„Við höfum neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi og efnahag annarra landa“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. júlí 2023 13:55 Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, segir stjórnvöld meðal annars þurfa að setja fram skýra framtíðarsýn og fjármagnaða aðgerðaráætlun. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Kolefnisspor Íslands er með því hæsta í heimi þegar allar innfluttar vörur eru teknar með inn í reikninginn auk þess sem Ísland er með einna neikvæðust smitáhrif meðal þeirra 163 ríkja þar sem þau hafa verið metin samkvæmt nýrri skýrslu. Forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands segir neyslu Íslendinga og innflutning hafa einna mest áhrif. Fræðafólk við Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands gerði úttekt á smitáhrifum sem kemur fyrir í skýrslu forsætisnáðuneytisins sem fjallar um stöðu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa skilað henni inn til Sameinuðu þjóðanna og verður hún formlega kynnt á ráðherrafundi í New York á þriðjudag. Áhrif á getu annarra ríkja Með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir innan hvers ríkis hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra ríkja til að ná heimsmarkmiðunum. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, segir neyslu og innflutning hafa mikil áhrif. „Helstu niðurstöðurnar eru þær að við Íslendingar við stöndum okkur illa þegar það kemur að þessum svokölluðu neikvæðu smitáhrifum á önnur ríki eða svæði. Einnig að kolefnisspor okkar er með því hæsta í heiminum þegar allar innfluttar vörur eru teknar með inn í reikninginn. Þá erum við að tala um af því við erum svo ríkt og neyslufrekt samfélag að þá höfum við neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi og efnahag annarra landa sérstaklega með innflutningi okkar og neyslu,“ segir Hafdís Hanna. Þurfi skýra framtíðarsýn Ísland sé í 158 sæti meðal þeirra 163 landa þar sem smitáhrifin hafa verið metin. „Við erum mjög neðarlega á þessum lista og á neðsta sæti af Norðurlöndunum,“ segir hún. Það sé í raun alveg öfugt við það að Ísland sé ofarlega þegar kemur að því að innleiða heimsmarkiðin heima fyrir. „Við stöndum okkur vel þegar kemur að menntun, heilbrigðismálum og ýmsu öðru sem varðar heimsmarkmiðunum hérna heima fyrir en svo höfum við slæm áhrif á önnur lönd með okkar neyslu og innflutningi. Þar stöndum við okkur illa,“ segir útskýrir Hafdís Hanna. Íslensk stjórnvöld þurfi meðal annars að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun. Auka rannsóknir um smitáhrif, hvar þau sé að finna og afla frekari gagna. Þá þurfi að auka hringrásarhagkerfið með því að innleiða græna hvata. Sameinuðu þjóðirnar Háskólar Tengdar fréttir Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. 7. júlí 2023 07:01 Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Fræðafólk við Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands gerði úttekt á smitáhrifum sem kemur fyrir í skýrslu forsætisnáðuneytisins sem fjallar um stöðu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa skilað henni inn til Sameinuðu þjóðanna og verður hún formlega kynnt á ráðherrafundi í New York á þriðjudag. Áhrif á getu annarra ríkja Með smitáhrifum er átt við hvernig aðgerðir innan hvers ríkis hafa neikvæð eða jákvæð áhrif á getu annarra ríkja til að ná heimsmarkmiðunum. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands, segir neyslu og innflutning hafa mikil áhrif. „Helstu niðurstöðurnar eru þær að við Íslendingar við stöndum okkur illa þegar það kemur að þessum svokölluðu neikvæðu smitáhrifum á önnur ríki eða svæði. Einnig að kolefnisspor okkar er með því hæsta í heiminum þegar allar innfluttar vörur eru teknar með inn í reikninginn. Þá erum við að tala um af því við erum svo ríkt og neyslufrekt samfélag að þá höfum við neikvæð áhrif á samfélög, umhverfi og efnahag annarra landa sérstaklega með innflutningi okkar og neyslu,“ segir Hafdís Hanna. Þurfi skýra framtíðarsýn Ísland sé í 158 sæti meðal þeirra 163 landa þar sem smitáhrifin hafa verið metin. „Við erum mjög neðarlega á þessum lista og á neðsta sæti af Norðurlöndunum,“ segir hún. Það sé í raun alveg öfugt við það að Ísland sé ofarlega þegar kemur að því að innleiða heimsmarkiðin heima fyrir. „Við stöndum okkur vel þegar kemur að menntun, heilbrigðismálum og ýmsu öðru sem varðar heimsmarkmiðunum hérna heima fyrir en svo höfum við slæm áhrif á önnur lönd með okkar neyslu og innflutningi. Þar stöndum við okkur illa,“ segir útskýrir Hafdís Hanna. Íslensk stjórnvöld þurfi meðal annars að setja fram skýra framtíðarsýn, markmið og fjármagnaða aðgerðaráætlun. Auka rannsóknir um smitáhrif, hvar þau sé að finna og afla frekari gagna. Þá þurfi að auka hringrásarhagkerfið með því að innleiða græna hvata.
Sameinuðu þjóðirnar Háskólar Tengdar fréttir Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. 7. júlí 2023 07:01 Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og alþjóðleg smitáhrif Íslands Sjálfbærni og sjálfbær þróun eru lykilhugtök fyrir framtíð Jarðar og velsæld okkar og komandi kynslóða. Sjálfbær þróun hefur verið skilgreind sem þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta sínum þörfum. 7. júlí 2023 07:01
Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00