Ekki enn tekist að koma hvalveiðibátum úr gömlu höfninni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júlí 2023 07:45 Hvalveiðibátarnir liggja við höfn innan um hvalaskoðunarbáta og ýmsan ferðamannaiðnað. Vísir/Vilhelm Hvalveiðibátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9 standa enn við Ægisgarð þrátt fyrir vilja Reykjavíkurborgar um að þeir verði fluttir þaðan burt. Nýjustu vendingar í hvalveiðimálum hafa ekki verið ræddar í borgarstjórn. „Við eigum í samtali við Hval um málið,“ segir Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Segist hann ekki geta fullyrt að bátarnir verði færðir úr Ægisgarði, það er úr miðri gömlu höfninni í Reykjavík. „Tímasetningin er að minnsta kosti ekki ákveðin,“ segir hann. Málið komst til tals þann 13. maí síðastliðinn að frumkvæði Lífar Magneudóttur, fulltrúa Vinstri grænna í minnihluta borgarstjórnar. Lagði Líf til að Faxaflóahafnir endurskoðuðu samning sinn við Hval hf um hafnaraðstöðu, samningnum yrði sagt upp eða að bátunum yrði fundinn annar staður en í miðri gömlu höfninni sem sé miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar. Miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar Meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar lagði fram sambærilega tillögu. Er hún svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir, með vísun til margvíslegra umhverfisverndarstefna borgarinnar, aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og stöðu höfuðborgarinnar sem ferðamannastaðar, að beina því til stjórnar Faxaflóahafna að skoða hvort hægt verði að finna annan stað fyrir hvalveiðiskip fyrirtækisins Hvals hf. en í miðri gömlu höfninni í Reykjavík sem er miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar.“ Var hún samþykkt en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sátu hjá. Ýta ekki á í sumarfríi Málið var tekið fyrir í stjórn Faxaflóahafna þann 26. maí og fól hún hafnarstjóra að ræða við eigendur bátanna. „Borgarstjórn vísaði þessum tilmælum til hafnarstjóra sem ég veit að er að skoða málið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Borgarstjórn er í fríi og ýtir ekkert eftir þessu fyrr en hún kemur saman aftur.“ Að sögn Þórdísar Lóu hafa nýjustu vendingar í hvalveiðimálum, það er það bann sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti tímabundið á starfsemina, ekki komið til umræðu í borgarstjórn. „Það var engin afstaða tekin í borgarstjórn hvort að hvalveiðibátar ættu að fá að vera í Reykjavíkurhöfn eða ekki,“ segir hún. Harðorðar bókanir Líf lét bóka í maí síðastliðnum að hvalveiðibátarnir tækju pláss af vaxandi atvinnustarfsemi í höfninni, svo sem ferðamennsku. Ekkert væri því til fyrirstöðu að bátarnir færu, jafn vel aftur til eigenda sinna í Hvalfirði. Hvalveiðar væru ómannúðleg tímaskekkja sem bæri að banna með öllu. Fulltrúar Sósíalista töldu mikilvægt að borgarstjórn myndi bregðast við eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar þar sem kæmi fram að hvalveiðar samrýmast ekki markmiðum laga um velferð dýra. Eðlilegt sé að samningi Faxaflóahafna við Hval hf verði sagt upp. Þannig væru sendi skýr skilaboð um að starfsemin væri ekki velkomin innan borgarmarka. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, studdi tillöguna en sagði að ef vilji væri til að hindra hvalveiðar væri kannski best að skipin yrðu bundin sem rækilegast við bryggju um aldur og ævi. Reykjavík Hafnarmál Hvalveiðar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Við eigum í samtali við Hval um málið,“ segir Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna. Segist hann ekki geta fullyrt að bátarnir verði færðir úr Ægisgarði, það er úr miðri gömlu höfninni í Reykjavík. „Tímasetningin er að minnsta kosti ekki ákveðin,“ segir hann. Málið komst til tals þann 13. maí síðastliðinn að frumkvæði Lífar Magneudóttur, fulltrúa Vinstri grænna í minnihluta borgarstjórnar. Lagði Líf til að Faxaflóahafnir endurskoðuðu samning sinn við Hval hf um hafnaraðstöðu, samningnum yrði sagt upp eða að bátunum yrði fundinn annar staður en í miðri gömlu höfninni sem sé miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar. Miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar Meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar lagði fram sambærilega tillögu. Er hún svohljóðandi: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir, með vísun til margvíslegra umhverfisverndarstefna borgarinnar, aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og stöðu höfuðborgarinnar sem ferðamannastaðar, að beina því til stjórnar Faxaflóahafna að skoða hvort hægt verði að finna annan stað fyrir hvalveiðiskip fyrirtækisins Hvals hf. en í miðri gömlu höfninni í Reykjavík sem er miðstöð ferðamennsku og hvalaskoðunar.“ Var hún samþykkt en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sátu hjá. Ýta ekki á í sumarfríi Málið var tekið fyrir í stjórn Faxaflóahafna þann 26. maí og fól hún hafnarstjóra að ræða við eigendur bátanna. „Borgarstjórn vísaði þessum tilmælum til hafnarstjóra sem ég veit að er að skoða málið,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður stjórnar Faxaflóahafna. „Borgarstjórn er í fríi og ýtir ekkert eftir þessu fyrr en hún kemur saman aftur.“ Að sögn Þórdísar Lóu hafa nýjustu vendingar í hvalveiðimálum, það er það bann sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti tímabundið á starfsemina, ekki komið til umræðu í borgarstjórn. „Það var engin afstaða tekin í borgarstjórn hvort að hvalveiðibátar ættu að fá að vera í Reykjavíkurhöfn eða ekki,“ segir hún. Harðorðar bókanir Líf lét bóka í maí síðastliðnum að hvalveiðibátarnir tækju pláss af vaxandi atvinnustarfsemi í höfninni, svo sem ferðamennsku. Ekkert væri því til fyrirstöðu að bátarnir færu, jafn vel aftur til eigenda sinna í Hvalfirði. Hvalveiðar væru ómannúðleg tímaskekkja sem bæri að banna með öllu. Fulltrúar Sósíalista töldu mikilvægt að borgarstjórn myndi bregðast við eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar þar sem kæmi fram að hvalveiðar samrýmast ekki markmiðum laga um velferð dýra. Eðlilegt sé að samningi Faxaflóahafna við Hval hf verði sagt upp. Þannig væru sendi skýr skilaboð um að starfsemin væri ekki velkomin innan borgarmarka. Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, studdi tillöguna en sagði að ef vilji væri til að hindra hvalveiðar væri kannski best að skipin yrðu bundin sem rækilegast við bryggju um aldur og ævi.
Reykjavík Hafnarmál Hvalveiðar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira