Frekari ákvörðun um opnun tekin í fyrramálið: „Viðbragðsaðilar að hörfa frá“ Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. júlí 2023 19:29 Björgunarsveitir segja vel hafa tekist að rýma svæðið í kvöld. Mikil mengun er nú á svæðinu. Vísir/Arnar Vel gekk í kvöld þegar gossvæðið við Litla-Hrút á Reykjanesi var lokað almenningi af lögreglu. Björgunarsveitarmaður segir þó aðeins hafa þurft að rökræða við einhverja göngugarpa. Ákvörðun um mögulega opnun svæðisins á morgun verður tekin í fyrramálið. Mikil mengun er nú á svæðinu. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík, ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafði gossvæðið verið lokað í hálftíma. Bogi segir fólk hafa sýnt banninu, sem gripið var til vegna hegðunar göngugarpa í gær, skilning. „Þetta hefur bara gengið ágætlega. Fólk hefur alveg skilning á þessu og fattar svona alveg af hverju við erum að þessu held ég,“ segir Bogi. Snýr fólk við þegar því er sagt að það er búið að loka svæðinu? „Ja, svona flestir, það þarf stundum aðeins að rökræða en það hefst allt saman,“ segir Bogi sem segir að björgunarsveitir reyni einnig að ræða við þá sem eru illa skóaðir en sést hefur í allskyns skóbúnað líkt og sandala og annarskonar tufflur. Ertu sammála lögreglustjóranum í því að loka svæðinu klukkan 18? „Já já, ég er alveg sammála honum í því. Þetta er bara ákvörðun sem er tekin og við stöndum bara við hana með honum,“ segir Bogi sem segir björgunarsveitir lítið annað geta gert en að tala við göngugarpa sem ekki vilji hlýta fyrirmælum. Mikil mengun á svæðinu Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segist í samtali við fréttastofu ekki óttast að fólk muni fara aðrar og óöruggari leiðir að gosinu á meðan slíkri lokun stendur. „Ég á nú ekki von á því, enda væri það bara svo erfitt að velja sér einhverja aðrar leiðir. Þetta er það sem við leggjum upp með að fólk nýti sér þær leiðir sem eru í boði frá Suðurstrandarvegi. Ég held að þessi ákvörðun að loka klukkan 18:00 létti störf viðbragðsaðila. Ég á ekki von á öðru. Það er okkar reynsla.“ Arnar Steinn Elísson, björgunarsveitarmaður í aðgerðarstjórn almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar muni funda um stöðuna í fyrramálið kl. 8:30 og taka ákvörðun um hvort svæðið verði opið eða lokað almenningi þann dag. „Eins og staðan er núna upp á gossvæðinu er töluvert mikil mengun. Það er ekki síst þess vegna sem við erum með svæðið lokað. Við erum að mæla upp í hæstu gildi mengunar, þetta eru grímugildi og viðbragðsaðilar eru að hörfa frá vegna reyks, sem stafar bæði af gróðureldum og gosinu sjálfu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík, ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hafði gossvæðið verið lokað í hálftíma. Bogi segir fólk hafa sýnt banninu, sem gripið var til vegna hegðunar göngugarpa í gær, skilning. „Þetta hefur bara gengið ágætlega. Fólk hefur alveg skilning á þessu og fattar svona alveg af hverju við erum að þessu held ég,“ segir Bogi. Snýr fólk við þegar því er sagt að það er búið að loka svæðinu? „Ja, svona flestir, það þarf stundum aðeins að rökræða en það hefst allt saman,“ segir Bogi sem segir að björgunarsveitir reyni einnig að ræða við þá sem eru illa skóaðir en sést hefur í allskyns skóbúnað líkt og sandala og annarskonar tufflur. Ertu sammála lögreglustjóranum í því að loka svæðinu klukkan 18? „Já já, ég er alveg sammála honum í því. Þetta er bara ákvörðun sem er tekin og við stöndum bara við hana með honum,“ segir Bogi sem segir björgunarsveitir lítið annað geta gert en að tala við göngugarpa sem ekki vilji hlýta fyrirmælum. Mikil mengun á svæðinu Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segist í samtali við fréttastofu ekki óttast að fólk muni fara aðrar og óöruggari leiðir að gosinu á meðan slíkri lokun stendur. „Ég á nú ekki von á því, enda væri það bara svo erfitt að velja sér einhverja aðrar leiðir. Þetta er það sem við leggjum upp með að fólk nýti sér þær leiðir sem eru í boði frá Suðurstrandarvegi. Ég held að þessi ákvörðun að loka klukkan 18:00 létti störf viðbragðsaðila. Ég á ekki von á öðru. Það er okkar reynsla.“ Arnar Steinn Elísson, björgunarsveitarmaður í aðgerðarstjórn almannavarna, segir í samtali við fréttastofu að viðbragðsaðilar muni funda um stöðuna í fyrramálið kl. 8:30 og taka ákvörðun um hvort svæðið verði opið eða lokað almenningi þann dag. „Eins og staðan er núna upp á gossvæðinu er töluvert mikil mengun. Það er ekki síst þess vegna sem við erum með svæðið lokað. Við erum að mæla upp í hæstu gildi mengunar, þetta eru grímugildi og viðbragðsaðilar eru að hörfa frá vegna reyks, sem stafar bæði af gróðureldum og gosinu sjálfu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira