Náði myndbandi af nýrri gossprungu að opnast Máni Snær Þorláksson skrifar 13. júlí 2023 10:54 Jakob Vegerfors náði myndbandi af nýrri gossprungu að opnast. Jakob Vegerfors/Madeleine Marie Myndband náðist af því þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Reykjanesi á mánudaginn. Í myndbandinu má sjá hvernig hraunið nær að brjótast út úr sprungunni í fyrsta skiptið. Sá sem tók upp myndbandið hafði beðið í nokkra daga á svæðinu eftir að eldgos hæfist. „Við vorum hópur af fólki sem var í rauninni að bíða í fimm daga eftir þessu, meira og minna. Ég mætti þarna á föstudaginn, það voru nokkrir sem mættu daginn fyrir það. Við vorum að fylgjast með þessu rosalega mikið og reyna að hugsa um hvar þetta myndi fara í gegn,“ segir Jakob Vegerfors, ljósmyndarinn sem náði myndbandinu sem um ræðir. Klippa: Ný gossprunga opnast Jakob segir að þau hafi svo verið pínu heppin að ná eldgosinu snemma. „Við vorum alltaf að fylgjast með og reyna að hugsa hvar þetta myndi fara í gegn. Annar maður sem var með okkur var svo fyrstur að sjá fyrsta litla reykinn.“ Þá sendi hópurinn drónana sína af stað en þau voru þá stödd rúmlega tveimur kílómetrum frá gáttinni. Fljótlega eftir það náði Jakob myndbandinu af því þegar nýja sprungan opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) „Þetta var náttúrulega allt klikkað,“ segir Jakob. Þau hafi séð eldgosið innan við tíu mínútum eftir að fyrsti reykurinn kom. „Allt varð náttúrulega bara brjálað, við vorum öll að öskra og dansa uppi á fjalli. Við trúðum þessu ekki.“ Jakob segir að hópurinn hafi gætt sín og passað upp á öryggið á meðan þau voru á svæðinu. „Við vorum bæði að fylgjast með öllum upplýsingum sem við gátum séð á netinu. Svo var fólk sem var með okkur með beina tengingu við jarðfræðinga og alls konar. Við vorum líka að hugsa hvar við ættum að vera ef það kæmi jarðskjálfti og þannig.“ Eldgosið festi hann á Íslandi Jakob er enginn byrjandi þegar kemur að því að taka upp eldgos. „Ég er alveg búinn að vera að gera þetta síðan í fyrsta eldgosinu,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) Það var einmitt eldgosið árið 2021 sem festi Jakob hér á Íslandi. Hann er hálfur Svíi og hálfur Íslendingur. Hann var alinn upp í Svíþjóð en var tiltölulega nýfluttur hingað þegar það gaus árið 2021. „Ég var svona frekar nýfluttur til landsins aftur,“ segir hann. „Svo kom eldgosið og ég byrjaði bara að vera úti í náttúrunni, þetta er bara búið að vera lífið mitt síðustu ár.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
„Við vorum hópur af fólki sem var í rauninni að bíða í fimm daga eftir þessu, meira og minna. Ég mætti þarna á föstudaginn, það voru nokkrir sem mættu daginn fyrir það. Við vorum að fylgjast með þessu rosalega mikið og reyna að hugsa um hvar þetta myndi fara í gegn,“ segir Jakob Vegerfors, ljósmyndarinn sem náði myndbandinu sem um ræðir. Klippa: Ný gossprunga opnast Jakob segir að þau hafi svo verið pínu heppin að ná eldgosinu snemma. „Við vorum alltaf að fylgjast með og reyna að hugsa hvar þetta myndi fara í gegn. Annar maður sem var með okkur var svo fyrstur að sjá fyrsta litla reykinn.“ Þá sendi hópurinn drónana sína af stað en þau voru þá stödd rúmlega tveimur kílómetrum frá gáttinni. Fljótlega eftir það náði Jakob myndbandinu af því þegar nýja sprungan opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) „Þetta var náttúrulega allt klikkað,“ segir Jakob. Þau hafi séð eldgosið innan við tíu mínútum eftir að fyrsti reykurinn kom. „Allt varð náttúrulega bara brjálað, við vorum öll að öskra og dansa uppi á fjalli. Við trúðum þessu ekki.“ Jakob segir að hópurinn hafi gætt sín og passað upp á öryggið á meðan þau voru á svæðinu. „Við vorum bæði að fylgjast með öllum upplýsingum sem við gátum séð á netinu. Svo var fólk sem var með okkur með beina tengingu við jarðfræðinga og alls konar. Við vorum líka að hugsa hvar við ættum að vera ef það kæmi jarðskjálfti og þannig.“ Eldgosið festi hann á Íslandi Jakob er enginn byrjandi þegar kemur að því að taka upp eldgos. „Ég er alveg búinn að vera að gera þetta síðan í fyrsta eldgosinu,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) Það var einmitt eldgosið árið 2021 sem festi Jakob hér á Íslandi. Hann er hálfur Svíi og hálfur Íslendingur. Hann var alinn upp í Svíþjóð en var tiltölulega nýfluttur hingað þegar það gaus árið 2021. „Ég var svona frekar nýfluttur til landsins aftur,“ segir hann. „Svo kom eldgosið og ég byrjaði bara að vera úti í náttúrunni, þetta er bara búið að vera lífið mitt síðustu ár.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira