er mikið tilhlökkunarefni, það verður mikil umbylting fyrir Hafnarfjarðarbæ og alla þegar þetta verður risið og komið í notkun,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Vísir/Arnar Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins, tekur undir með Rósu. „Við erum fyrst og fremst að reyna að byggja miðbæ Hafnarfjarðar. Það hefur til dæmis vantað matvöruverslun í miðbæinn. Bærinn sjálfur er að stækka ört og við ætlum að koma með alla þá þjónustu sem Hafnfirðingar og aðrir gestir vilja sækja,“ segir Guðmundur. Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins.Vísir/Arnar Verklok eru áætluð eftir tvö og hálft ár og er gert ráð fyrir að viðbyggingin muni kosta sex milljarða króna. „Við hlökkum mjög mikið til að þetta verði komið upp og komið í notkun. Þetta verður algjör umbylting fyrir bæinn,“ segir Rósa að lokum.
Hafnarfjörður Verslun Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira