Samkvæmt heimildum fréttastofu er viðkomandi frá Björgunarsveitinni Björg á Eyrarbakka. Félagar hans úr Björg komu að honum og virtist hann vera alvarlega slasaður.
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, staðfesti við fréttastofu að björgunarsveitarmaður hefði slasast við gosstöðvarnar í gær.
„Okkar maður velti fjórhjóli á gönguleið A, sem kölluð er, í S-beygjum,“ sagði Jón Þór.
Hins vegar gat Jón Þór ekki greint frá því hve slasaður viðkomandi var. Þó gat hann sagt að ekki hefði þurft þyrlu til að ferja viðkomandi heldur var hann fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann.