Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júlí 2023 20:21 Svona sáu ferðamenn eldgíginn ofan af Litla-Hrúti í dag. Björn Steinbekk Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir sem Björn Steinbekk tók í dag. Fimmtán dögum eftir að eldgosið hófst sýna mælingar Veðurstofunnar á óróanum að enn er mikill kraftur í eldstöðinni. Hraunrennsli úr gígnum er enn talsvert eða um átta rúmmetrar á sekúndu. Það er þó helmingi minna en það var mest á tveimur fyrstu sólarhringum gossins. Í dag mátti sjá að talsverður fjöldi ferðamanna var kominn upp á fjallið Litla Hrút, enda magnaður útsýnisstaður. Til að komast þangað þarf að ganga Geldingadalaleiðina, sem er talsvert á fótinn og tekur um klukkustund lengur en að ganga Meradalaleiðina, eða þrjá til fjóra tíma aðra leiðina. Frá Geldingadalaleiðinni. Að þessum stað er 5,9 kílómetra ganga frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Þarna er búið að setja upp skilti sem vísar á Litla-Hrút og að þangað séu 3,5 kílómetrar til viðbótar. Efst til vinstri sést í bólstra frá gosinu.Sigurður Sigurðarson Almannavarnir munu á morgun mæta með gröfu á svæðið neðan Meradala. Kanna á hvernig hraunrennsli fer með háspennulínu og niðurgrafna jarðstrengi en Verkfræðistofan Verkís kemur að verkefninu ásamt samstarfsaðilum. Á stað sem áætlað er að hraun renni yfir á að setja upp trémastur sem eftirlíkingu af mastri háspennulínu. „Verja það með varnargarði í kring og setja línu úr því mastri líka,“ segir Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís. Mæla á hitann sem kemur upp í mastrið og í línuna þegar hraunið rennur undir en einnig hitastigið á stögum sem halda mastrinu. Jafnframt verða settir niður hitamælar í jörðu til að ná hitamælingu undir rennandi hrauni til að kanna áhrif á jarðstrengi. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís.Einar Árnason Þetta er í framhaldi af tilraunum sem gerðar voru með varnargarða í eldgosinu 2021. Þá voru settir upp alls fimm varnargarðar, bæði leiðigarðar og stíflur. „Þar fengum við ákveðna þekkingu sem við búum að og getum nýtt til þess að verja vegi, ef því er að skipta,“ segir Ari. Séð yfir eldstöðina í dag. Horft til suðurs í átt að Meradölum.Björn Steinbekk Þegar liggja fyrir nauðsynleg leyfi frá Umhverfisstofnun, Grindavíkurbæ og landeigendum. En hversu brýnt er þetta verkefni? „Við teljum það auðvitað afar brýnt. Því auðvitað er Reykjanesið vaknað og við gætum verið að koma að því einhvern tímann að við séum nær mikilvægum innviðum heldur en við erum núna. Við erum í sjálfu sér á góðum stað núna. En við viljum nýta þetta tækifæri til framtíðar til þess að afla þessara upplýsinga,“ segir verkfræðingurinn. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Aðstoðuðu fjölskyldu með úrvinda börn Gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesi er opið í dag en lögregla leggur áherslu á að ekki sé farið með börn á svæðið og að fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma gangi ekki að gosinu. 21. júlí 2023 09:40 Sigurður mælir með Krókamýri en Þórlaug segir leiðina erfiðari Vigdísarvallavegur var opnaður umferð á ný í dag sem gefur færi á styttri gönguleið að gosstöðvunum. Skiptar skoðanir eru þó um hvort hún sé betri. 20. júlí 2023 23:23 Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57 Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Varnargarðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs Þó að varnargarðarnir á gosstöðvunum reynist gagnslausir í baráttunni við að halda hrauninu frá innviðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, að reynslan af verkefninu verði gífurlega gagnleg í framtíðinni ef eldstöðvar á Reykjanesi hafa vaknað til lífsins. 20. maí 2021 22:31 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Þrýst sé á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir sem Björn Steinbekk tók í dag. Fimmtán dögum eftir að eldgosið hófst sýna mælingar Veðurstofunnar á óróanum að enn er mikill kraftur í eldstöðinni. Hraunrennsli úr gígnum er enn talsvert eða um átta rúmmetrar á sekúndu. Það er þó helmingi minna en það var mest á tveimur fyrstu sólarhringum gossins. Í dag mátti sjá að talsverður fjöldi ferðamanna var kominn upp á fjallið Litla Hrút, enda magnaður útsýnisstaður. Til að komast þangað þarf að ganga Geldingadalaleiðina, sem er talsvert á fótinn og tekur um klukkustund lengur en að ganga Meradalaleiðina, eða þrjá til fjóra tíma aðra leiðina. Frá Geldingadalaleiðinni. Að þessum stað er 5,9 kílómetra ganga frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Þarna er búið að setja upp skilti sem vísar á Litla-Hrút og að þangað séu 3,5 kílómetrar til viðbótar. Efst til vinstri sést í bólstra frá gosinu.Sigurður Sigurðarson Almannavarnir munu á morgun mæta með gröfu á svæðið neðan Meradala. Kanna á hvernig hraunrennsli fer með háspennulínu og niðurgrafna jarðstrengi en Verkfræðistofan Verkís kemur að verkefninu ásamt samstarfsaðilum. Á stað sem áætlað er að hraun renni yfir á að setja upp trémastur sem eftirlíkingu af mastri háspennulínu. „Verja það með varnargarði í kring og setja línu úr því mastri líka,“ segir Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís. Mæla á hitann sem kemur upp í mastrið og í línuna þegar hraunið rennur undir en einnig hitastigið á stögum sem halda mastrinu. Jafnframt verða settir niður hitamælar í jörðu til að ná hitamælingu undir rennandi hrauni til að kanna áhrif á jarðstrengi. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís.Einar Árnason Þetta er í framhaldi af tilraunum sem gerðar voru með varnargarða í eldgosinu 2021. Þá voru settir upp alls fimm varnargarðar, bæði leiðigarðar og stíflur. „Þar fengum við ákveðna þekkingu sem við búum að og getum nýtt til þess að verja vegi, ef því er að skipta,“ segir Ari. Séð yfir eldstöðina í dag. Horft til suðurs í átt að Meradölum.Björn Steinbekk Þegar liggja fyrir nauðsynleg leyfi frá Umhverfisstofnun, Grindavíkurbæ og landeigendum. En hversu brýnt er þetta verkefni? „Við teljum það auðvitað afar brýnt. Því auðvitað er Reykjanesið vaknað og við gætum verið að koma að því einhvern tímann að við séum nær mikilvægum innviðum heldur en við erum núna. Við erum í sjálfu sér á góðum stað núna. En við viljum nýta þetta tækifæri til framtíðar til þess að afla þessara upplýsinga,“ segir verkfræðingurinn.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Grindavík Tengdar fréttir Aðstoðuðu fjölskyldu með úrvinda börn Gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesi er opið í dag en lögregla leggur áherslu á að ekki sé farið með börn á svæðið og að fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma gangi ekki að gosinu. 21. júlí 2023 09:40 Sigurður mælir með Krókamýri en Þórlaug segir leiðina erfiðari Vigdísarvallavegur var opnaður umferð á ný í dag sem gefur færi á styttri gönguleið að gosstöðvunum. Skiptar skoðanir eru þó um hvort hún sé betri. 20. júlí 2023 23:23 Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57 Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Varnargarðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs Þó að varnargarðarnir á gosstöðvunum reynist gagnslausir í baráttunni við að halda hrauninu frá innviðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, að reynslan af verkefninu verði gífurlega gagnleg í framtíðinni ef eldstöðvar á Reykjanesi hafa vaknað til lífsins. 20. maí 2021 22:31 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Þrýst sé á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samnningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Sjá meira
Aðstoðuðu fjölskyldu með úrvinda börn Gossvæðið við Litla Hrút á Reykjanesi er opið í dag en lögregla leggur áherslu á að ekki sé farið með börn á svæðið og að fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma gangi ekki að gosinu. 21. júlí 2023 09:40
Sigurður mælir með Krókamýri en Þórlaug segir leiðina erfiðari Vigdísarvallavegur var opnaður umferð á ný í dag sem gefur færi á styttri gönguleið að gosstöðvunum. Skiptar skoðanir eru þó um hvort hún sé betri. 20. júlí 2023 23:23
Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57
Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. 20. maí 2021 13:25
Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44
Varnargarðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs Þó að varnargarðarnir á gosstöðvunum reynist gagnslausir í baráttunni við að halda hrauninu frá innviðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnargarðanna, að reynslan af verkefninu verði gífurlega gagnleg í framtíðinni ef eldstöðvar á Reykjanesi hafa vaknað til lífsins. 20. maí 2021 22:31