Ætlaði að nota ruslatunnu til að ferja góssið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2023 06:24 Lögregla hafði í nægu að snúast á vaktinni í nótt ef marka má tilkynningu hennar í morgun. Vísir/Vilhelm Karlmaður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa verið staðinn að verki við að stela munum úr skóla í miðborg Reykjavíkur. Sá hinn sami ætlaði að nýta sér ruslatunnu íbúa í borginni til þess að ferja góssið af vettvangi. Lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför á fæti um hverfið. Þetta var líklega það verkefni sem reyndi mest á hlaupaþol lögreglumanna af þeim 66 sem lögregla sinnti á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan fimm síðdegis í gær og þar til tólf tímum síðar í morgun. Tilkynning barst til lögreglu um yfirstandandi innbrot í skóla í hverfi 101. Vitni lýsti því að aðili væri að bera muni út úr skólanum og ferja þá frá skólanum. Lögregla ræddi við vitnið á vettvangi en þá kom í ljós að innbrotsþjófurinn hafði reynt að stela sorptunnu fyrir utan heimili nærri skólanum í þeim tilgangi að ferja þýfið. Í tilkynningu lögreglu segir að fengist hafi greinargóð lýsing á þjófnum og myndskeið af honum. Eftir leit í hverfinu tókst lögreglu að finna innbrotsþjófinn sem ákvað að hlaupa undan lögreglu. Við það hófst eftirför á fæti um hverfið sem lauk með handtöku. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla fór sömuleiðis á vettvang í miðborginni eftir tilkynningu um aðila sem ógnaði fólki í hverfi 101. Var hann handtekinn vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt sökum ástands síns. Var hann fluttur á lögreglustöð. Viðkomandi er sagður hafa verið óútreiknanlegur, með ógnandi tilburði í garð lögreglu og bölvað þeim í sand og ösku. Ítrekuð tækifæri til að gera grein fyrir sér með nafni og kennitölu hafi ekki skilað neinu. Var hann því vistaður í fangaklefa sökum ástands og þeirrar ástæðu að ekki var hægt að komast að því hver hann væri. Þá hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af réttindarlausum ökumönnum, ölvuðum ökumanni og einum sem hafði stigið heldur þétt á bensíngjöfina. Sá mældist á 133 kílómetra hraða á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þetta var líklega það verkefni sem reyndi mest á hlaupaþol lögreglumanna af þeim 66 sem lögregla sinnti á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan fimm síðdegis í gær og þar til tólf tímum síðar í morgun. Tilkynning barst til lögreglu um yfirstandandi innbrot í skóla í hverfi 101. Vitni lýsti því að aðili væri að bera muni út úr skólanum og ferja þá frá skólanum. Lögregla ræddi við vitnið á vettvangi en þá kom í ljós að innbrotsþjófurinn hafði reynt að stela sorptunnu fyrir utan heimili nærri skólanum í þeim tilgangi að ferja þýfið. Í tilkynningu lögreglu segir að fengist hafi greinargóð lýsing á þjófnum og myndskeið af honum. Eftir leit í hverfinu tókst lögreglu að finna innbrotsþjófinn sem ákvað að hlaupa undan lögreglu. Við það hófst eftirför á fæti um hverfið sem lauk með handtöku. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla fór sömuleiðis á vettvang í miðborginni eftir tilkynningu um aðila sem ógnaði fólki í hverfi 101. Var hann handtekinn vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt sökum ástands síns. Var hann fluttur á lögreglustöð. Viðkomandi er sagður hafa verið óútreiknanlegur, með ógnandi tilburði í garð lögreglu og bölvað þeim í sand og ösku. Ítrekuð tækifæri til að gera grein fyrir sér með nafni og kennitölu hafi ekki skilað neinu. Var hann því vistaður í fangaklefa sökum ástands og þeirrar ástæðu að ekki var hægt að komast að því hver hann væri. Þá hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af réttindarlausum ökumönnum, ölvuðum ökumanni og einum sem hafði stigið heldur þétt á bensíngjöfina. Sá mældist á 133 kílómetra hraða á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira