Hættu sér upp á sjóðheitt hraunið: „Leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti“ Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2023 19:22 Mennirnir hættu sér nálægt gosinu. Tómas Guðbjartsson Hjartaskurðlæknir fékk hland fyrir hjartað í gær þegar hann sá tvo erlenda ferðamenn ganga upp á nýjan hraunhól við Litla-Hrút þar sem skömmu áður var sprunga og glóandi hraun. „Þegar við vorum að koma niður af [Litla-Hrúti] þá varð ég var við þessa tvo menn sem voru bara bókstaflega komnir upp á hraukana sem höfðu bara lokast einhverjum klukkutímum áður,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir og þaulreyndur útivistargarpur. Tómas telur víst að umræddur hraunhóll hafi enn verið glóandi heitur og mennirnir því lagt sig í mikla hættu. „Hraunið er náttúrlega 1.200 gráður þegar það kemur út og það heldur í sér hitanum lengi.“ Þar að auki geti nýja hraunið hrunið undan fólki og opnað á glóandi hraun fyrir neðan dökkt yfirborðið. „Það eru engir stígar þarna eða neitt, þetta er bara hraun sem er nýrunnið og mjög brothætt og hvasst. Það er fólk sem gerir mjög margt til að ná góðum myndum, svona áhrifavaldar. Menn leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti.“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir telur að flestir átti sig ekki á aðstæðum við gosið.Vísir/Egill Mættur snemma á gosstað Tómas var mættur á gossvæðið fljótlega eftir að opnað var fyrir aðgengi almennings að svæðinu í gær. Hann segist hafa farið heldur óvenjulega leið frá Keflavíkurvegi yfir Þráinsskjöld til að komast upp að fjallinu Litla-Hrúti en hann hefur unnið að gerð göngukorts fyrir Ferðafélags Íslands. Á meðan hann hafi verið upp á Litla-Hrúti hafi hann séð hvernig kvikuvirknin þjappaðist saman og fór frá því að ná yfir langa sprungu yfir í að færast að mestu yfir á einn gíg. Veki upp spurningar um upplýsingagjöf Tómas vakti fyrst athygli á áhættuhegðun ferðamannanna á Facebook-síðu sinni og segist með þessu vilja auka umræðu um þær hættur sem geti leynst við gosið. Veltir hann því fyrir sér hvort ástæða sé til að auka upplýsingagjöf til fólks svo fleiri átti sig á því hversu hættulegt það er að fara út á hraunið. „Þarna var það erfitt því að þetta var rétt eftir að það var búið að opna fyrir gosstöðvarnar. Þetta voru næstum bara útlendingar sem voru á svæðinu.“ Tómas ræddi við mennina til að gera þeim grein fyrir hættunni og segir þá ekki hafa tekið illa í tilmælin. „Þarna megin við gosið þar sem við vorum þar voru engir björgunarsveitaraðilar eða neitt slíkt, enda var þetta bara rétt eftir að búið var að opna. Ég býst við að núna sé meiri vöktun og kannski meira eftirlit.“ „Það er bara mikilvægt að koma þessum upplýsingum til skila. Ég held að flestir af þessum ferðamönnum þarna hafi aldrei séð eldgos og átti sig ekki á því að þetta sé 1.200 gráðu heitt þegar þetta er fljótandi og átta sig ekki almennilega á því hvað gösin geta verið hættuleg.“ Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
„Þegar við vorum að koma niður af [Litla-Hrúti] þá varð ég var við þessa tvo menn sem voru bara bókstaflega komnir upp á hraukana sem höfðu bara lokast einhverjum klukkutímum áður,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir og þaulreyndur útivistargarpur. Tómas telur víst að umræddur hraunhóll hafi enn verið glóandi heitur og mennirnir því lagt sig í mikla hættu. „Hraunið er náttúrlega 1.200 gráður þegar það kemur út og það heldur í sér hitanum lengi.“ Þar að auki geti nýja hraunið hrunið undan fólki og opnað á glóandi hraun fyrir neðan dökkt yfirborðið. „Það eru engir stígar þarna eða neitt, þetta er bara hraun sem er nýrunnið og mjög brothætt og hvasst. Það er fólk sem gerir mjög margt til að ná góðum myndum, svona áhrifavaldar. Menn leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti.“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir telur að flestir átti sig ekki á aðstæðum við gosið.Vísir/Egill Mættur snemma á gosstað Tómas var mættur á gossvæðið fljótlega eftir að opnað var fyrir aðgengi almennings að svæðinu í gær. Hann segist hafa farið heldur óvenjulega leið frá Keflavíkurvegi yfir Þráinsskjöld til að komast upp að fjallinu Litla-Hrúti en hann hefur unnið að gerð göngukorts fyrir Ferðafélags Íslands. Á meðan hann hafi verið upp á Litla-Hrúti hafi hann séð hvernig kvikuvirknin þjappaðist saman og fór frá því að ná yfir langa sprungu yfir í að færast að mestu yfir á einn gíg. Veki upp spurningar um upplýsingagjöf Tómas vakti fyrst athygli á áhættuhegðun ferðamannanna á Facebook-síðu sinni og segist með þessu vilja auka umræðu um þær hættur sem geti leynst við gosið. Veltir hann því fyrir sér hvort ástæða sé til að auka upplýsingagjöf til fólks svo fleiri átti sig á því hversu hættulegt það er að fara út á hraunið. „Þarna var það erfitt því að þetta var rétt eftir að það var búið að opna fyrir gosstöðvarnar. Þetta voru næstum bara útlendingar sem voru á svæðinu.“ Tómas ræddi við mennina til að gera þeim grein fyrir hættunni og segir þá ekki hafa tekið illa í tilmælin. „Þarna megin við gosið þar sem við vorum þar voru engir björgunarsveitaraðilar eða neitt slíkt, enda var þetta bara rétt eftir að búið var að opna. Ég býst við að núna sé meiri vöktun og kannski meira eftirlit.“ „Það er bara mikilvægt að koma þessum upplýsingum til skila. Ég held að flestir af þessum ferðamönnum þarna hafi aldrei séð eldgos og átti sig ekki á því að þetta sé 1.200 gráðu heitt þegar þetta er fljótandi og átta sig ekki almennilega á því hvað gösin geta verið hættuleg.“
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira