Ætlar að vakna eldsnemma til að baka extra af pizzu og snúðum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júlí 2023 21:00 Skúli segir að snúðarnir hafi klárast á hádegi þótt hann hafi bakað tvöfalda uppskrift. Á morgun verði uppskriftin enn stærri. Vísir/Arnar Síðasti sjens til að fá sér kaffi, snúð og pizzu á Álftaneskaffi er á morgun. Skúli Guðbjarnarson hefur rekið veitinga- og kaffihúsið ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Jóhannsdóttur, síðustu átta árin. Þau ætla nú að skella í lás og taka sér frí í ár til að undirbúa næstu verkefni. „Maður er kominn á tíma og orðinn gamall karl,“ segir Skúli léttur. Hann segir síðustu átta ár hafa verið afar góð og að þau hafi staðið vaktina allan tímann sjálf. Skúli og Sigrún voru til með teikningar að stækkun kaffihússins þegar þau ákváðu frekar að loka. Þau segja miklar framkvæmdir við húsnæðið hafa flýtt ákvörðuninni en ákvörðunina þó tekna í samráði við bæinn. „Þegar maður er kominn á eftirlaunaaldur er það dálítið stór biti að vera að fara að byggja stórt veitingahús og starta upp á nýtt þar,“ segir hann og að þegar þau hófu reksturinn hafi þau tekið við húsinu en aðeins gert það upp. Það hafi tekið um þrjá mánuði. Spurður hvernig honum líður segir Skúli að honum líði vel því hann sé búinn að taka ákvörðun um næsta skref. „En það er mikill söknuður af öllum þessum góðu viðskiptavinum sem við höfum haft og þeirri hlýju sem við höfum fundið í gegnum tíðina, og ekki síst núna, þegar við erum að hætta,“ en yfir þau Sigrún og Skúla hefur rignt kveðjum síðustu daga á samfélagsmiðlum eftir að þau tilkynntu að þau ætluðu að loka. Álftaneskaffi lokar á morgun. Gestir nutu matar og veðurs í dag. Vísir/Arnar Fjölmargir hafa lýst yfir mikilli sorg á samfélagsmiðlum vegna lokunarinnar og gestir kaffihússins í dag voru á einu máli um að þau myndu sakna þess að geta komið og fengið pizzu og snúða. Það hefur verið mikið að gera síðustu daga og kláruðust sem dæmi snúðarnir í hádeginu í dag. Skúli gerir ráð fyrir því að vakna eldsnemma á morgun til að baka enn meira en hann gerði í dag. Garðabær Veitingastaðir Matur Tengdar fréttir Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. 12. júlí 2023 14:47 Pítsa er ekki það sama og pítsa Flatbakan er án efa drottning skyndibitans, uppruni hennar er rakinn til ítölsku borgarinnar Napolí. Gott hráefni er frumforsenda góðrar pítsu segja pítsugerðarmenn. Pítsan hefur aldrei verið vinsælli og ekkert lát á því. 11. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Maður er kominn á tíma og orðinn gamall karl,“ segir Skúli léttur. Hann segir síðustu átta ár hafa verið afar góð og að þau hafi staðið vaktina allan tímann sjálf. Skúli og Sigrún voru til með teikningar að stækkun kaffihússins þegar þau ákváðu frekar að loka. Þau segja miklar framkvæmdir við húsnæðið hafa flýtt ákvörðuninni en ákvörðunina þó tekna í samráði við bæinn. „Þegar maður er kominn á eftirlaunaaldur er það dálítið stór biti að vera að fara að byggja stórt veitingahús og starta upp á nýtt þar,“ segir hann og að þegar þau hófu reksturinn hafi þau tekið við húsinu en aðeins gert það upp. Það hafi tekið um þrjá mánuði. Spurður hvernig honum líður segir Skúli að honum líði vel því hann sé búinn að taka ákvörðun um næsta skref. „En það er mikill söknuður af öllum þessum góðu viðskiptavinum sem við höfum haft og þeirri hlýju sem við höfum fundið í gegnum tíðina, og ekki síst núna, þegar við erum að hætta,“ en yfir þau Sigrún og Skúla hefur rignt kveðjum síðustu daga á samfélagsmiðlum eftir að þau tilkynntu að þau ætluðu að loka. Álftaneskaffi lokar á morgun. Gestir nutu matar og veðurs í dag. Vísir/Arnar Fjölmargir hafa lýst yfir mikilli sorg á samfélagsmiðlum vegna lokunarinnar og gestir kaffihússins í dag voru á einu máli um að þau myndu sakna þess að geta komið og fengið pizzu og snúða. Það hefur verið mikið að gera síðustu daga og kláruðust sem dæmi snúðarnir í hádeginu í dag. Skúli gerir ráð fyrir því að vakna eldsnemma á morgun til að baka enn meira en hann gerði í dag.
Garðabær Veitingastaðir Matur Tengdar fréttir Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. 12. júlí 2023 14:47 Pítsa er ekki það sama og pítsa Flatbakan er án efa drottning skyndibitans, uppruni hennar er rakinn til ítölsku borgarinnar Napolí. Gott hráefni er frumforsenda góðrar pítsu segja pítsugerðarmenn. Pítsan hefur aldrei verið vinsælli og ekkert lát á því. 11. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. 12. júlí 2023 14:47
Pítsa er ekki það sama og pítsa Flatbakan er án efa drottning skyndibitans, uppruni hennar er rakinn til ítölsku borgarinnar Napolí. Gott hráefni er frumforsenda góðrar pítsu segja pítsugerðarmenn. Pítsan hefur aldrei verið vinsælli og ekkert lát á því. 11. nóvember 2017 11:00