NFL valdi Aaron Rodgers og New York Jets í „Hard Knocks“ í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2023 13:00 Eins og það hafi ekki verið næg pressa fyrir þá munu Aaron Rodgers og New York Jets liðið undirbúa sig fyrir tímabilið fyrir framan myndavélarnar. Getty/Rich Schultz NFL-deildin hefur ákveðið hvaða lið fær á sig sviðsljósið á undirbúningstímabilinu en það verður liðið sem var að semja við einn besta leikstjórnanda síðustu áratuga í deildinni. Heimildarmenn Adam Schefter hjá ESPN, staðfestu við hann að NFL og NFL Films hafi valið Aaron Rodgers og New York Jets í „Hard Knocks“ í ár. Í „Hard Knocks“ þáttunum verður fylgst með öllu undirbúningstímabilinu og myndavélarnar eru nánast alls staðar, á æfingasvæðinu, í matsalnum, í lyftingasalnum, á liðsfundum, í klefanum og svo er einnig fylgst með leikmönnum utan vinnunnar. NFL and NFL Films have selected the New York Jets to serve as this year s team on Hard Knocks, per sources. Jets report to training camp one week from today, July 19, and the cameras will be rolling in full force. pic.twitter.com/v9A7Pb9GP2— Adam Schefter (@AdamSchefter) July 12, 2023 Undirbúningstímabil NFL deildarinnar er að hefjast og leikmenn New York Jets eiga að mæta í vinnuna á miðvikudaginn kemur. Það koma ekki öll lið til greina í „Hard Knocks“ þáttinn því þar mega ekki vera lið með þjálfara á fyrsta ári, lið sem hefur verið í úrslitakeppni undanfarin tvö ár eða lið sem hafa verið í þættinum á síðustu tíu árum. Það gerði það að verkum að þau sem komu til greina að þessu sinni voru Jets, Chicago Bears, New Orleans Saints og Washington Commanders Robert Saleh, þjálfari New York Jets, hafði lýst því yfir að hann vildi ekki vera með myndavélar „Hard Knocks“ á sínu liði. Honum varð ekki að ósk sinni. Áhuginn er gríðarlegur á Jets í ár þökk sé komu hins magnaða Aaron Rodgers en hann fær það risastóra verkefni að reyna að ná árangri með liðið. „Hard Knocks“ þttirnir verða sýndir á Stöð 2 Sport í haust eins og undanfarin ár. #HardKnocks can t get here soon enough Which storyline are you most anticipating? #TakeFlight pic.twitter.com/ihca2jamNi— The 33rd Team (@The33rdTeamFB) July 12, 2023 NFL Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Heimildarmenn Adam Schefter hjá ESPN, staðfestu við hann að NFL og NFL Films hafi valið Aaron Rodgers og New York Jets í „Hard Knocks“ í ár. Í „Hard Knocks“ þáttunum verður fylgst með öllu undirbúningstímabilinu og myndavélarnar eru nánast alls staðar, á æfingasvæðinu, í matsalnum, í lyftingasalnum, á liðsfundum, í klefanum og svo er einnig fylgst með leikmönnum utan vinnunnar. NFL and NFL Films have selected the New York Jets to serve as this year s team on Hard Knocks, per sources. Jets report to training camp one week from today, July 19, and the cameras will be rolling in full force. pic.twitter.com/v9A7Pb9GP2— Adam Schefter (@AdamSchefter) July 12, 2023 Undirbúningstímabil NFL deildarinnar er að hefjast og leikmenn New York Jets eiga að mæta í vinnuna á miðvikudaginn kemur. Það koma ekki öll lið til greina í „Hard Knocks“ þáttinn því þar mega ekki vera lið með þjálfara á fyrsta ári, lið sem hefur verið í úrslitakeppni undanfarin tvö ár eða lið sem hafa verið í þættinum á síðustu tíu árum. Það gerði það að verkum að þau sem komu til greina að þessu sinni voru Jets, Chicago Bears, New Orleans Saints og Washington Commanders Robert Saleh, þjálfari New York Jets, hafði lýst því yfir að hann vildi ekki vera með myndavélar „Hard Knocks“ á sínu liði. Honum varð ekki að ósk sinni. Áhuginn er gríðarlegur á Jets í ár þökk sé komu hins magnaða Aaron Rodgers en hann fær það risastóra verkefni að reyna að ná árangri með liðið. „Hard Knocks“ þttirnir verða sýndir á Stöð 2 Sport í haust eins og undanfarin ár. #HardKnocks can t get here soon enough Which storyline are you most anticipating? #TakeFlight pic.twitter.com/ihca2jamNi— The 33rd Team (@The33rdTeamFB) July 12, 2023
NFL Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira