Innlent

Loki frá Selfossi allur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Loki átti 398 afkvæmi.
Loki átti 398 afkvæmi. Hestafréttir/Jón Björnsson

Kynbótahesturinn Loki frá Selfossi hefur verið felldur eftir að hann slasaðist illa á afturfæti. Loki var einn þekktasti gæðingur landsins og átti fjölda afkvæma sem hafa gert það gott.

Frá þessu greina Hestafréttir.

Loki var 19 vetra og kom undan Surtlu frá Brúnastöðum og Smára frá Skagaströnd. Ræktandi Loka og eigandi var Ármann Sverrisson.

Samkvæmt Hestafréttum átti Loki 398 skráð afkvæmi, þeirra á meðal mörg afrekshross. Sjálfur hlaut hann heiðursverðlaun á Landsmóti 2022 og vann marga sigra með knapanum Sigurði Sigurðarsyni, meðal annars Landsmót 2014 í B-flokki gæðinga með einkunnina 9.39.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×