Innlent

Börn úr öðrum leikskólum fá að vera með

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dóttir þeirra Baldvins og Berglindar fær aðlögunartíma með nýjum skólafélögum og kennurum í Rimaskóla eins og krakkarnir sem koma úr leikskólum hverfisins.
Dóttir þeirra Baldvins og Berglindar fær aðlögunartíma með nýjum skólafélögum og kennurum í Rimaskóla eins og krakkarnir sem koma úr leikskólum hverfisins. Vísir

Öllum börnum sem hefja nám í þremur grunnskólum í Reykjavík í ágúst gefst kostur á að taka þátt í tilraunaverkefni borgarinnar. Ekki aðeins þeim sem eru að ljúka leikskóla í viðkomandi hverfum grunnskólanna sex.

Tilraunverkefnið átti að ná til elstu barna frá sex leikskólum í Breiðholti og Grafarvogi sem hefja nám í Rimaskóla, Norðlingaskóla og Breiðholtsskóla í haust: Rauðhól, Laufskála, Fífuborg, Lyngheima, Bakkaborg og Borg. 

Foreldrar stúlku sem hefur nám í 1. bekk Rimaskóla í haust lýstu óánægju sinni með það að dóttur þeirra, sem kemur úr leikskóla úr Þingholtunum í Reykjavík, væri mismunað. Hún fengi ekki að taka þátt í tilraunaverkefninu eins og verðandi skólafélagar hennar.

Verið væri að veikja stöðu dóttur þeirra félagslega. Hún þekkti fáa fyrir og myndi missa af því þegar hópurinn yrði hristur saman í aðlöguninni með nýjum kennurum og starfsfólki.

„Þess vegna kemur þetta svo rosalega illa við okkur og okkar barn sem þekkir engan að fá ekki að vera með í því,“ sagði Baldvin Logi Einarsson, faðir stúlkunnar.

Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að borgarráð hafi samþykkt tillögu borgarastjóra um að tilraunaverkefnið miði við grunnskólana og þau börn sem þar hefja nám, en ekki leikskólana hvaðan börnin koma.

Öllum börnum sem hefja nám í 1. bekk í þessum sex grunnskólum verði boðið að taka þátt. Haft verði samband við foreldra barnanna sem breytingin nær til á næstu dögum.

Þá segir að breytingin rúmist innan upphafslegs fjárhagsramma og mönnunar verkefnisins.


Tengdar fréttir

Segja Reykja­víkur­borg mis­muna dóttur þeirra með synjun

Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×