Lífið

Stjörnulífið: Íslenskar barbies, brúðkaup og bossar

Svava Marín Óskarsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa
Vikan var viðburðarík hjá samfélagsmiðlastjörnum landsins.
Vikan var viðburðarík hjá samfélagsmiðlastjörnum landsins. Samsett

Barbie er sannarlega að eiga stórt móment í dægurmenningunni í dag og samfélagsmiðlastjörnur landsins taka því fagnandi. Ástin einkenndi síðastliðna viku með brúðkaupum og bumbumyndum og Íslendingar halda áfram að ferðast, hvort sem það er innanlands eða að elta sólina. 

Bleikir Barbiedagar

Áhrifavaldurinn Camilla Rut Rúnarsdóttir fann Barbie kjólinn fyrir Barbie frumsýninguna þar sem hún naut sín í botn. 

Þjálfarinn Alexandra Sif Nikulásdóttir skvísaði sig heldur betur upp fyrir Barbie. 

Förðunarfræðingurinn Lilja Gísla lét sig ekki vanta. 

Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Sunneva Einars átti svokallað Barbie móment.

Sömuleiðis athafnakonan og raunveruleikastjarnan Birgitta Líf.

Barbie mæðgurnar Eva Ruza og Marina voru glæsilegar á forsýningunni. 

Raunveruleikastjarnan Binni Glee naut sín í botn á Barbie.

Brúðkaup

Verkfræðingurinn og áhrifavaldurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir átti heldur betur viðburðaríka viku. Hún fór meðal annars á boðssýningu Barbie myndarinnar og giftist ástinni sinni svo síðastliðinn laugardag.

Ljósmyndarinn Dóra Dúna giftist sinni heittelskuðu Guðlaugu Björnsdóttir, markaðsstjóra Viss, um helgina. Þær lofa veislu síðar og eru nú farnar í brúðkaupsferð ásamt yngstu dóttur þeirra. 

Bleik fjallganga

Mari Jaersk tók þátt í bleika æðinu með bleikan hátalara á bakinu í fjallgöngu. 

„Ef húsið mitt myndi brenna væri soundboks klárlega fyrsti hlutur sem ég myndi taka með mér,“ skrifar Mari við myndina. 

Glæsileg óléttukúla

Fatahönnuðurinn Sædís Ýr fagnaði 200 dögum af meðgöngu um helgina í flottum magabol. 

Spánarskvísur

Tvíburarnir og Æði-stjörnurnar Gunnar Skírnir og Sæmundur á Spáni.

Tónleikar í Færeyjum

Tónlistarkonan Bríet Isis birti myndasyrpu frá ferðalagi í Færeyjum þar sem hún kom fram á tónlistarhátíð.

Ástin erlendis

Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn og eiginmaður hennar Haukur Ingi fögnuðu fimm ára brúðkaupsafmæli um helgina á Ítalíu. 

„Það er litríkt, ljúft og gott að vera konan hans Hauks Inga.“

Áhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Helgi Ómarsson segist hafa náð nýjum hæðum við það að hreyfa sig berfættur í rigningunni í Malmö. Hann er staddur þar ásamt unnusta sínum Pétri Svenssyni. 

Sveitaást

Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Fanney Dóra fagnaði ástinni í sveitasælu. 

Ís strákarnir

Rapparinn Aron Can birti bak við tjöldin myndir af strákasveitinni Iceguys sem hann er meðlimur í. Tónlistarmyndband við lagið þeirra Krumla hefur slegið í gegn á Internetinu. 

Bossamyndataka

Athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán, jafnan þekkt sem ísdrottningin, deildi bak við tjöldin mynd um helgina. Í samtali við blaðamann segir hún tökuna hafa verið fyrir viðtal í Búlgaríu og aðgang sinn á miðlinum Onlyfans

Fyrsta úrið komið í hús

Útvarpsmaðurinn Gústi B birti mynd og myndband af sér og athafnamanninum Björgólfi Guðmundssyni.

„Fyrsta úrið komið í hús. Mögulega tímabært að byrja að læra á klukku…,“ skrifar Gústi á Instagram. 


Tengdar fréttir

Kjóla­tískan í brúð­kaupum sumarsins

Brúðkaupstímabilið stendur sem hæst um þessar mundir. Fjöldi fallegra mynda af brúðhjónum og gestum hafa verið áberandi liðnar vikur á samfélagsmiðlum. Kjólaval fyrir veisluhöldin getur reynst vandasamt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×