Innlent

Mýrarboltinn á Ísafirði heyrir sögunni til

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mýrarboltinn hefur undanfarin ár verið áfangastaður margra um verslunarmannahelgi.
Mýrarboltinn hefur undanfarin ár verið áfangastaður margra um verslunarmannahelgi. vísir

Mýrarboltinn á Ísafirði verður ekki haldinn í ár, frekar en fyrri ár frá því að mótið var blásið af vegna kórónaveiru árið 2020. Aðalritari hátíðarinnar segir skipuleggjendur hafa fundið sér önnur áhugamál.

„Mér sýnist þetta bara vera dáið, vörumerkið er laust fyrir þann sem vill reisa þetta við,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson aðalritari Mýrarboltans. Spurður hvers vegna skipuleggjendur hafi lagt upp laupana segir Jóhann:

„Menn fundu sér bara önnur áhugamál. Það er bara þannig, við jöfnuðum okkur ekki eftir Covid.“

Mótið hefur verið haldið um verslunarmannahelgi á Ísafirði og Bolungarvík frá árinu 2014. Á síðasta ári var greint frá því að skipuleggjendur hafi ekki hist til að leggja á ráðin og skipuleggja hátíðina í tæka tíð. Faraldri kórónaveiru var upphaflega kennt um.

Eru ekki vaskir menn fyrir vestan sem geta haldið þessu uppi?

„Það er ekki mitt að svara því. Það verður að vera einhver áhugi fyrir því að taka við en það virðist ekki vera. Það eru allir svo uppteknir við að sinna túristum eða gera eitthvað annað. Vð erum svolítið búnir að brenna upp, búnir að standa í þessu í tuttugu ár,“ segir Jóhann og heldur áfram:

Jóhann Bæring Gunnarsson.framsókn

„Við stofnuðum þetta af því okkur fannst ógeðslega gaman að spila þetta sjálfir. Svo óx þetta aðeins upp fyrir okkur um tíma en svo bara hverfur drævið í þessu og mann langar að fara að gera aðra hluti. Þannig þetta er staðan,“ segir Jóhann Bæring.

Auk þess hafi vantað nýliðun í boltanum drulluga.

„Við höfum ákveðið að gera ekkert í þessu eins og staðan er núna en það getur vel verið, að einhverjum árum 

liðnum, að það verði tekin önnur ákvörðun,“ segir Jóhann Bæring að lokum.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Mýrarboltann árið 2014:


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×