Mýrarboltinn á Ísafirði heyrir sögunni til Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2023 18:42 Mýrarboltinn hefur undanfarin ár verið áfangastaður margra um verslunarmannahelgi. vísir Mýrarboltinn á Ísafirði verður ekki haldinn í ár, frekar en fyrri ár frá því að mótið var blásið af vegna kórónaveiru árið 2020. Aðalritari hátíðarinnar segir skipuleggjendur hafa fundið sér önnur áhugamál. „Mér sýnist þetta bara vera dáið, vörumerkið er laust fyrir þann sem vill reisa þetta við,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson aðalritari Mýrarboltans. Spurður hvers vegna skipuleggjendur hafi lagt upp laupana segir Jóhann: „Menn fundu sér bara önnur áhugamál. Það er bara þannig, við jöfnuðum okkur ekki eftir Covid.“ Mótið hefur verið haldið um verslunarmannahelgi á Ísafirði og Bolungarvík frá árinu 2014. Á síðasta ári var greint frá því að skipuleggjendur hafi ekki hist til að leggja á ráðin og skipuleggja hátíðina í tæka tíð. Faraldri kórónaveiru var upphaflega kennt um. Eru ekki vaskir menn fyrir vestan sem geta haldið þessu uppi? „Það er ekki mitt að svara því. Það verður að vera einhver áhugi fyrir því að taka við en það virðist ekki vera. Það eru allir svo uppteknir við að sinna túristum eða gera eitthvað annað. Vð erum svolítið búnir að brenna upp, búnir að standa í þessu í tuttugu ár,“ segir Jóhann og heldur áfram: Jóhann Bæring Gunnarsson.framsókn „Við stofnuðum þetta af því okkur fannst ógeðslega gaman að spila þetta sjálfir. Svo óx þetta aðeins upp fyrir okkur um tíma en svo bara hverfur drævið í þessu og mann langar að fara að gera aðra hluti. Þannig þetta er staðan,“ segir Jóhann Bæring. Auk þess hafi vantað nýliðun í boltanum drulluga. „Við höfum ákveðið að gera ekkert í þessu eins og staðan er núna en það getur vel verið, að einhverjum árum liðnum, að það verði tekin önnur ákvörðun,“ segir Jóhann Bæring að lokum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Mýrarboltann árið 2014: Mýrarboltinn Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00 Mýrarboltinn á Ísafirði: Mýrin hefur græðandi áhrif Veðrið lék í dag við keppendur á ellefta árlega heimsmeistaramótinu í Mýrarbolta á Ísafirði. 2. ágúst 2014 20:12 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Mér sýnist þetta bara vera dáið, vörumerkið er laust fyrir þann sem vill reisa þetta við,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson aðalritari Mýrarboltans. Spurður hvers vegna skipuleggjendur hafi lagt upp laupana segir Jóhann: „Menn fundu sér bara önnur áhugamál. Það er bara þannig, við jöfnuðum okkur ekki eftir Covid.“ Mótið hefur verið haldið um verslunarmannahelgi á Ísafirði og Bolungarvík frá árinu 2014. Á síðasta ári var greint frá því að skipuleggjendur hafi ekki hist til að leggja á ráðin og skipuleggja hátíðina í tæka tíð. Faraldri kórónaveiru var upphaflega kennt um. Eru ekki vaskir menn fyrir vestan sem geta haldið þessu uppi? „Það er ekki mitt að svara því. Það verður að vera einhver áhugi fyrir því að taka við en það virðist ekki vera. Það eru allir svo uppteknir við að sinna túristum eða gera eitthvað annað. Vð erum svolítið búnir að brenna upp, búnir að standa í þessu í tuttugu ár,“ segir Jóhann og heldur áfram: Jóhann Bæring Gunnarsson.framsókn „Við stofnuðum þetta af því okkur fannst ógeðslega gaman að spila þetta sjálfir. Svo óx þetta aðeins upp fyrir okkur um tíma en svo bara hverfur drævið í þessu og mann langar að fara að gera aðra hluti. Þannig þetta er staðan,“ segir Jóhann Bæring. Auk þess hafi vantað nýliðun í boltanum drulluga. „Við höfum ákveðið að gera ekkert í þessu eins og staðan er núna en það getur vel verið, að einhverjum árum liðnum, að það verði tekin önnur ákvörðun,“ segir Jóhann Bæring að lokum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Mýrarboltann árið 2014:
Mýrarboltinn Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00 Mýrarboltinn á Ísafirði: Mýrin hefur græðandi áhrif Veðrið lék í dag við keppendur á ellefta árlega heimsmeistaramótinu í Mýrarbolta á Ísafirði. 2. ágúst 2014 20:12 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00
Mýrarboltinn á Ísafirði: Mýrin hefur græðandi áhrif Veðrið lék í dag við keppendur á ellefta árlega heimsmeistaramótinu í Mýrarbolta á Ísafirði. 2. ágúst 2014 20:12