Innlent

For­maður Leigj­enda­sam­takanna gagn­rýnir fyrir­hugaðar lagabreytingar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Breytingunum er meðal annars ætlað að stuðla að langtímaleigu og meiri fyrirsjáanleika fyrir leigjendur.
Breytingunum er meðal annars ætlað að stuðla að langtímaleigu og meiri fyrirsjáanleika fyrir leigjendur. Vísir/Vilhelm

„Mér líst illa á þetta, enda geng­ur frum­varpið þvert á all­ar okk­ar at­huga­semd­ir varðandi breyt­ing­ar á leigu­fjár­hæð,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, um drög að frumvarpi um breytingar á lögum um húsaleigu.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

„Þarna er ekki tekið á vísi­tölu­teng­ingu húsa­leigu lengri samn­inga, sem er sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri að því leyti að leigu­fjár­hæðin er upp­færð í hverj­um ein­asta mánuði. Þar sem ég þekki til ger­ist það einu sinni á ári,“ seg­ir Guðmund­ur.

Drögin voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þau fela meðal annars í sér að við ákvörðun leigufjárhæðar þegar leigusamningur er endurnýjaður á grundvelli forgangsréttar leigjanda að samningstíma loknum eigi leigufjárhæð að vera sanngjörn og eðlileg fyrir báða aðila. 

Frumvarpinu er ætlað að stuðla að langtímaleigu og auknum fyrirsjáanleika hvað varðar leiguverð og sanngirni þegar kemur að breytingum á leigufjárhæð.

Drögin fela einnig í sér að óheimilt verður að semja um breytta leigufjárhæð ef samningur er til 12 mánaða eða skemmri tíma. Þetta er Guðmundur ánægður með en hann segir Leigjendasamtökin lengi hafa barist fyrir því að vísitölutenging styttri samninga verði bönnuð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×