Launamál dómara læðist fram hjá Landsrétti Árni Sæberg skrifar 14. júlí 2023 15:14 Hæstiréttur tekur launamál dómara fyrir. Vísir/Vilhelm Mál héraðsdómara, sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi, fer beint til Hæstaréttar. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu. Fjársýsla ríkisins greindi frá því í júlí í fyrra að Tvö hundruð og sextíu af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður Grímsdóttir, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Í maí síðastliðnum kvað héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður settum dómurum, þess efnis að launalækkunin hafi verið ólögmæt. Allir sammála um að fara beint í Hæstarétt Ríkið vildi ekki una niðurstöðunni og óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir af Hæstarétti án viðkomu í Landsrétti. Ástríður gerði ekki athugasemdir við það mat ríkisins að uppfyllt séu lagaskilyrði til að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar. Ríkið byggði á því að niðurstaða málsins hafi verulegt fordæmisgildi. Vísaði það til þess að ágreiningur málsins lúti að launauppfærslu fjölda fólks, meðal annars alþingismanna, ráðherra og tiltekinna embættismanna, til að mynda dómara, saksóknara, lögreglustjóra og seðlabankastjóra, ráðuneytisstjóra og ríkissáttasemjara, sem allir hafi fengið sambærilegt bréf og Ástríður. Niðurstaða málsins varði einnig þá sem taka eftirlaun í samræmi við laun þessa hóps. Þá taldi ríkið að niðurstaða málsins hafi almenna þýðingu við túlkun og beitingu á tilteknum ákvæðum stjórnsýslulaga og almennum efnisreglum stjórnsýsluréttar. Loks taldi ríkið að niðurstaða málsins hafi verulega samfélagslega þýðingu enda verði að gera ríkar kröfur þegar komi að réttindum og skyldum þess hóps sem ákvarðanirnar vörðuðu. „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá eru ekki til staðar í málinu þær aðstæður á þessu stigi sem komið geta í veg fyrir að leyfi til áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli 1. mgr. 175. gr. laga nr. 91/1991, sbr. lög nr. 134/2022. Beiðni um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Allir dómarar vanhæfir Þar sem málið varðar laun allra dómara landsins eru þeir eðli málsins samkvæmt allir vanhæfir til þess að fjalla um það. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember síðasta árs. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Þá voru þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík einnig settir dómarar í málinu. Við töku ákvörðunar Hæstaréttar um málskotsbeiðni ríkisins þurfti einnig að setja dómara. Það voru þau Kristinn Bjarnason lögmaður, Hrefna Friðriksdóttir prófessor og Róbert R. Spanó prófessor, sem tóku ákvörðunina. Kjaramál Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Sjá meira
Fjársýsla ríkisins greindi frá því í júlí í fyrra að Tvö hundruð og sextíu af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Ástríður Grímsdóttir, sem er dómari við Héraðsdóm Reykjaness, vildi ekki una því að þurfa að endurgreiða hluta greiddra launa, 550 þúsund krónur og að laun hennar yrðu lækkuð um 34 þúsund krónur á mánuði. Því höfðaði hún mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til ógildingar ákvarðana Fjársýslu ríkisins um breytta útreikningsaðferð, lækkun launa hennar og endurkröfuna. Í maí síðastliðnum kvað héraðsdómur Reykjavíkur, sem var skipaður settum dómurum, þess efnis að launalækkunin hafi verið ólögmæt. Allir sammála um að fara beint í Hæstarétt Ríkið vildi ekki una niðurstöðunni og óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir af Hæstarétti án viðkomu í Landsrétti. Ástríður gerði ekki athugasemdir við það mat ríkisins að uppfyllt séu lagaskilyrði til að áfrýja dómi héraðsdóms beint til Hæstaréttar. Ríkið byggði á því að niðurstaða málsins hafi verulegt fordæmisgildi. Vísaði það til þess að ágreiningur málsins lúti að launauppfærslu fjölda fólks, meðal annars alþingismanna, ráðherra og tiltekinna embættismanna, til að mynda dómara, saksóknara, lögreglustjóra og seðlabankastjóra, ráðuneytisstjóra og ríkissáttasemjara, sem allir hafi fengið sambærilegt bréf og Ástríður. Niðurstaða málsins varði einnig þá sem taka eftirlaun í samræmi við laun þessa hóps. Þá taldi ríkið að niðurstaða málsins hafi almenna þýðingu við túlkun og beitingu á tilteknum ákvæðum stjórnsýslulaga og almennum efnisreglum stjórnsýsluréttar. Loks taldi ríkið að niðurstaða málsins hafi verulega samfélagslega þýðingu enda verði að gera ríkar kröfur þegar komi að réttindum og skyldum þess hóps sem ákvarðanirnar vörðuðu. „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá eru ekki til staðar í málinu þær aðstæður á þessu stigi sem komið geta í veg fyrir að leyfi til áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli 1. mgr. 175. gr. laga nr. 91/1991, sbr. lög nr. 134/2022. Beiðni um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Allir dómarar vanhæfir Þar sem málið varðar laun allra dómara landsins eru þeir eðli málsins samkvæmt allir vanhæfir til þess að fjalla um það. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, úrskurðaði að allir dómarar við dómstólinn væru vanhæfir til þess að fara með málið í desember síðasta árs. Eftir þann úrskurð var Gunnar Þór Pétursson settur dómari í málinu. Hann var settur dómari við Landsrétt síðasta vor og við EFTA-dómstólinn frá 1. júlí í fyrra. Þá var hann framkvæmdastjóri hjá eftirlitsstofnun EFTA frá 2017 til 2020. Þá voru þau Berglind Svavarsdóttir lögmaður og Sindri M. Stephensen dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík einnig settir dómarar í málinu. Við töku ákvörðunar Hæstaréttar um málskotsbeiðni ríkisins þurfti einnig að setja dómara. Það voru þau Kristinn Bjarnason lögmaður, Hrefna Friðriksdóttir prófessor og Róbert R. Spanó prófessor, sem tóku ákvörðunina.
Kjaramál Dómstólar Dómsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Sjá meira