Langir dagar hjá slökkviliðinu: Hraunið nái til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst Oddur Ævar Gunnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. júlí 2023 19:31 Mikið hefur mætt á slökkviliðsfólki undanfarna daga enda um mesta mosabruna að ræða í manna minnum. Vísir/Vilhelm Niðurstöður HEC-RAS hermunar Verkís á rennsli hraunsins í gosinu við Litla-Hrút sýnir að hraunrennsli muni ná til Suðurstrandarvegar upp úr miðjum ágúst. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands. Slökkviliðsmenn hafa undanfarna daga beitt tveimur aðferðum við að slökkva í gróðureldum á svæðinu og mæðir mikið á slökkviliðsfólki. Forsendur sem verkfræðingar gefa sér við hermunina eru þær að gosið haldist óbreytt hvað varðar kvikuframleiðni samsetningu, hitastig og seigju kvikunar, sem og að hraunáin viðhaldi sér og haldi áfram að lengjast. Fyrsta myndin sýnir legu hraunbreiðunnar eins og hermunin gaf hana í gær, þann 17. júlí. Stemmir hún vel við mælingar. Á annarri mynd má sjá að hraunið getur flætt úr skarðinu sem liggur beint austur af Meradölum þann 22. júlí. Á þriðju myndinni er gert ráð fyrir því að hraunbreiðan fari að nálgast Leggjabrótarhraun í lok mánaðar. Á þeirri fjórðu er því spáð að hraunið flæði fram af Méltunnuklifinu upp úr miðjum ágúst og nái þar með til Suðurstrandavegar. Nota tvær aðferðir gegn gróðureldunum við Litla-Hrút Fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var á gossvæðinu um sjöleytið í kvöld. Mikill fjöldi fólks var á svæðinu. Varðstjóri hjá slökkvilið Grindavíkur segir vel hafa gengið að slökkva gróðurelda. „Þetta er þykkur mosi, hraun og stórgrýti. Þetta er glóðarbruni, hér er stórgrýti og jarðvegurinn mjög þurr. Eldurinn fer yfir alla skurði,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvær aðferðir séu notaðar. Stór trukkur með vatnstank og skurðgröfu undir honum þannig að hann komist áfram. Það gangi hægt. Hitt sé að nota vatnstanka sem fluttir eru með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Og dreifir með tvö til þrjúhundruð metra millibili, þar sem við erum með litlar dælur og bleytum jafnóðum, þannig að við séum að stoppa brunann. Þetta er glóðarbruni og nú er strekkingsvindur og vindurinn gerir ekki neitt nema að æsa glóðina upp. Þetta virkar, en þetta er tímafrekt og við komum bara ákveðið miklu vatni inni á svæðið. Þetta tekur bara tíma.“ Tekur þetta ekkert á þitt fólki, náið þið að hvíla ykkur? „Þetta eru langir dagar. Mitt lið er gríðarlega öflugt, þetta er ekki stórt lið en ég hef sjaldan verið eins stoltur af þeim og ég er núna. Við reynum að sofa en hljótum að gera okkur glaðan dag þegar við erum búnir að þessu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Forsendur sem verkfræðingar gefa sér við hermunina eru þær að gosið haldist óbreytt hvað varðar kvikuframleiðni samsetningu, hitastig og seigju kvikunar, sem og að hraunáin viðhaldi sér og haldi áfram að lengjast. Fyrsta myndin sýnir legu hraunbreiðunnar eins og hermunin gaf hana í gær, þann 17. júlí. Stemmir hún vel við mælingar. Á annarri mynd má sjá að hraunið getur flætt úr skarðinu sem liggur beint austur af Meradölum þann 22. júlí. Á þriðju myndinni er gert ráð fyrir því að hraunbreiðan fari að nálgast Leggjabrótarhraun í lok mánaðar. Á þeirri fjórðu er því spáð að hraunið flæði fram af Méltunnuklifinu upp úr miðjum ágúst og nái þar með til Suðurstrandavegar. Nota tvær aðferðir gegn gróðureldunum við Litla-Hrút Fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var á gossvæðinu um sjöleytið í kvöld. Mikill fjöldi fólks var á svæðinu. Varðstjóri hjá slökkvilið Grindavíkur segir vel hafa gengið að slökkva gróðurelda. „Þetta er þykkur mosi, hraun og stórgrýti. Þetta er glóðarbruni, hér er stórgrýti og jarðvegurinn mjög þurr. Eldurinn fer yfir alla skurði,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri sem ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tvær aðferðir séu notaðar. Stór trukkur með vatnstank og skurðgröfu undir honum þannig að hann komist áfram. Það gangi hægt. Hitt sé að nota vatnstanka sem fluttir eru með þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Og dreifir með tvö til þrjúhundruð metra millibili, þar sem við erum með litlar dælur og bleytum jafnóðum, þannig að við séum að stoppa brunann. Þetta er glóðarbruni og nú er strekkingsvindur og vindurinn gerir ekki neitt nema að æsa glóðina upp. Þetta virkar, en þetta er tímafrekt og við komum bara ákveðið miklu vatni inni á svæðið. Þetta tekur bara tíma.“ Tekur þetta ekkert á þitt fólki, náið þið að hvíla ykkur? „Þetta eru langir dagar. Mitt lið er gríðarlega öflugt, þetta er ekki stórt lið en ég hef sjaldan verið eins stoltur af þeim og ég er núna. Við reynum að sofa en hljótum að gera okkur glaðan dag þegar við erum búnir að þessu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira