Hátt í hundrað manns mögulega smitaðir af nóróveiru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 19:45 Allar líkur eru á að hópsmitið sé að rekja til veitingastaðarins Hamborgarafabrikkunnar. Hamborgarafabrikkan Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist heilbrigðiseftirliti vegna mögulegra nóróveirusmita. Líkur eru á óvenju stóru hópsmiti á veitingastöðum Hamborgarafabrikkunnar. Ása Steinunn Atladóttir, verkefnastjóri hjá Landlækni, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá. Í gær var greint frá því að Hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hafi verið lokað efitr að gestir staðarins urðu veikir eftir snæðing þar. Framkvæmdastjóri Fabrikkunnar sagði í samtali við fréttastofu að öllum ábendingum væri tekið alvarlega og búið væri að spritta staðinn hátt og lágt. „Það er margt sem bendir til að þetta sé nóróveirra en við er um enn að bíða eftir sýnum úr fólki sem tilkynnti sig veikt. Við ættum að fá niðurstöður seinnipartinn á morgun,“ Óvenju margar tilkynningar Það fór að bera á kvörtunum hjá heilbrigðiseftirliti frá fólki sem kvaðst hafa orðið veikt eftir að hafa borðað á Hamborgarafabrikunni síðustu helgi. „Fljótlega hófust umræður á hópi á Facebook þar sem fólk fór að tjá sig um svipuð atvik. Í kjölfar frétta af málinu hafa síðan margir komið fram og sent ábendingar um að það hafi orðið veikt eftir að borða á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið er að fara yfir þessar tilkynningar sem eru óvanalega margar,“ segir Ása. Ása Atladóttir verkefnastjóri hjá Landlækni.Vísir Tilkynningarnar slaga nú í hundrað. „Við vitum ekki nákvæmlega hve margir eru á bakvið þetta en það var brugðist við þessu af festu og öryggi, með því að veitingahúsið lokaði tímabundið. En starfsfólk staðarins gæti hafa verið veikt, maður veit ekki fyrir víst hvað hefur gerst en þetta er vandmeðfarið og leiðinlegt, bæði fyrir starfsfólk og fyrirtækið.“ Nóróveiran er afar smitandi veira sem veldur bólgum í maga og þörmum. Einkennin lýsa sér einna helst í heiftúðlegri magakveisu, ógleði, uppköstum og niðurgangi. Flestir ná sér að fullu án læknishjálpar. Til að komast hjá sýkingu er mælt með því að fólk þvoi á sér hendurnar með sápu og heitu vatni. Ása bendir fólki á að kynna sér fræðsluefni um nóróveiru og rétt viðbrögð við smiti á vef Heilsuveru og Embættis sóttvarnalæknis. Þá má nálgast sérstakan fræðslubækling embættisins undir fréttinni. Tengd skjöl Komið_í_veg_fyrir_smit_af_nóróveirumPDF713KBSækja skjal Veitingastaðir Kringlan Heilbrigðismál Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. 12. júlí 2023 13:27 Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Ása Steinunn Atladóttir, verkefnastjóri hjá Landlækni, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Rúv greindi fyrst frá. Í gær var greint frá því að Hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hafi verið lokað efitr að gestir staðarins urðu veikir eftir snæðing þar. Framkvæmdastjóri Fabrikkunnar sagði í samtali við fréttastofu að öllum ábendingum væri tekið alvarlega og búið væri að spritta staðinn hátt og lágt. „Það er margt sem bendir til að þetta sé nóróveirra en við er um enn að bíða eftir sýnum úr fólki sem tilkynnti sig veikt. Við ættum að fá niðurstöður seinnipartinn á morgun,“ Óvenju margar tilkynningar Það fór að bera á kvörtunum hjá heilbrigðiseftirliti frá fólki sem kvaðst hafa orðið veikt eftir að hafa borðað á Hamborgarafabrikunni síðustu helgi. „Fljótlega hófust umræður á hópi á Facebook þar sem fólk fór að tjá sig um svipuð atvik. Í kjölfar frétta af málinu hafa síðan margir komið fram og sent ábendingar um að það hafi orðið veikt eftir að borða á staðnum. Heilbrigðiseftirlitið er að fara yfir þessar tilkynningar sem eru óvanalega margar,“ segir Ása. Ása Atladóttir verkefnastjóri hjá Landlækni.Vísir Tilkynningarnar slaga nú í hundrað. „Við vitum ekki nákvæmlega hve margir eru á bakvið þetta en það var brugðist við þessu af festu og öryggi, með því að veitingahúsið lokaði tímabundið. En starfsfólk staðarins gæti hafa verið veikt, maður veit ekki fyrir víst hvað hefur gerst en þetta er vandmeðfarið og leiðinlegt, bæði fyrir starfsfólk og fyrirtækið.“ Nóróveiran er afar smitandi veira sem veldur bólgum í maga og þörmum. Einkennin lýsa sér einna helst í heiftúðlegri magakveisu, ógleði, uppköstum og niðurgangi. Flestir ná sér að fullu án læknishjálpar. Til að komast hjá sýkingu er mælt með því að fólk þvoi á sér hendurnar með sápu og heitu vatni. Ása bendir fólki á að kynna sér fræðsluefni um nóróveiru og rétt viðbrögð við smiti á vef Heilsuveru og Embættis sóttvarnalæknis. Þá má nálgast sérstakan fræðslubækling embættisins undir fréttinni. Tengd skjöl Komið_í_veg_fyrir_smit_af_nóróveirumPDF713KBSækja skjal
Veitingastaðir Kringlan Heilbrigðismál Reykjavík Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. 12. júlí 2023 13:27 Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist Hamborgarafabrikkan kannar hvers vegna veitingahúsagestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitingastaðnum um helgina. Framkvæmdastjórinn segir allar slíkar ábendingar teknar alvarlega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótthreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í hamborgara staðarins. 12. júlí 2023 13:27
Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York. 12. júlí 2023 16:50